Heimilispósturinn - 25.03.1961, Side 6

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Side 6
þvl, að hann var fluttur niður á lögreglu- stöð, og á leiðinni var hann alltaf að tuldra á því, að hann kærði sig ekki um að ferð- ast í bíl frá Hreyfli. Niðri á „Stöð“ var hann látinn greiða bíistjóranum, hvort sem honum líkaði betur eða rerr. 6 Það voru nokkrir drukknir næturgestir í „kjallaranum". Lögreglumennimir sýndu okkur fangageymslima. Þeir sýndu okkur mótorhjólin og vespumar, sem þeir höfðu gert upptæk af ýmsum ástæðum. Við heyrðum sönglið og ræðuhöldin í klefabú- unum. Það heyrðist dynur í loftviftunni- Einn fanganna kom með andlitið að riml- unum, og lýsti því yfir, að hann hefði rot- að þrjá Breta úti á landi, og yfirvaldið á staðnum hefði þakkað sér fyrir það og boðið hann velkominn til staðarins, hvenser sem væri, fyrir þrekvirkið. — Var þetta ekki gott hjá mér? spurði hann fangavörð- inn. „ ... meira að segja fundu þeir í sokkuuum hans sígarettupakka, og alltaf var meira og meira dót að koma í ljós . ..“ búna eins og pelíkana, og ekki verið sjón að sjá þá, þegar lögreglan kom á staðinn. Þeir svartklæddu voru gamansamir og sögðu sitthvað úr starfinu og ýmsu grát- broslegu, sem þeir höfðu lent í, t. d. þegar þeir eitt sinn voru beðnir um að f jarlægja nautkálf úr nýsköpunartogara, sem var á leið vestur á Fjörðu. Einn þóttist hafa verið beðinn af konu vestur í bæ að loka hurð í húsi. Við sóluðum um Austursvæðið; það var hugað að grunsamlegum bílum; einn lög- reglumannanna sagði eitthvað á þá leið, 6 HCIMILIBPÓBTURINN að ef þeir stöðvuðu bíl, þá gæti komið margt í Ijós, svo að öruggara væri fyrir bílstjóra að hafa „allt í lagi“. Kall frá stöðinni, beðið um að fara í snarkasti austur í smáibúðarhverfi til að útkljá deilu milli Hreyfils-bílstjóra og ölv- aðs farþega. Þegar þangað kom var far- þeginn hvergi nálægur, en bílstjórinn bauðst til að vísa lögreglubílnum á hann, og það var haldið í samfloti upp að litlu húsi; þar logaði rautt ljós í glugga; þeir fóru inn að sækja hann. Þeir þurftu að þrefa við hann um stund og því lauk með Það er kallað ofan af lofti. Klukkan var farin að ganga sex, tekið að lýsa örlítið af degi. Tunglið var lágt á lofti. Himinninn þungbúinn, þegar við ókum suður Lækjar- götuna í áttina að staðnum, þar sem verið var að fremja glæp. Lögreglumennirnir stukku út úr bílunum og tróðu á glerbrot- unum.. á ..gangstéttinni. ..Þjófurinn ..hafði sparkað í hurðina og brotið rúðuna og þanuig komizt inn. Þeir gengu að honum inni í búðimii þar sem hann var eins og hrætt dýr, samanhnipraður með fenginn inná sér: sígarettupakkana, vindlana, sæl- gætið og smámyntina og þá fáu seðla, sem hann fann í sjoppunni. Lögreglumennirnir byrjuðu þegar að gera þýfið upptækt. Þeir hreinsuðu alla vasa og vöfðu því, sem þeir fundu, sem var ógrynni, inn í frakkann hans. Meira að segja fundu þeir í sokkunum hans síg- arettupakka og súkkulaði og alltaf var meira og meira dót að koma í ljós, og loks- ins voru þeir búnir að leita á honum. Það var kominn hópur í kringum staðinn; síð- búnir nátthrafnar, sem komu í leigubílumt og nú var þessum ólánsama manni stungið aftur í lögreglubílinn og haldið niður á „Stöðina“. Þetta hafði gerzt á stuttum tíma. Lög- reglan hafði verið fljót á staðinn og leyst verk sitt vel af hendi og beitt lagni allan timann. Klukkan sex kemur morgunvaktin og leysir hina af verði.

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.