Heimilispósturinn - 25.03.1961, Page 8

Heimilispósturinn - 25.03.1961, Page 8
 / <v '[ r ’58 árgerð með gull-bronz-base-lit að ofan, en hvitur að neðan, sem er afmælislitur (anniver- sary) Chevrolet-verksmiðjanna, en j)á var sér- staklega vandað til framleiðslu á Chevroletbílum. Eirikur sannaði fyrir mér, að þessi sex síl- indra Chevrolet væri ekki síðri en átta sílindra get-avvay-Forðari, sem New York-lögreglan notar. Það var ekki hægt annað en sannfærast, þegar ekið var Skúlagötuna á leið í mat um kvöldið. Aðallestrarefni Eiríks er músíktímaril — seni hann les spjaidanna á milli, einkum plötukrítik- ina. Hann les Xime inagazine, einkum þættina um alþjóðastjórnmál. Hann trúir á framtak ein- staklingsins og að mönnum sé gefinn kostur á að vinna sig upp í þjóðfélaginu með dugnaði. Framar öllu öðru er aðai-áhugamál lians verzl- un og innflutningur. Það var búið að loka á Laugavegi 11, þegar við komum þangað með ljósmyndarann til að mynda sjeffann. Við þurftum að bíða, en fengum kaffi á borðið samkvæmt sérstakri skipun frá æðsta ráði. Allt í einu er aðaldyrunum svipt upp, og inn kemur Eiríkur með rafmagnsrakvél- ina suðandi við kjálkabörðin á sér, léttur í hreyf' ingum eins og köttur. Hann veifar til okkar með þeirri hendinni, sem ekki hélt um rafmagnsvél- ina og segir: — Halló, strákar. Þið hafið fengið kaffi. Það var orðið rólegt á bamum. Ungu veitinga- stúlkurnar eru að búa sig til heimfarar. Donni var í sólskinsskapi. Hann hafði átt góð' an dag, að því er hann sagði. STEINGB.

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.