Heimilispósturinn - 25.03.1961, Síða 10
l/fíft ffff o/ bláeyu.
YFIR BÆNUM hvílir þung og
hráslagaleg þokan, eins og hún ger-
ist verst á Norður-ltalíu. Þrátt fyr-
ir ljóskastara og auglýsingaskilti,
getur maður naumast greint útlin-
ur dómkirkjunnar í þokumistrinu. En
umferðin iðar asilegar en í nokk-
urri borg annari í Evrópu. Þetta er
Piazza Duomo, umferðahnútur borg-
ar með tvœr milljónir íbúa. Hérna
eru stóru markaðimir, flottu hótelin,
dýrustu barirnir og glœsilegustu næt-
urklúbbarnir. En bara sárafá hverfi
í burtu erum við komnir í allt annað
umhverfi. Þar sem Via Rovello og
Via San Tomasso skerast, er lýsing-
in svo slæm, að maður sér naumast
þvei't yfir götuna.
Skammt í burtu standa nokkrir
rónar og hnipra sig saman undir
uppbrettum jakkakrögunum. Annar
geispar og lítur á úrið. Þetta er
bölvað kvöld, kalt og leiðinlegt, —
slæmt kvöld, slæmt útlit. Við og við
ekur lögreglubíll um göturnar, og
fólkið á gangstéttunum dregur sig
lengra inn í myrkrið.
Hægt og treglega mjakar það sér
innar, eins og það hafi svo sem ekk-
ert að óttast. Lögreglumennirnir
skima áhugalausir í kring um sig.
Þetta er bara þessi venjulega yfir-
ferð að nóttu. Lögreglan skiptir sér
ekki af neinu, nema „eitthvað sér-
stakt“ komi fyrir. Það verður áreið-
anlega hvergi hreinsað út í kvöld.
Þaö hefur raunar ekki gerzt lengi.
Lögreglan hefur um þýðingarmeiri
mál að hugsa.
Þarna var það, sem við hittum
hana — Ingrid frá Jönköping,
gleymda, sænska stúlku. Stúlku með
ömurlega og hroðalega fortíð, lif-
andi ömurlega daga, og enn ömur-
legri dagar framundan. Saga hennar
er dæmi þess, hvernig bláeygar vonir
geta leitt til hörmunga og ógæfu.
Það þarf ekki svo mikið til — trú-
girni og ofurbjartsýni, síðan sljó-
leika og viljaleysi, þegar fyrir alvöru
fer að halla undan fæti. Frásaga okk-
ar er ömurleg. Það er frásagan um
Ingrid. Það sama er vafalaust að
gerast með aðra unga stúlku, og
vafalaust endurtekur sagan sig.
Við hefðum aldrei fundið hana, ef
við hefðum ekki vitað upp á hár, hvar
við áttum að leita.
Barinn var lítill og þröngur og
sóðalegur. Ein trappa lá niður frá
gangstéttinni að dyrunum. Loftið
var mettað sigarettureyk og vínþef.
Óslétt steingólfið var stráð sagi til
að drekka í sig vínskvettur og rak-
ann í loftinu. Það var setið við öll
borð, sem stóðu þétt saman á gólf-
inu, og staðið meðfram öllu skenki-
borðinu með marmaraplötunni. Bak
við lága, slitna hlíf úti i horni sátu
fjögur og spiluðu — þrír karlmenn
og stúlka, og var stúlkan ljós yfir-
litum.
Hún hrökk við, þegar við ávörp-
uðum hana. Karlmennimir lögðu frá
sér spilin og litu á okkur, tortryggn-
haldið. Hvernig framtíðin verður, er
hins vegar ómögulegt að segja.
Ingrid kom til Italíu fyrir þremur
árum. Þetta var fyrsta utanför
hennar. Það var sumarleyfisdraum-
urinn um sól, dans og gleði, um ó-
dýrt vín og pálma meðfram óendan-
legri sandströnd.
Hún var einsömul, óþekkt sænsk
stúlka i miðjum srtóra ferðamanna-
straumnum. Hún var ekki vitund
skelkuð, enda þótt ættingjamir
heima hefðu hrist höfuðið yfir hugs-
unarleysinu. Hún fór þangað með
spariskildingana sína og einhverja
Hún elskaði Ítalann sinn og
trúði á hjónabandsloforð hans,
en hann fyrirleit hana, af þvi
að hún gaf sig honum „fyrir-
fram“ . . .
ir, bíðandi. Þegar hún talaði sænsk-
una, heyrðum við, að það hafði hún
ekki gert lengi. Jafnvel þótt orð
hennar og svipbrigði bæru kæruleys-
inu vott (Hvað viljiði mér? Hvernig
vitiði hva’é heiti? Skárrerða and-
skotans frekjan að getekki séðmann
i friði!) vakti hún samt samúð hjá
manni. Ef til vill stafaði það af ó-
sviknum Smálandahreimnum i rödd-
inni.
Hálftíma seinna sagði hún, að það
væri gaman að hitta Svía. Þá næst-
um stóðu tárin í augum hennar.
Spilamennskunni var lokið. Hún
hafði losað sig við „vemdarann"
sinn, og við fórum eftir að hafa
fengið okkur sjúss við barinn. Nú
sátum við á svokölluðum „heiðvirð-
um“ stað, einu finu veitingahúsanna
uppi við Piazza Duomo. Við röbbuð-
um saman i ró og næði og fengum
vitneskju um upphafið og fram-
nýja sumarkjóla í töskunni. Þetta
var dásamlegt sumarleyfi. Hún fór
til Rómar, Neapel, um allt og sá sig
um, baðaði, dansaði og skemmti sér.
Þá var það, sem hún hitti hann.
Itala, auðvitað, aðeins myndarlegri,
hugsunarsamari og tillitsfyllri en
hún átti að venjast. Þau áttu þrjá
daga saman, þrjá unaðslega daga.
Það var vor og sólskin og útlitið
ekki amalegt fyrir blómstrandi róm-
antík. Hann vildi, að hún yrði kyrr,
en Ingrid hvarf aftur heim til vinn-
unnar og sænska hversdagsleikans.
Hún ól á draum, hættulegum draum,
af því að hann var falskur. En
hvernig átti hún að gera sér það
ljóst? Enginn gat vitað það með
vissu. Hann gat svo sem verið ó-
svikinn. Hann hefði svosem getað
verið upphafið á nýju (og betra) lífi,
upphaf þeirrar miklu hamingju, sem
okkur dreymir svo mörg um.
Ingrid sleit ekki sambandinu viS
þennan sumarleyfisunnusta sinn,
og hann þá síður. Hún jók við
ítölskukunnáttu sina (hún hafði far-
ið á námskeið áður en hún fór i
sumarleyfið) og þau skrifuðust mik-
ið á. Viku eftir viku, mánuð eftir
mánuð lét hann eldheitum ástarbréf-
um rigna yfir hana. Hann lofaði
henni gulli og grænum skógum.
hjónabandi og eilífri ást. Henni
fannst valið erfitt. Heima var ekk-
ert, sem batt hana eða lokkaði. Hún
vann á skrifstofu, og það var þröngt
um fjölskylduna. Utanlandsförin og
þetta stutta ástarævintýri hafði vak-
ið eitthvað nýtt i brjósti hennar,
vonir, sem hana hafði ekki órað fýr'
ir. Auk þess var hún ástfangin og
rúmlega tvitug.
Þegar haustið kom og boðaði komu
kuldalegs og leiðinlegs veturs, ákvað
hún að hætta öllu fyrir þetta nýja
tækifæri....
Hún flaug til Italiu. 1 þetta skiptið
borgaði Luigi farmiðann. Þetta var
að haustlagi og fyrstu haustþokurn-
ar svifu yfir Milano. En Ingrid
fannst allt bjart. Luigi tók innilega
á móti henni og kom henni fyrir á
dýrindis hóteli, Hún fékk allt, sem
hugurinn girntist. Hann sagði, að
þetta væri aðeins timabundið ástand,
meðan hann væri að koma í kring
íbúð þeirra í skýjakljúf, sem væri 1
byggingu í borginni. Um helgar
fóru þau til Feneyja, Verona, Genúa
eða Flórens.
Ingrid datt aldrei í hug, að ekki
væri allt eins og það átti að vera.
Hún beið bara eftir því að þau giftu
sig og kæmu sér fyrir í nýja heim-
ilinu. Hún var hamingjusöm. Enginn
getur álasað henni fyrir að haga
sér eins og ástfanginn unglingur á
Norðurlöndum.
En þegar frá leið, varð æ lengra
á milli heimsókna Luigi, lengra miH’
skemmtiferðalaganna. „Skemmtan-
irnar“ urðu æ fábrotnari og frásagn-
irnar af nýja heimilinu óljósari.
Skyndilega greip efinn hana.
Þegar liðnir voru fjórir mánuðir,
sprakk blaðran. Þá var vetur í Míl-
anó, rétt fyrir jólin. Luigi var orð-
inn leiður á henni. Hún var orðin
þreytandi, ekki lengur blíð við hann,
— og auk þess hafði hann fengið
það, sem hann sóttist eftir. Og til
Sænskur blaðamaður segir frá stúlku í sorahverfi Milano.
hcimiuipúiturinn