Heimilispósturinn - 17.06.1961, Blaðsíða 15

Heimilispósturinn - 17.06.1961, Blaðsíða 15
Tumi og 011« Bolla Þagði, en hélt síðan alvarlegur áfram: — Nú hef ég sagt það, sem 6g ætlaði að segja. Við skulum því snúa okkur að málinu. Ungfrú Etnerson. Við viljum liafa tala af henni. Ef þú getur hjálpað okkur, v*ri þér ráðlegast að gera það. Eg hef sagt þér allt, sem ég veit. Allt, sem þú þykist vita? , Hvað á nú þetta að þýða? Ég minntist þess ekki að hafa séð nann svona alvarlegan áður. Mér var ekkert um það gefið. HHún er ekki aðeins hugsanalegur sjónarvottur, svaraði hann. Hun ]iggur líka. undir grun. Hún getur liafa skotið hann. Þelta hafði mér alls ekki dottið í hug, ég liafði álitið það úti- okað, og ég sagði Sam það. Ekki varð hann síður alvarlegur fvrir Það. Það lá þykk lagaskrudda á borðinu lians, og hann sló upp í henni °g las upphátt fyrir mig kafla um það, hvernig fari fyrir leyfi þeirra einkalögreglumanna, sem geri sig seka um að leyna lögregluna ein- hverju og baka henni erfiði. Hann skellti bókinni aftur og starði á mig. ' • • • varðar refsingu allt að fimm ára fangelsi ... fimm ára ‘angelsi ... fimm ára fangelsi ... Sam var vinur minn. Hann lagði ýmsilegt á sig mín vegna. En hann var líka ómútuþœgur lögreglumaður, og myndi aðeins sjá 1 gegnum fingur við mig fram að vissu marki. Ég var kominn þangað. Færi ég þumlungi lengra, myndi hann hella sér yfir mig. En ég sat eins og ,steinn og starði í augu lians. Loksins sagði hann: — Sheil, gerðu mér ekki of erfitt fyrir. Hefurðu eitthvað að segja mér? — Því miður, Sam. Vöðvarnir við kjálkana fóru allir á hreyfingu, og hann sagði ó- endanlega hægt: — Ég hef enga sönnun fyrir því, að þú vitir, hvar Elaine Emerson er niður komin, en ég skal finna hana, ef hún er fyrir hendi. Þess- vegna skaltu liafa hægt um þig, Sliell, þangað til þetta mál er úr heiminum. Mér er ekkert um það að þurfa að setja þig í steininn. Þannig lá landið, þegar við kvöddumst. Ég komst inn í skrifstofu Belden með þjófalykli. Ég fékk svo til enga vitneskju af blöðunum, sem ég fleti næsa klukkutímann. Endurskoðun er ekki mín sterka hlið. En ég komsi þó að raun um ýmislegt. Milli blaðanna voru alls konar flóknir samningar um kaup á land- svæðum. Belden hafði annazt kaup fyrir ýms fyrirtæki, — en hvergi nokkurs staðar rakst ég á nöfnin Goss og Silverman. Engu að síður hélt ég fast við þá hugmynd, sem ég hafði fengið, eftir að Sam hafði sagt mér, að Silverman væri einn aðalmaðurinn í Þjóðvega- nefndinni. (Framh. í næsta blaði) Eftir óhugnanlega neðanjarðarferð gróf vélin sig loks upp á yfirborðið. Umskiptin við að koma upp í ferska loftið voru svo snögg, að hún hóstaði og steinþagnaði. Tumi beið ekki boðanna, heldur stökk af ófreskjunni og klifraði upp. — Ég þarfnast hjálpar einhvers, sem skilur hve hættulegt það er, sem prófessorinn hyggst fyrir, hugsaði Tumi með sér. — Af borgarstjóranum er einskis að vænta og þess vegna er gagns- laust að fara til lögreglunnar. En hvert þá? Það er skiljanlegt að hann skyldi eins og ósjálfrátt hlaupa í áttina til Bollusteinshallar að finna Olla vin sinn. Sá síðar- nefndi var á vakki úti fyrir og fjasaði við sjálfan sig út af hálfmáluðum gluggapóstum. — Tja, livað skal gera? tautaði hann. Það þarf að mála. Það er svo sem greinilegt. En ég fæ engan til að hjálpa mér. Ég ætti eiginlega að gera það sjálfur, en það er bara langt fyrir neðan mína virðingu ... 1 sama bili þaut Tumi inn í garðinn másandi og blásandi og stundi: — Olli, ég veit hver býr til leirkarlana! Það er Hafur Hökutopps! Vinna þeirra var léleg — en betra er léleg vinna en engin vinna, ef þú skilur hvað ég meina! — Ef prófessorinn hefur fundið lausn á vinnukraftsskort- inum, þá hefur hann þar með unnið nytsamt verk, hélt Olli áfram, — ég skil ekki af hverju þú æsir þig svona upp, Tumi. — En við þekkjum hann Hafur Hökutopps lengur en síðan í gær! lirópaði Tumi. Það hefur aldrei verið hægt að treysta honum. Hann hefur ábvggilega eitthvað meira í huga en þessa leirkarla og þá illt eitt! — Þú lest of mikið af myndasögum, ungi vinur! sagði Olli virðulega og sýndi á sér fararsnið, — það gerir þig tauga- spenntan! En nú verð ég að fara á borgarstjóraskrifstofuna og þú getur ekið með ef þú vilt. — Hvað ætlarðu að gera þangað? spurði Tumi. — Sækja um byggingaleyfi. Mig hefur lengi langað til að bæts einni álmu við hinn reisulega Bollusteinskastala — fagra álmu með turnum og spírum og þess háttar. Það verður stórkostleg smíði, skal ég segja þér. — Það efast ég ekki um, svaraði Tumi. — En hvernig ætl- arðu að fá menn til að vinna þetta, þegar þú færð ekki einu sinni neinn til að mála gluggakarmana hjá þér? — Ég fæ leirkarla hjá prófessor Hökutopps, svaraði Olli. — Hvernig lízt þér á, Tumi? — Ég segi ekki orð meira í bráð, andvarpaði Tumi. — Ég bíð þess sem verða vill ... HEIMILISPÓSTURINN — 15

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.