Stormur


Stormur - 01.05.1937, Blaðsíða 1

Stormur - 01.05.1937, Blaðsíða 1
STORMU R XIII. árg. Reykjavík, laugardaginn 1. maí 1937 13. tölublað f\ lOOO-s-948 afmælisdegi Hriflu-Jónasar er þetta blað af Stormi gefið út og helgað minningu hans. Skilnaðarkv eðj a frá þjóðinni. Nú kueður þjóðin þig í dag og þakkar fyrir unnin störf, því alt þú vanst í hennar hag þín hugsun var svo djörf að rœgja saman lýð vors lands með lipri tungu hrœsnarans. Og rauðir fánar blakta um borg þeir benda skýrt á verkin þín á örbirgð fólksins, eymd og sorg en yfir þessa sólin skín hún gyllir alla órœkt lands og eins þess djöfla fans. í kvöld þá glitra gullbrydd ský og gleymist dagsins strit, fer. gömul lýgi, gerð sem ný í gegnum alt þitt rit. A morgun er hún út um bygð — og afkoman er trygð. Enn vorblœr dagsins vermir þig og vangann strýkur þinn, því náttúran er söm við sig hún sér ei mismuninn, því hún er grimm, og góð, en blind á glaprœði og synd. En allir dagar eiga kvöld, og eins er það með rógburðinn hann missir siðast mátt og völd ef að minkar nœringin. — Það breytti eflaust ýmsra hag vœri engin lýgi; — heilan dag. —

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.