Stormur - 01.05.1937, Blaðsíða 4
4
STORMUR
Kveldúlfsbardagi.
I.
Þings í höllu, heyríi, sá,
hljóí frá bjöllu rótum.
Salarpöllum uppi á,
ógn af köllum ljótum-
Hleypt var gný um bygí og bý,
braut þá skýja riður.
Þegar týgjast ófriÓ í,
illur þýjalýður.
HurÓir allar flugu frá,
fóru skallar gráir.
Gólfio hallar óÓu á,
ekki kallar smáir.
Heiftin svall um brún og brá,
buldi kalliÓ rómu.
Kveldúlf allir ældu á
eiturgalli tómu.
dEinn ótrauÓur fyrir fór,
flaggiíi rauÓa bar hann.
Auðnusnaúður, orkustór,
allur rauður var ann.
Öllum stundum fengsæll fjár,
fátt í mundir gefur
Reflagrundir þegar þrjár
þektar bundið hefur
Hildargóma hóf ’ann gný,
hvellum róm í máli.
Lygi tóma flutti frí
fram með ómastáli.
Rumur kendur rómu sá,
rykti stalli brúna.
Kveldúlf rendi öllu á,
eiturgalli núna.
Þrekinn hann og þróttar stór,
þá við hildi tafði;
manninn þann er særi sór,
sér að skildi hafði.
Heiftaræði áfram í
óð með bræði stranga.
Loks af mæði mátti því
mest til næðis ganga.
Margan klýju sótti sút,
samt þó frí við grandið.
Hafði býjað alveg út
eiturspýju landið.
II.
Töfra móti tryltum rekk,
tröllalýð ófínum;
hraustur fljótast gildur gekk
gumi fríður sýnum.
Hatar fláttskap mest sem má,
mjög vill sátt með prýði.
Ennið hátt og bjarta brá,
ber hann þrátt í stríði.
Skjöldungs Ijómi’ á brúnum brann,
beitti hljómi slingum.
Exi góma hafði hann
Hvass á rómu-þingum
Vá réð brestinn vekja því
vörnum frest ei getur.
Stiltur mest í styrjargný,
stenst þar flestum betur.
Jötnum bjó hann bana þá,
byltust þjó að sandi.
Sköfnung dró hann skeiðum frá,
skygðum hjó með brandi.
Vörnin ring ei var að sjá,
virtist stinga’ og berja.
Kveldúlf slinga kempan þá,
kunni’ á þingi verja.
III.
Þegar mæðist fjandafans,
flokkur æði rauður.
Tróð í skæðan darradans
drengur gæða-snauður.
Reiddi mæki, rauð var kinn,
reyndi flækjur dylja.
Vildi frækleik sýna sinn.
svik og klæki hylja.
Lék að festu mikinn mann,
mundi bestur glíma.
Kveldúlf lést í heiðri hann,
hafa flesta tíma.
É1 í vetur hafði háð,
heilasetrið marist.
Er því betur að var gáð,
ekki getur varist
Snauðan skók og hristi haus;
hans óklók er snerra.
Vasabókar var hann laus,
vitið tók að þverra.
Sú var nettust sagnagrein,
svo hann rétt nam falla.
Kommaprettum eyrun ein,
óveðsett að kalla.
Minkar harkið mesta þá,
mátti’ ei Iengur ríta.
Soramarkið eyrum á,
allir fengu líta.
IV.
Æstust háu hljóðin þá,
hel þó fáa gripi.
Agnarsmáu ekið sjá
að þeim knáu skipi.
Rylgjan rann í bátinn þar;
bera kann ei meira.
Tveggja manna talið far,
tók með sann ei fleira.
Fékk því valla fagurt orð,
farsæld alla tafði.
Af því fallið fyrir borð,
Fjörulalli hafði.
Maður þar í stafni stóð,
stjórn er bar á fleyi.
Lítill, snar og mælti’ af móð.
Miskunn var þar eigi
Beitti herkinn benjaljá,
bragnaserki tætti.
Þegar merkið sora sá,
sigurverkið hætti.
V- ,
Hróp og kall um herinn þaut,
hugur falla virtist.
Þegar Lalli’ að landi flaut,
ljótur skalli birtist.
Heiftin svall og heimskan flaut;
hræsni Lalli gripinn.
Þegar kalli’ úr kafi skaut,
kendu allir svipinn.
Rólginn voða hristi haus,
hrikti’ í stoðum öllum.
Kyngifroða’ úr kjafti gaus,
kom í boðaföllum.
Loks frá hildi hrekjast vann,
heltist mildikraftur.
Enginn vildi hýsa hann,
hverfa skyldi aftur.