Stormur


Stormur - 01.05.1938, Page 7

Stormur - 01.05.1938, Page 7
STORMUR 7 Hvítar kindur- vitnið vildi sagt hafa. Það er aðeins tilviljun, að vitnið tekur eftir þessu, og leiðréttir bókunina, eins og hún var upphaf- lega, en þannig orðuð hefði hún vottað, að Bjöm hefði far- ið glæpsamlega með þessar hattavörur, er hann hafði keypt“. Hér hefir lögreglustjórinn orðið aðkyngja beiskum bita, «r margur í hans sporum hefði fengið leiðinlega klýju af. Á bls. 37—42 (incl.) í ritinu er svokallað „yfirlit" er þar i frekum 20 liðum skýrt frá því í fyrra dálki hverrar bls. hvað skjöl málsins , er fyrir Hæstarétt komu segi um ýms •atriði í málinu gegn Bimi og Hansínu, en í síðari, hvað dóm- arar Hæstaréttar segja um hvað í skjölunum standi, m. ö. o., hvað standi í forsendum Hæstaréttardómsins. Er þetta ærið öndvert og má kalla hvað á móti öðru. Verða hér aðeins nefnd tvö atriði, er þannig hljóða orðrétt: Málskjölin segja: „4. að Hansína Inga hafi staðib við sínar skuldbinding- <ar (sbr. reikn. u/o ’30) “. Dómnrarnir segja, að í málsskjölunum standi það: „h. að Hansína Inga hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar‘. Málskjölin segja: „7. að Björn R. Stefánsson sé launaður bókhaldari verzl- unarinnar, og hafi unnið starfið (sbr. reikn. u/8 ’80)“. Dómararnir segja, að í málsskjölunum standi það: „7. að Björn Gíslason hafi átt að annast bókhaldið“. Fleiri þessara atriða verða ekki rakin hér, enda verður rúmsins vegna að fara fljótt yfirsögu.en ekki verður annað vægara um þetta sagt, en að vitnisburður þessi sé fremur leiðinlegur fyrir Hæstarétt og lítill vegsauki. „Guðjónsþáttur“ rits Kjerúlfs, er hefst á bls. 53, er eitt- hið einkennilegasta alls hins mikla efnis rits þessa, en hér •er ekki rúm til þess að skýra ítarlega frá honum. En benda skal ég ásamningsuppköst tvö, sem eru nr. 37 og 38 í skjölum málsins. Uppköst þessi, sem eru raunar fremur eitt en tvö, hljóða um væntanleg verslunarviðskifti Bjarnar og Guðjóns, en uppköstin hafa aldrei verið undirrituð, og því aldrei orðið samningar, og heldur aldrei komið til framkvæmda. Þó munu þessi plögg ásamt öðru, hafa verið notuð Bimi til dómsáfell- is,og má það heita afar furðulegt, svo ekki sé frekar mælt. Er nú aðeins ógetið þess, er flestum mun rækilegast þykja votta ófeilni lögreglustjórans, að því er rit Kjerúlfs skýrir frá, að hann hefir bætt orðinu „samþykkur“ á tvo víxla, er fram komu í málinu gegn Birni, og orðinu „Reykja- vík“ á annan þeirra. Að nokkur lögreglustjóri skuli leyfa sér slíkt, er miklu meir undrunarefni en nokkur maður megi vænta úr slíkri átt, enda er svo frá þessu sagt í riti Kjerúlfs, að „allur almenningur nefnir það umsvifalaust skjalafals“. (Sjá bls. 48—50 incl.). Og við þessum áburði og öllu öðru, sem á lögreglustjórann er borið í riti þessu, þegir hann og liggur undir, og væri það, auk margs annars, ærin ástæða til að ný rannsókn færi fram 1 máliþessu, er tæki rækilega til meðferðar alla framkomu Hermanns lögreglustjóra í mál- inu, en til hennar yrði að fá róttækan mann og röggsaman, og er ótrúlegt að hans sé ekki kostur. Verður hér nú staðar numið, og er þó margs óminst, sem frásagnar er vert í riti Kjerúlfs, enda hefi eg ritað þessar línur til þess einkum að benda öllum þeim, er sig láta nokkru skifta réttarfar landsins, á að lesa ritið og kynna sér vel; ætti sem flestir að eignast ritið, og láta það ekki úr ætt ganga, svo niðjar þeirra, er á lífi verða að svo sem þrjú hundruð árum liðnum, gefi á að líta hvemig réttarfari hér í höfuðstað landsins, hefir verið háttað á öndverðri 20. öld Er þess óskandi, að íslendingar verði þá svo þroskaðir orðn ir í réttargangi og öðru, að þessi réttarfarssaga megi verð: þeim gagnlegt víti til vamaðar. Ritað Gangdaginn eina 1938. Ámi Áraason (frá Höfðahólum). 1 nýútkominni Iðunni er skínandi fallegt kvæði eftir Jó- hannes skáld úr Kötlum: Hvítar kindur. — Úr því eru eftir- farandi erindi tekin: ★★★ Lagðprúðar ær með hrokkinn sveip í hnakka í halarófu þræða slóð til fjalla. Lausar við smalans rekistefnu og rakka, þær rása dátt. — Þær heyra vorið kalla. Þær stikla glaðar út í opinn daginn, og eins og vin þær sloka heiðablæinn. ★★★ Hmbylgju sterka vindur ber að vitum frá vetrarlaufsins safaríka kólfi. — Öræfahöllin ljómar öll í litum, — á leik þær bregða á hinu stóra gólfi. Um klaufir lykur gljúfur gamburmosi — nú ganga þær á heimsins mýksta flosi. ★★★ En bak við þúfu læðist loðin vera — hinn lymskufulli grimmi heiðarefur. Hans stýri bifast, skarpar hlustir hlera: Ö, heill og sæll, þú ljúfi sauðaþefur! Af vígamóði veíðihárin skjálfa, hann veit í færi hamingjuna sjálfa. ★★★ Loks gafst hún upp — í angist vamarvana á vald hins mikla kvalara sig gefur. I sundur flettist fylling mjúkra grana og fimur ránjaxl hold af beini skefur. Það er sem hljóðni vorsins vatnaniður, er villidýrið sauðarhausinn bryður. ★★★ I villu og svíma af stað hún loksins lötrar, en lítils megnar, nemur aftur staðar. Hún skygnist um. Hún skelfur öll og nötrar. Hún skjögrar áfram, legst í mýrajaðar og spyrnir fótum, krampakippi tekur, að kaldri þúfu blóðugt höfuð skekur. ★★★ ) Og þó er hennar ástkær ósk að rætast, — um æðar streymir dularfullur kraftur. í strengdum kroppnum kvöl og sæla mætast. 3vo kemur það! Hún stendur snöggt upp aftur. — Nú kann hún ekki framar hel að hræðast, því hún áþetta lamb, sem var að fæðast. ★★★ í veru þess hún skynjar alt það yndi, sem yfir fjöllin bregður ljóma á vorin frá neðstu drögum dals að efsta tindi. — Hve dýrðlegt er að vera loksins borin og standa hér við seið frá sólarami, hjá sínu litla mjallahvíta bami. ★★★ Fögur er jörðin. — Elskast von úr viti. .... Ilún veltur o’n á hrokkinkollin smáa. Fögur er jörðin. — Landsins dýpstu liti hún líður inn í — þetta græna og bláa. Fögur er jörðin. — Sauðamóðir sefur og soninn unga fast að brjósti vefur.

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.