Sendiboðinn - 19.04.1939, Qupperneq 3

Sendiboðinn - 19.04.1939, Qupperneq 3
VORSKÓLINN. Bráðum hefst vorskólinn, — skóli litlu barnanna. Þá eru 7, 8, 9 og 10 ára börnin ein í skólanum 4 kennslustundir (40 m.) á dag, frá 8.50—12. Þau eiga að lesa, skrifa, reikna og teikna og auk þess að fá að leika sér úti, þegar veður leyfir. Það er mjög nauð- synlegt, að litlu börnin sæki vorskólann vel og reglulega og komi strax og skólinn tekur til starfa. Með því standa þau öll jafnt að vígi, hægra að flokka þau í sem jafnasta hópa og betri árangur af kennsl- unni tryggður. Þeim börnum er í rauninni gert rangt til, sem ekki fá að koma strax í vorskól- ann, því að þau eiga erfiðara með að grípa inn í, og verða að leggja mikið að sér til að ná hinum, sem byrjuðu strax. Og foreldrar allir skyldu vera minnugir þess, að það er sameiginlegt álit fróðustu manna, enda stutt af rannsóknum og reynslu, að bezti tíminn til lestrarnáms er innan 10 ára aldurs — (5—9 ára eftir þroska). Hafa rannsóknir þessar leitt í ljós, að lesstöðin í heilanum er næmust á þessu árabili, en dofnar eftir það. Þessvegna á að Ieggja hina mestu áherzlu á, að sem allra flest börn verði allæs innan 10 ára aldurs. — Og það er víst, að vorskólinn vinnur mikið gagn einmitt í þessurn efn- um, og þau börn, sem ekki eru þegar orðin aliæs mega ekki vera án hans. — Eg vil ráðleggja öllum foreldrum, (og forráðamönnum), sem senda börn sín í vorskólann, að láta þau hafa með sér 1—2 brauðsneiðar. Vel getur verið, að mörg börn séu lystarlaus nývöknuð, og þá er oflangt fyrir þau að vera matarlaus frá 8.50—12. Sumir foreldrar gefa börnum sinum aura, til þess að þau geti keypt sér sælgæti (»gott«) fyrir þá. — Eg vil vinsamlegast mælast til þess, að þetta sé aldrei gert, þegar um skólabörn er að ræða. Enginn skóli leyfir skólabörnum sælgætisát innan skólans, enda mun flestum ljóst, að börn- um stafar engin hollusta, né heill að slíku. — En víða erlendis er það mjög algengt,

x

Sendiboðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.