Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 4

Sendiboðinn - 19.04.1939, Blaðsíða 4
2 SENDIBOÐINN SIG. B3ÖRGÓLFS: TEIKNIKENNSLA. Það er ekki langt síðan, að kennsla í teiknun var lögskipuð kennslugrein í ís- lenzkum barnaskólum. Margir þeirra, er við uppeldismál fengust fram til siðustu ára, hafa litið svo á, að teiknun barna væri gagnslaust og meinlaust föndur, er litla og jafnvel enga uppeldislega þýð- ingu hefði, og þeim tíma, er til þeirrar kennslu færi, væri vafalaust betur varið til aukinnar bóklegrar fræðslu. Nú er þessi skilningur á fánýti teiknikennslunn- ar að hverfa og nú er svo komið, að teiknunin er álitin ein þroskavænlegasta höfuðnámsgrein barnaskólanna. Það er ekki ýkjalangt síðan, að sá skilningur var algengur hjá foreldrum, og svo vitanlega börnunum sjálfum, sem venjulega eru sönn spegilmynd heimilanna, að teiknikennslan væri í rauninni þvingunarráðstöfun sérvit- urra kennara, til þess að sveigja huga barnsins frá hagnýtri fræðslu og gagnleg- um störfum. »Eg kæri mig ekki um að verið sé að tefja hann Geira minn frá öðru námi með þessu teikniföndri. Hann verður aldrei neinn listamaður«, sagði ein mektarfrú við mig einu sinni. Og þóvoru menn enn fráhverfari því, í þá daga, að stúlkubörn sæti við slíkan hégóma. Menn höfðu þá trú, og er jafnvel ekki ekki ör- grannt um, að hún sé enn ofarlega í hug- um sumra, að enginn geti lært teiknun nema eðli hans sé þrungið dæmalausri að börn hafa með sér að heiman matar- bita og borða hann undir umsjón kennara sinna. Eg hygg, að rétt sé að taka hér upp þennan sið, einmitt í vorskólanum, svo að það sé tryggt, að litlu börnin séu ekki svöng í skóla. F. Hj. listhneigð. Vitanlega getur teiknun orðið að yndislegri list, en hitt er þó almenn- ara, að nú sé litið á teiknun, sem eitt af nauðsynlegustu hjálparmeðulum til hvers- kyns andlegs og verklegs þroska. Enda er nú engin verkleg kunnátta lærð án þess, að nemandinn geti fyllilega skýrt hug- myndir sínar í teikningum. En auk þess, að teiknun er orðið eitt af frumskilyrðum hverskonar tæknináms, og teiknileikni frá námsárum barnaskól- anna sé þar besta veganestið, þá er góð teiknikennsla öllu öðru fremur öflugasta meðalið til að skerpa athyglina, opna aug- að og vekja tilfinninguna fyrir lögun hlut- anna, litbrigðum, stærðarhlutföllum og sambandi þeirra við umhverfið. Öll börn geta náð nokkurri leikni í teiknun, engu síður en t. d. í skrift, sem vitanlega er ekkert annað en ein grein teiknunar. Það er að vísu ekki hægt að heimta það, að öll börn teikni jafnvel, frekar en að þau nái öll sömu rithöndinni. En teiknunin gefur börnunum miklu víð- ara verksvið. Eitt barnið getur t. d. teikn- að ágætavel hest eða fugl, annað hefir haga hönd á landslagsmyndir, þótt lifandi dýr verði hjá því afskræmi. En með ör- yggi, vaxandi þroska og gleggri skilningi, vex leiknin og fjölhæfnin. Það má heita því nær einsdæmí, ef barni Ieiðist að teikna, þ.e. a. s. ef það fær viðfangsefni að glíma við, sem því er ekki um megn og það hefir nokkurn áhuga fyrir. Það er því ekki heppileg byrjun til góðs árangurs, að skipa öllum börnum í fjölsetnum bekk að teikna sama hlutinn. Að vísu er það ágætt fyrir kennarann og fyrirhafnarminna í upphafi. En það kemur fljótt í Ijós, að sumum börnunum dauð-

x

Sendiboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.