Sendiboðinn - 19.04.1939, Page 5

Sendiboðinn - 19.04.1939, Page 5
SENDIBOÐINN 3 leiðist viðfangsefnið, þótt önnur hafi áhuga fyrir þvi. Árangurinn verður þá líka eftir því. Þeiin, sem yndi höfðu af viðfangs- efninu farnast vel, og myndir þeirra verða • góðar«, hinum farnast báglega, þau fá leiða á námsgreininni og myndirnar verða »ómyndir«. Hin aðferðin hefir mér hins- vegar reynzt bezt, að láta hvert barn fá, að því er unnt er, það viðfangsefni, er því fellur bezt og hefir mestan áhuga fyrir. Það er að sjálfsögðu mun erfiðara og krefur skjótari viðvika og meiri athygli frá kennarans hálfu, að leiðbeina um með- ferð fjölda verkefna í sömu kennslustund- inni, því að börnin eru ótrúlega glögg á það, hvort kennarinn er viss í tilsögninni eða ekki, t. d. um litaval, hlutföll myndarinnar og réttar Iínur. Eg hefi haft þá aðferð, öll þau ár, er eg hefi leiðbeint börnum í teiknun, að láta þau, að því er við varð komið, fá viðfangsefni eftir löngun þeirra. Komi það í Ijós, að barnið ráði ekki við verkefnið, er það fúst að játa vanmátt sinn og skipta um. Það segir sig sjálft, að börn innan fermingaraldurs geta tæp- lega náð mikilli leikni í utsýnisteiknun, en þó eru þar á margar undantekningar. Og allmörg börn í þessum skóla hafa, bæði með tilsögn og tilsagnarlaust, náð ótrúlega góðum árangri í því að teikna eftir aug- anu útsýnismyndir. Og það er, og á að vera takmarkið, að barnið geti sem mest bjargað sér á eigin spýtur, í því að teikna eftir hlutum og sjálfri náttúrunni. Og vissu- lega hafa margir unglingar hér í þessum bæ sýnt lofsverða viðleitni í þessa átt, og margir átt við þær tilraunir óglevmanlegar yndisstundir. Mér hefir oft dottið það í hug, að skólarnir ættu að kaupa af börn- unum, fyrir dálitla þóknun, úrvalsmyndir þeirra, og koma sér þannig upp safni góðra fyrirmynda. Það yrði börnunum beztu verðlaunin fyrir dugnað sinn og áhuga. Og svo ætti einnig að vera um fleiri vinnu barnanna. Með því myndaðist smátt og smátt fróðlegt safn um framför og þroska skólanna á þessu sviði, Það er nú í ráði að haldin verði í vor allsherjar sýning í Reykjavík á handavinnu og teikningum skólanna, hvaðanæfa af landinu. Kemur þar fram úrval þess, er bezt hefir unnið verið I skólum landsins síðustu árin. Eg vildi því mælast til þess, fyrir hönd Barnaskólans hér, að gamlir nemendur skólans vildu láta honum í té slíka sýn- ingarmuni. Að sjálfsögðu verður full ábyrgð tekin á mununum og þeim skilað að lok- ‘nni sýningunni. Að endingu þetta: Einn af hámenntuðustu íslendingum, og framsýnustu um öll menntamál þjóðarinn- ar sagði fyrir 35 árum: »Þegar íslenzkir smalar, er sitja yfir fé á sumrum, hafa með sér frumdráttabók og blýant, og teikna blómin á grundinni, þar sem þeir hvíla sig, hestinn í haganum, fjöllin og fossana og annað það, sem fyrir augað ber, þá eru uppeldismál vor komin á rétta leíð ... Þá opnast augu ungl- ingsins fyrir náttúrunni og orð Jónasar endurhljóma í hjarta hans: Tign býr á tindum, en traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl. Og þá elskar hann ísland«. Sig. Björgölfs. Foreldrar! Hvetjið börnykkar til að búa sig sem bezt undir vorprófið, sem nú hefst bráðum. Alltaf er eitthvað af óskilamunum I skól- anum (húfur o. fl.), sem engin börn þekkja. Foreldrar ættu að athuga þetta við tækifæri.

x

Sendiboðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.