Sendiboðinn - 19.04.1939, Side 9

Sendiboðinn - 19.04.1939, Side 9
SENDIBOÐINN 7 Kennsla hverrar námsgreinar er aðsjálf- sögðu mjög bundin við og háð þeirri kennslubók, sem notuð er, og eigi á þetta hvað sízt við um reikninginn, þar eð allt heimanám barnsins byggist á reiknings- bókinni. í bók þessarri er of lítið af dæm- um, sem byggjast á daglegu lífi og skilj- anlegum hugtökum barnsins. Dæmi, sem byggjast á tölunum eingöngu, þroska harla lítið, enda þótt þau kenni ná- kvæmni í meðferð talnanna. Ef eigi tekst þegar í öndverðu að koma barninu í skilning um gildi talnanna með ljósum einföldum dæmum úr daglegu lífi þess, er vonlítið um árangur, er fram í sækir. Og einmitt af því, að reikningurinn er rökföstust allra námsgreina, er það höfuð- skilyrði til góðs árangurs, að skilja svo eigi við nokkurt dæmi, að lausn þess sé eigi byggð á fullum skilningi. Fyrstu þrjá veturna, sem barnið er í skóla, er ætlazt til að það Iæri til fulln- ustu að fara með »einskonar tölur«. Sem dæmi má nefna, að i námsskrá fræðslumálastjórnarinnar er þess eigi kraf- izt, að 7 ára börn fáist við aðrar tölur en frá 1—20. Þegar barnið er 10 ára, er til þess ætlazt, að það hafi náð fullkominni leikni í því að leggja saman, draga frá, margfalda og deila, og þurfi eigi að taka til neinna hjálparráða, svo sem að telja á fingrum sér eða nota strik til aðstoðar við úr- lausn hæfilegra dæma. Einnig ættu börn þá að vera orðin leikin í því að reikna létt viðfangsefni í huganum. Til þess að svo megi verða, er nauð- synlégt,, að heimilin hafi það hugfast að nota hin mýmörgu tækifæri daglegs lifs til þess að jijálfa reikningshæfileika barns- ins, t. d. er börn eru send í búðir til að kaupa eitthvað, að temja þeim þá um Ieið meðferð skiptimyntar. Barninu er það æfinlega óblandin gleði, ef því tekst vel að leysa slík viðfangsefni, og ætti það að vera hvatning fyrir for- ráðamenn þeirra og foreldra að lyfta þar undir og örfa viljann og skilninginn. Þegar barnið hefur fjórða námsár sitt í skólanum, hefst fyrst hið margbrotna reikn- ingsnám, meðferð nefndra talna, almenn brot og tugabrot o. s. frv. og þá kemur fyrst í ljós fyrir alvöru, hvernig tekizthefir undirbúningurinn á fyrstu árunum. Kennarinn undirbýr börnin sem vand- legast áður en hann setur þeim fyrir heimaverkefni, og á þeim veltur mikið, að sá undirbúningur takist vel. Það má ekki hlaupa þar hart yfir og ekki skiljast við, fyr en börnin hafa náð fullum skiln- ingi og leikni í notkun hverrar aðferðar. Er svo börnunum sett fyrir verkefni til úr- lausnar heima, sem ætla má að þau ráði við. Um starfið heima er það að segja, að þar veltur á miklu að börnin leysi verkefn- in sjálf af hendi, og ef þau þarfnast hjálp- ar verður að veita hana með þeirri varúð, að barnið eigi aðalþáttinn í úrlausninni. Hitt er vítavert, að koma börnunum upp á það, að fyrir þau séu unnin verkefnin. Það elur upp í barninu trassaskap og kæruleysi um námið, ekki einungis í þeirri einu grein, heldur og í öllum. Annars er það heimanámið, sem allur skólaþroskinn byggist á að miklu leyti, og því mjög mikils um vert, að heimilin geri það sem hægt er til að börnin fái næði og verði fyrir sem minnstum töfum meðan þau sinna lestri og námsæfingum, og frá þeim sé bægt sem mest öllum ut- anaðkomandi truflunum. Það skiptir miklu, að námið fari fram á vissum, ákveðnum tíma heima alveg eins og í skólanum. Eg álít, að aldrei verði nógsamlega brýnt fyrir börnunum að flýta sér ekki um of við úrlausnirverkefna, því að enda þótt flýt- irinn sé fyrir miklu, þá er nákvæmnin enn meira virði og skiptir meira máli um af-

x

Sendiboðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.