Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 30.11.1935, Page 7
-7-
lcgum. Öryggi verksfólksins er hreppsféleg-
ið, og Þeg?r til Þess Þarf að taka, er Þa
allt í lagi? Ekki á Akranesi, Því hefi ég
lýst hér að framan, en jafnframt vil ég
benda I að umræður um Þetta mál verða að
hefjast, Það verður að vera til annarsstað-
ar en í lögum eða á pappírnum, að hreppsfé-
lagið er lokaÞátturinn í Því að framfæra
fólkið á atvinnuleysistímum.
Pyrir yfirstandandi AlÞingi .liggja nú
frumvörp um alÞýðutryggingar og fleira til
hagsbóta alÞýðunnar. EnnÞa er ekki séð hvem
enda Þau fá, og síðan AlÞýðuflokkurinn fór
að berjest fyrir framgangi Þeirra, hefur af
mörgum framsýnum mönnum verið bent á, að
etvinnuleysis-tryggingamar væru mesta f jar-
stæðan í Þessu trygginga-brölti Þeirra al-
Þýðuflokksmanna. En Það er vel ferið ef Al-
Þingi er nú Þannig skipað, að íhaldsöflin
lúti í lægra haldi. Ekki er Þess að vænta,
að Þær tryggingar geti að öllu komið í stað
Þeirrar skyldu, sem á hreppa- og bæjarfé-
lögum hvílir; um að vera síðasta öryggi
verkalýðsins á atvinnuleysistxmum. Það er
Því áframhaldandi réttmætt að hefja umræ,ð-
ur um Þetta mál og að knýja fram nýjar til-
lögur um fjáröflun, tillögur um skipun at-
vinnumálanna Þannig, að hreppsféleginu sé
fjárhagslega unnt að standa undir löglegum
skyldum sínum og að atvinnutækjunum sé beint
Þangað, sem hagsmunum heildarinnar sé best
borgið.
Svbj. Oddsson.
S K R I F S T 0 F A N.
Verklýðsfélag iikraness hefir nú eftir 11
ára starfsemi sett á stofn skrifstofu, sem
á að hafa félagsmálin með höndum, Þau fé-
legsmál, sem að einu eða öðru leyti Þarf að
leysa með ráðstöfunum, sem hver einstakling-
ur á erfitt með, eru miklu fleiri en menn
gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Það
má Því hiklaust telja Það til stórra félags-
legra framfara að Þetta hefir verið gert.
Flest hin stærri félög hafa komið á fót hjá
sér skrifstofu, og er reynsla Þeirra sú að
með Því hafi félagsskapurinn öðlast lífrrn-
an miðpunkt, sem starfsemin hefir eftir Það
snúist um. Meðlimirnir hafa fljótlega lært
að meta Það að verðleikum, að geta farið á
skrifstofuna, borið Þar fram vandamál sín
og falið skrifstofunni Þau til lausnar. Enn-
fremur hafa skrifstofurnar orðið vinsælar
hjá atvinnurekendum, eftir Því sem nokkuð
af starfsemi verkalýðsins í félags- eða sam-
takamálunum, getur orðið vinsælt. Atvinnu-
rekendur hafa talið sér Það til Þæginda, að
geta átt við einn og ákveðinn aðilja, sem
líklegur er til að koma beint ti.1 móts við
Þá, og alltaf ákveðinn. ífestir atvinnurek-
endur munu treysta Því, hvort sem er, að
fólkið hræðist Þá. Reynslan er nú fullkom-
lega búin að sanna, að nú orðið er verkalýð-
urinn flestallur innan sinna samtaka. Fyrir
nokkrum árum Þorðu menn og konur ekki að
kannast við að Þeir væru í verklýðsfélagi. -
En nú telja fáir sér Það fært að stanaa ut-
an við verklýðsfélagið, Þeim Þykir sér Það
ekki samboðið, að njóta Þeirra hagsmuna, sem
samtökin hafa knúið fram, en teljast ekki
með í samtökunum. Almenn menning er líka
búin að innleiða Þann Þroska í líf alÞýðunn-
ar, að hún finnur nú og skilur, að án sam-
taka getur hún ekki verið frekar en hverra
annara lífsnauðsynja, Því að samtökin eru
að svo miklu leyti skapari Þeirra.
Verklýðsfélag Akraness býcur meðlimum sín-
um að nota skrifstofuna. Kenni hefir verið
falið að gera allt, sem í hennar valdi stendur
til aðstoðar meðlimunum. Að hjálps Þeim til
að innheimta verkalaun, sjá um að samningar
séu haldnir, o. s. frv.
Skrifstofan hefir tryggt sér aðstoð mála-
færslumanns, ef á Þorf að halda.
LAUSAVÍSUR.
Enn hafa margir gaman af að gera lausa-
vísur og heyra lausavísur. Verða nokkrar
vísur birtar hér á eftir, allar nýlegar. -
Væri gott ef sem flestir lesendur Arroðans
vildu senda honum smellnar og vel kveðnar
vísur til birtingar.
H A ,U S T V í S A.
Vetrarklæði vefja gruiid,
vindar næða um skógarlund