Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 7
ára. Landlæknir er hinn þriðji. Hann er formaður dómsins. Þá
kýs hver málspartur einn lækni úr flokki þeirra, er hafa undir-
skrifað reglur þessar.
Læknafélag Reykjavíkur og læknadeild Háskólans kjósa tvo
varamenn í gerðardóm til tveggja ára. Þeir taka sæti i dómn-
um, ef dómara er rutt eða hann er forfallaður.
Allar kærur og erindi til gerðardóms sendist formanni.
Fari annarhvor málspartur fram á það, hefir hann rétt til
að ryðja einum hinna föstu dómenda úr dómnum, Tekur þá
sá varamaður sæti i hans stað, er dómurinn kveður til þess.
Nú er landlækni rutt, og' er þá sá dómsforseti, er læknadeild
Háskólans hefir kosið.
Gergardómur hefir rétt til þess að stefna háðum málspörtum
fyrir sig. Þeir geta og krafist þess, að það sé gert. Ferðir sín-
ar lrosta þeir sjálfir, svo og þeirra dómenda, sem þeir hafa
kosið, ef þeir búa utan Reykjavíkur.
Gerðardómur hefir rétt til að vísa þeim málum frá sér, sem
hann telur að leggja skuli fyrir dómstóla. Hann skal hafa lagt
dóm á hvert mál, er hann tekur til meðferðar, innan misseris
frá þvi málspartar höfðu kosið dómendur.
Nú kýs annar málspartur engan í dóm og skulu þá hinir
dómendurnir tilnefna dómara fyrir hans hönd.
Allir, sem ritað hafa undir reglur þessar skulu skyldir að
hlýta úrskurði gerðardóms.
11. gr. Þeir læknar, sem i nokkru verulegu brjóta reglur þess-
ar, fara á mis við þau hlunnindi, sem talin eru i 7. og 8. gr.
Læknafélag íslands.
Svo fámenn og aflvana var íslenzka læknastéttin á síðastlið-
inni öld, að heita mátti að enginn félagsskapur þrifist meðal
lækna. Aftur höfðu gömlu læknarnir það til síns ágætis, að oft-
ast var bezta samkomulag milli nágrannalækna, og dyggilega
unnu þeir störf sín, þó lítið kæmi i aðra hönd.
Rétt fyrir aldamótin (1899) rumska læknarnir og stofna til
almenns læknafundar i Reykjavik. Mættu þar ekki allfáir lækn-
ar og voru fjörugar umræður um ýms mál. Eitt þeirra var
stofnun islenzks læknafélags, og var nefnd ltosin til þess að
undirbúa það mál. Þetta fór þó i handaskolum, og eina málið,
sem komst í framkvæmd, var stofnun „Eirar“, alþýðlegs tíma-
rits fyrir heilbrigðismál. Kom það út í 2 ár, en borgaði sig
ekki og veslaðist upp.