Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 8
Enn var sofið í áratug.
Þá var Læknafélag Reykjavíkur stofnað (1909). Þótti sumum
lítil ástæða til þess meðal svo fárra lækna, sem hittust daglega.
Reynslan hefir sýnt, að félagið lifir enn og blómgast. Það gekst
svo fyrir stofnun Læknablaðsins (1915), en í fyrsta blaði þess
var grein um stofnun Læknafélags íslands, sem næði til allra
lækna. Vann svo Lf. Rvíkur að öllum undirbúningi næstu ár.
1918 (14. jan.) var Læknafélag íslands stofnað með 34 félög-
um, en fljótt bættust fleiri við. Það er því 12 ára gamalt og
aldurinn ekki hár. Þó hefir það ýmislegt þarflegt unnið þessi
árin og er þetta hið helzta:
I. Stéttarmál.
a) Dýrtíðaruppbót. Árið 1918 var dýrtíð mikil, en iaun
og taxti lækna óbreytt frá því, sem áður var. Félagsstjórnin
fór fram á nokkra taxtahækkun við Alþingi. Því var telcið fjarri
og ókurteisleg'a. Krafðist þá félagsstjórnin umboðs frá lækn-
um til þess að segja embættum lausum og gat útvegað þeim
betri kjör í Noregi. Enginn skarst úr leik. Varð þetta
til þess að þingið veitti 60% uppbót á aukatekjum lækna, og
fengu þeir með þessum hætti meira fé en upprunalega var
farið fram á.
b) Launahækkun. Á læknafundi 1919 voru gerðar til-
lögur um ríflega hækkun á launum lækna, að þau færu hækk-
andi, og að lökustu héruðin skyldu bezt launuð. Þingið féllst
á þessar tillögur með launalögunum 1919.
c) Borgun fyrir skólaskoðanir. Þegar skólaeftir-
litið hófst (1916), taldi landsstjórnin það embættisverk, sem eng-
in sérstök borgun kæmi fyrir önnur en ferðakostnaður, — eftir
gjaldskrá héraðsl. Eftir langt þjark um málið, félst stjórnin
á að greiða 1 kr. fyrir hvert barn. Eiga læknar félaginu bein-
línis að þakka þessi málalok.
d) Læknabústaðir. Árið 1919 var því máli hreyft, að
fyrirmyndaruppdrættir væru gerðir af læknissetrum og sjúkra-
skýlum. 1922 voru uppdrættirnir birtir í Lbl. Nú eru alls 10
læknasetur, sem héruðin eiga, flest nýleg, og fer fjölgandi.
e) Heilbrigðisskýrslur. Hvað eftir annað ýtti félag-
ið undir það, að heilbrigðisskýrslur yrðu gefnar út, en þær höfðu
legið í salti frá 1911. Leiddi þetta til þess, að skýrslurnar kom-
ust út frá 1911—1928, og er það ekki einskisvert fyrir alla, sem
hugsa um heilbrigðismál.
f) Kandidatastöður á íslenzkum spítölum fengust 1928
fyrir milligöngu félagsstjórnarinnar.
g) Þó litið hafi orðið úr því, að félagið kæmi upp umbúða-