Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1931, Side 21
21
Heilbrigðislögg j öf.
Æskilegt hefði verið, að i árbókinni væri yfirlit yfir þau at-
riði ísl. heilbrigðislöggjafar, sem læknum er nauðsynlegast að
þekkja, en þess hefir tímans vegna enginn kostur verið að þessu
sinni. Einnig stendur þetta svo af sér, að til er pési um þetta
efni: „íslensk heilbrigðislöggjöf. Helstu lagaboð og fyrirmæli“,
sem próf. G. H. gaf iit 1920 og stendur víst til, að framhald af
heilbrigðislöggjöf á árunum 1920—30 verði gefið út á næstunni.
En framvegis ætti árbókin að geta flutt á ári hverju allar nýj-
ungar jafnótt og þær gerast.
Ýmsar stofnanir.
Elliheimilið „Grund“, Reykjavík.
Elliheimilið getur tekið á móti um 150 gamalmennum. Allir
geta fengið þar vist, hvaðan sem er af landinu, og er meðgjöfin
80—90 kr. á mánuði, ef tveir eru saman í herbergi. Ef óskað
er að vera einn í herbergi eða hafa fleiri en eitt herbergi, þá
er leigan 115—140 kr. eða meir, á mánuði, eftir því hvað her-
bergið er stórt eða fleiri en eitt. í þessu gjaldi er allt innifalið:
Húsnæði, ljós, hiti, fæði, þjónusta og einnig læknishjálp, en ekki
lyf eða umbúðir.
Hafi gamalmennið ekki fótavist, þá hefir elliheimilið 4 sjúkra-
stofur fyrir 4—5 rúmföst gamalmenni, og margar tveggja manna
stofur. Er mánaðarmeðlag i þeim stofum 100 kr., eða 3 kr. 33
aurar á dag fyrir hvern sjúkling.
Þurfi sjúklingurinn að vera einn í herbergi, er mánaðarmeð-
gjöfin 115 kr. til 140 kr., eftir stærð herbergisins. En þurfi sér-
stök vökukona að vera hjá honum einum, verður að greiða sér-
staka borgun fyrir það, er ráðsmaður ákveður.
Umsóknum um dvöl á heimilinu á að fylgja full ábyrgð á öll-
um dvalarkostnaði og heilsufarsvottorð frá einhverjum lækni,
sem er vel kunnugur umsækjanda. Lætur ráðsmaður heimilis-
ins i té eyðublöð bæði fyrir umsóknir og vottorðin, og eru þau
honum send aftur, þegar búið er að útfylla þau, og síðan lögð
undir úrskurð stjórnarnefndar, er hefir fund a. m. k. hvert föstu-
dagskvöld.
Gamalmenni á framfæri Reylcjavíkur fá læknishjálp hjá sömu
læknum og aðrir þurfamenn bæjarins. En Sveinn iæknir Gunnars-
son vitjar annara vistmanna á kostnað heimilisins. Óski vist-
Á