Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 38

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 38
108 HELGAFELL upp hreim, sem átti að minna á Suðurríkja- konu að tala við negra. Pasquale hló, eins og hún væri mjög fyndin. Það varð að samkomulagi að fara ekki lengra en á næstu krá. Þetta var dálítil kjall- arahoia með nokkrum básum við vegginn öðru megin, en bar á móti. Þau settust utar- lega og barmaðurinn kom samstundis, því að hér var enginn inni, nema gráhærð kona við enda barsins með silfurref um herðar sér. Þau vildu öll viský. „Og setjið flöskuna á borðið,“ sagði Helen, og hvorugur maðurinn hreyfði mótmælum. Pasquale sagði: „Móðir mín sagði alltaf, að það væri einhver fallegasta sjón, sem hún þekkti, að sjá karlmenn sitja við borð með stóra viskýflösku á milli sín. En hún var gamaldags og þekkti ekki þá sjón, sem er miklu fegurri, þegar falleg stúlka situr hjá þeim.“ „Móðir mín,“ sagði Helen, „geymdi alltaf terpentínu á viskýflösku og hellti á borðið fyrir framan föður minn, þegar hann kom seint heim á kvöldin til að sýna honum, hvernig dropinn myndi fara með magann í honum.“ „Eg gæti nærri trúað þessu,“ sagði John Powell, „það myndi skýra ýmislegt.“ „Við gctum alltaf talað um það,“ sagði Helen, „en nú langar mig til að tala við Pasquale. Þér eruð 1 jótasti maður, sem ég hefi séð, herra Pasquale, en mér líkar vel við yður.“ Pasquale hló og skenkti aftur í glösin. „Hvað viljið þér tala um, fröken Helen?“ spurði hann. „Viljið þér gjöra svo vel,“ sagði Helen, „og hætta að ávarpa mig eins og ánauðugur negx-i piparmey að sunnan. Þér megið kalla mig Helen“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Pas- quale. „Þér eruð ekki negri,“ sagði Helen. „Eg lield næri'i því, að þér látist vera það til að gera grín að einfeldningnum þarna og kunn- ingjurn lians, svo að þeir geti látizt vera óskaplega frjálslyndir og forframaðir með því að líta upp til yðar.“ „Eg er ekki það, sem ég er,“ sagði Pasquale. „Og vitnar í Shakespeare,“ sagði Helen með fyrirlitningu. „Hver sagði þetta, John Powell? Ekki að svara, ég veit það. Jago. Ég veit ýmislegt um yður, herra Fischetti.“ „Já,“ sagði Fischetti, og gerði sér upp ítalskxin framburð. „Þér hringduð í húseig- andann okkar, görnlu Mrs. Prothero, til að spyrjast fyrir um mig í gær. Hversvegna? Ég get varla leyft mér að vona . . .“ „Helen,“ sagði John Powell og leit á þau til skiptis, en Helen sagði: „Það er satt. Ég er orðin svo leið á að heyra sí og æ um þennan dularfulla Pasquale eða Fischetti eða A1 Capone eða hvað þér áttuð að heita, að ég ákvað að fórna yður á altari sannleikans. Þér voruð garðyrkjumaðurinn liennar og lentuð í einhverju klandri, svo að hún sendi yður hingað undir fölsku nafni. Ser- ambini er djákni í kirkjunni hennar einhvers staðar yfir í Columbia Heights, er ekki svo?“ bætti hún við með sigurhreim í röddinni. „Jú,“ sagði Fischetti, „en eruð þér nú viss um, að hún hafi sagt yður rétt frá öllu.“ „Nei,“ sagði Helen, „en ég er ekki hætt við yður. Hvers konar klandur var þetta? Þjófnaður?“ „Kvennamál,“ sagði Fischetti. „Aha,“ sagði Helen. Hinn ískyggilegi, spraki hreimur, sem John Powell óttaðist, var horf- inn úr rödxl hennar í bili. „Segið þér mér, er Mrs. Prothero eineygð?“ „Nei,“ sagði Fischetti. „Kötturinn hennar er eineygður.“ „Grunaði mig, að það gæti ekki einu sinni verið rétt.“ Hún liorfði á John Powell og munnvik hennar fóru að skjálfa ofurlítið: „Mér líður betur,“ sagði hún, „mér líður miklu betur.“ Hann sagði: „Þú ert að verða full.“ „Já,“ sagði hún, „og það er þjóðfélags- legt fyrirbæri.“ En Fischetti hló og greip um handlegg John Powells. Vera má, að tak Fisehettis liafi verið eitt- hvað harðneskjulegt, en hitt er eins vist, að það liafi verið hreyfingin ein, á óheppilegu andartaki, scm kom John Powell úr jafn- vægi. Ha nn greip glas sitt hinni hendinni og hallaði því útaf alveg niðri við borðið eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.