Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 50

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 50
120 HELGAFELL og liðu svo nokkrir dagar. Þá þoldi Jónas ekki þögnina og gerði kvæði til Gísla, og er þetta upphaf að: „Ég á bágt, mér er ami allt um kring, innra lágt einhver hulin til- finning.“ Meira hefi ég ekki heyrt. Nú skal ég komast að því, hvort séra isleifur veit nokkuð um þctta eða ekki. Vera má og, að séra Jón í Kálfholti Brynjúlfsson, sem er skáldmæltur og var lengur samtíða Jónasi í skóla en ég, viti og kunni eitthvað frá Jón- asi að segja, og skal ég skrifa honum. Þér sjáið nú að þessu, minn elskulegi, að ég hefi viljann, þó getuna vanti, til þess að vcrða við áskorun ykkar. Ég álít það skyldu, helga skyldu okkar, sem sáum Jónas og heyrðum, að segja frá því sem vitum um hann; ef að við þcgjum og svöruni engu, þá hverfur margt í moldina með okkur, sem glatt getur eftirkomendurna, að vita um þetta góða skáld. Eitthvað orti Jónas á dönsku, t.d. eftir Maack sál. hér í Rvík, og máske fleiri. Vera má og að Steenstrup viti eitthvað um hann og hans ljóðmæli. Annaðhvort orti Jón- as til Salom. Dreiers, grasafræðings, eða eftir hann, ef Dreier dó á undan, sem ég nú ekki man. Það eru þessir þrír hjá ykkur í Höfn, sem sáu Jónas og heyrðu: Konráð, Oddgeir, Stecnstrup. Ilér eru það Grímur Thomsen og séra Sigurður á Útskálum, scm hljóta eitthvað að geta frætt ykkur. En að þeim vil ég hvor- ugum leggja. Þcir kunna að verða við bón ykkar, ef leitað er eftir. Séra Sigurður dimit- teraðist sama ár sem Jónas, og er minnugur vel og fyrir fróðleik gefinn. í Eyjafirði þekkið þér nú manna bezt, hverjir þar mundu vita eitthvað. Þá dettur mér einn í hug, sem má til að vita eitthvað um Jónas, það er Pétur biskup. Ef Konráð eða Oddgeir beiddu hann, fengist máske eitthvað, en smámennin þurfa varla að reyna það. Ég má nú ekki meira. Lifið heilir og vel. yðar Páll Melsted. Reykjavík 30. nóvember 1882. Minn góði vin. Ég þakka yður fyrir þetta síðasta bréf skrifað á afmælisdaginn minn (13. nóv.) og var ég þá 70 ára, en rétt 100 ár síðan Esaias Tegner fæddist. Ég, sem hef fátt mér til ágæt- is, tel mér það til gildis að eiga afmælis- dag saman við þann mikla mann. Mér þykir vænt um bréfin vðar, og þó ég megi nú daglega búast við að hrökkva af klakknum, er ég ekki vonlaus um að fá enn- þá nokkur, máske mörg bréf frá yður. Nú sem stendur er Jónas hérumbil eina umtals- efnið okkar í milli, eins og er eðlilegt, ósk- andi væri að ég gæti sagt yður margt og mik- ið af lionum, en það er öðru nær, og er það honum sjálfum meira að kenna en mér. Ef við lifum dálítið lengur og skrifumst á og ég verð með rænu, getur verið að fleira verði um- talsefni. En Jónas er ekki lítið thema, og má margt um hann segja af þeim, sem dálít- inn anda hafa. Mér líkar það ekki við Kon- ráð, ef hann segir ykkur ekki margt, hann hlýtur að hafa talað margt og mikið við Jón- as, og Konráð vantaði ekki vitið til að sjá talsvert vel hvernig Jónas var gerður. Konráð hafði bæði meira vit og meiri þekkingu en ég og gat skilið hann betur en ég. Ég er hræddur um að Konráð sé sérhlífinn og nenni ekki að leggja það á sig að gefa að minnsta kosti ríflegan skerf til æfi Jónasar. Eg segi það enn: enginn á hægra með það en Kon- ráð. Anna dóttir mín á Akureyri skrifar mér 6. þ.m. og segir: „Ég skal reyna að grafa upp allt það sem ég get um Jónas í vetur, frænd- fólk lians er hér í bænum.“ Nú er að sjá hvcrnig hún efnir þctta. Þér minnist á að J. H. sé kominn af Hall- grími Péturssyni. í því skyni sendi ég yður þessa 2 miða, og af þeim sem Hannes skóla- piltur hefir skrifað sjáið þér að Jónas er kominn af systur séra Hallgríms. Það er eflaust, að fótasár Jónasar og sjúk- dómur í kroppnum þeim fylgjandi, hafa haft meira en lítil áhrif á geðsmuni hans. Honum var oft þúngt niðri fyrir, þó yfir tæki vet- urna sem hann var hér í Rvík nálega 1840. Það sýnir meðal annars „Andvökusálmur“ hans. Slíkir menn hafa sínar kolsvörtu stund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.