Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 51

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 51
BRÉF FRÁ PÁLI MELSTED 121 ir, en líka sínar sólskinsstundir. Einu sinni kom Brynjúlfur Pétursson inn til Jóseps Skaptasonar, var í öngum sínum, sjálfsagt út af „Kredduþórum“, og kvað: Margur á bágt í heimi hér, heyrðu það Jósef bróðir minn, en taktu það samt ekki að þér helvítis djöfullinn þinn. Svona hugsaði Jónas á stundum, þar um er ég sannfærður. — Dálítið hefi ég sagt Boga um Jónas, en miklu minna en þér máske bú- ist við — af þessu: hann þagði um sig, og ég var ekki nógu spurull. Enda vissi ég ekkert um kvæði hans, og í hverju tilefni þau voru gjörð, fyrsta og síðasta part æfi hans. Ég sendi Boga núna dálítið blað og þar á „Kvarnarljóð“. Yður kynni ef til vill þykja nógu gaman að sjá þau. Ég held þau séu frá Skálholtsskóla. Nú verð ég að hætta, af því ég þarf að margskifta mér, og þar að auki stórt mál á mánud. í Yfirrétti, sem ég á allt óritað í. Lifið heilir og vel allar stundir. Yðar einlægur kunningi Páll Melsted. Reykjavík 31. janúar 1883. Elskulegi úngi vin. „Þar kom einn andi aðþjótandi" o.s.fr. og svo segi ég nú, því ég kem eins og snæljós og fer eins og snæljós. Ég verð að fljúga í hug- anum frá einum kunningjanum til annars, guða skjáinn og burtu. Ég hefi í ótal mörg horn að líta, afgamall maður og stirður í snúningum. Bréfið frá 14 þ.m. þakka ég yður kærlega eins og öll bréfin. Þau gleðja mig og lífga. Samvist mín og samvinna við yður, úngu mennina fjær og nær, hún heldur mér vak- andi; annars færi kallinn að dotta og draga ýsur og ylti útaf. En meðan ég get verið að kenna þeim úngu, meðan ég kemst upp í skól- ann, skal ég nokk spjara mig. Þér sjáið hvern- ig heilsan er, af því, að í dag hljóp ég gegn- um fannirnar á kirkjubrúnni, og mæddist okki, enda hafði ég Bloeh og séra Þorkel í barminum. Um Jónas liefi ég nú, held ég, tínt allt til sem ég vissi, og ég hefi held ég engu gleymt. Ég er dálítið farinn að gleyma því sem skéði jjessa síðustu tíma, en hinu, sem eldra er, gleymi ég ekki ennþá. Mig furðar að Kon- ráð skuli ekki muna margt og mikið, þeir Jónas voru þó svo samrýmdir æðimörg ár. Segja verð ég yður eitt, sem ég máske hefi sagt Boga. Það er þetta. IJaustið 1834 gengu mislingar í Khöfn. Þeir lögðust báðir Kon- ráð og Jónas. Konráð lá út á spítala, Jónas á Regentsi. Konráð batnaði og skrifaði Jónasi Ijóðabréf, þar í var þetta: Svo er fegurð kvenna, þeirra er flátt hyggja, sem ís einnættur á illu vatni, þar sem dauðir menn drukknað hafa, þar sem nikurleg nöldra læti. (Þetta var orkt í anda Finns Magnússonar, sagði Konráð). Fyrirgefið góði minn, þó ég ljúki uppá gátt mínum innra manni fyrir yður, þegar ég tala um Jónas. Ég skil ekkert í því, ef þér fáið engin af .Tónasar bréfum að norðan. Ekki trúi ég því heldur, að séra Jóhann í ITruna eigi ekkert bréf eftir hann. En þeir nenna ekki að hreyfa sig úr hlassastæðunum og leita. Slíka menn ætti að bera út á túnið og berja þá þar. — Letin á íslandi er fjöllunum hærri. Ég hef oft fundið til hins saina, sem ég þyk- ist skilja á bréfi yðar, þegar ég hugsa um ís- land og íslendinga. Mér liggur við að scgja, eins og Ólafur sál. Briem sagði hér 1881: „Iíafi þeir skömm fyrir Ingólfur og hinir aðr- ir sem settust hér að.“ Aumt er nú að senda annað eins blað og þetta yfir Atlantshaf til menntaðra manna, en livað skal segja? Ég er í aðra röndina eins og gamlar menjar frá einveldinu; gömul specía, gömul skinnsál, gamalt gotneskt letur. — Lifið ljómandi vel, vetur, sumar, vor og haust. Yðar gamli kunningi Páll Melsted.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.