Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 52

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 52
ERIK SÖNDERHOLM: Karen Blixen Skáldkonan Karen Blixen er fœdd árið 1885 í Rungstedlund á Sjálandi. Hún er dótt- ir rithöfundarins og liðsforingjans Wilhelm Dinesen, sem er kunnari undir rithöfundar- nafninu Boganis. Hann lézt árið 1895. í föðurætt er Karen Blixen komin af bænd- um og liðsforingjum, sem oft hafa vakið á sér athygli vegna ofurástar sinnar á — að þeirra dómi — æsandi og dirfskufullri iðju vígamanna. Móðurfólk hennar er gömul stórkaupmanns- ætt í Kaupmannahöfn. Móðir hennar og móð- ursystir voru heittrúaðar og áberandi í söfn- uði unitara. Karen Blixen varð það brennandi áhuga- mál að sameina þessi gjörólíku lífsviðhorf föður- og móðurættar i samræmda lífsskoðun. Hún lilaut menntun sína í heimahúsum og ferðaðist töluvert um Evrópu á unga aldri. Síðan hóf hún nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og ætlaði að verða listmál- ari. Samtímis fékkst hún við skáldskap og birti nokkrar sögur eftir sig. En þörf hennar á að kynnast lífinu af eigin raun var mun ríkari en löngum hennar til ritstarfa. Þess vegna sagði hún skilið við bernskustöðvarnar árið 1914 og hélt til Kenya í brezku Austur- Afríku. Þar giftist hún Blixen-Finecke barón. Þau ræktuðu kaffiekrur í sameiningu. Árið 1921 fór hjónabandið út um þúfur, en Karen Blixen hélt kaffiræktinni áfram á eigin spýt- ur. Þegar heimskreppan dundi yfir með hvað mestum þunga árið 1931, varð hún að hætta. Hvarf hún þá til Danmerkur og hefur síðan búið í Ringstedlund skammt norður af Kaup- mannahöfn. Segja má að fyrst kveðji hún sér ldjóðs á skáldabekk með smásagnasafninu „Seven Gothic Talcs“, sem kom út á ensku árið 1934, undir dulnefninu Isak Dinesen. Bókmennta- gagnrýnendum reyndist auðvelt að grafa upp liver höfundurinn var í raun og veru, því Karen Blixen hét Dinesen, áður en hún gift- ist. Bókin kom út á dönsku árið eftir og nefnd- ist „7 jantastiske jortœllinger“. Árið 1937 birtist vinsælasta bók hennar, „Den ajrikanske jarm“. Fjörleg og greinar- góð lýsing á Afríku og íbúum hennar, sem hún kynntist og fékk ást á. Bók þessi kom út á íslenzku hjá Máli og menningu árið 1952 undir nafninu Jörð í Afríku. Nýtt smásagnasafn „Vintereventyr“ kom út árið 1942. Síðan lætur hún ekki til sín heyra, nema endrum og eins, um margra ára skeið. Eftir stríðið birtast nokkrar smásögur og er þar helzt að nefna „Barbettes Gœste- bud“ (1950), snilldarverk. Svo er að sjá, sem barónsfrúin liafi haft í hyggju að binda endi á skáldsagnaritun sína, — sem þó er ekki mikil að vöxtum, — er út kom bókin „Sidste jortœllinger“ fyrir jólin 1957. En í kvennablaðinu Tidens kvinder 20. nóv. 1957 skýrir hún svo frá i viðtali, að hún sé þegar byrjuð á nýrri bók, smásagnasafni, er hún nefnir „Ancedotes oj Destiny“, og er það komið út nú fyrir skemmstu. Það er ekki mikið fleira, sem hægt er að tína til um ævi Karen Blixen; að minnsta kosti ekkert, sem aukið gæti skilning á hin- um sérstæða rithöfundarferli hennar. Skulu nú rædd hin þrjú smásagnasöfn, sem að jafnaði valda lesendum mestum heilabrot- um. Það væri að færast of mikið í fang að fjálla um hverja sögu fyrir sig. 1 þess stað skal leitazt við að vekja athygli á þeim megin- sjónarmiðum, sem lesendur reka augun í hvað eftir annað í sögum hennar. Fyrst verður rætt um tvö fyrri smásagnasöfnin og á þann hátt skapaður grundvöllur til þess að fjalla um síð- ustu bókina. Ofáir gagnrýnendur á vcrk skáldkonunnar hafa mjög haldið því fram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.