Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 62

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 62
132 HELGAFELL Úr einu í annað ErfSasyndin Það var von margra manna að kjördæmabreyting- in sem nú er að koma til framkvæmda við kosn- ingar í haust myndi verða til þess að bæta rnann- valið á framboðslistum flokkanna. Víst verður því ekki neitað að nokkrir dugandi menn og örfáir af- bragðsmenn, sem treystandi er til meðferðar þjóS- mála, hafa setið á þingi undanfarin ár. En alltof mikið hefir kveðið að þúfutittlingunum sem hafa vcrið að reyna að leika veiðibjöllur, en hafa þó aldrei getað lyft sér svo hátt á fluginu að þeir sæju út yfir hagsmuni eigin kjördæmis eða veggi flokksherberg- insins í alþingishúsinu. Þeir sem ólu slíkar vonir í brjósti hafa orðið fyrir vonbrigðum af framboðunum. Uti um land sýnist lítt hafa verið leitað eftir nýjum frambjóðendum sem nokkur von væri til að gætu lyft sér hærra á fluginu en þeir sem fyrir vom. Sumstaðar voru flokk- arnir að vísu svo „heppnir“ að segja mátti að fyrri þingmenn þeirra af sama svæði hefðu unnið sér ábúðarrétt í efstu sætum á framboðslistum í nýju kjördæmunum. En sums staðar reyndust þeir of margir sem töldu sig eiga slíkan rétt, og annars staðar þurfti að fylla í skörðin. Sama sagan hefir endurtekið sig undantekningarlítið, að þetta hefir valdið endalausu þrefi milli fulltrúa gömlu kjördÆm- anna um það, hvert þeirra ætti réttinn á þessu og þessu sæti á listanum. Þetta er mest áberandi um stærri bingflokkana tvo, sem von er ril, þar sem búast má við að langflest þingsætanna úr kjördæmunum utan Reykjavíkur falli í þeirra skaut, en svipaðar fregnir berast frá minni flokkunum, og a. m. k. verður þess ckki vart að risið á framboðum þeirra hafi hækkað við brcytinguna. Það má líkja kjördæmabreytingunni við þunga öldu, sem borizt hefir að Iandi og skolað burtu með sér forréttindaaðstöðu eins flokks í landinu. Víst væri það til of mikils mælzt af slíkum flokki að hann hefði forgöngu um að hverfa frá músarholusjónar- miðunum sem hann reyndi svo mjög að hefja upp í æðra veldi í Kjördæmablaðinu í sumar. Samt hefir hann haft kjark til að henda fyrir borð svolitlu spreki sem rak á fjörur hans syðra við síðustu kosn- ingar, en náttúrlega ekki án þess að taka sérstakt tillit til sama gamla kjördiEmisins við val frambjóð- andans sem tók sæti hins. Og enda þótt ryðguðu vopni hafi verið kastað í sjóinn annarsstaðar, fer því fjarri að hver blóðöx hafi verið fyrir borð borin hjá þcim flokki, enda var þar sízt mikillar hugarfars- breytingar að vænta. Eftir stóra öldu kemur mikið útsog, og þess er kannske varla að vænta að forráðamenn flokkanna í gömlu kjördæmunum átti sig á því þegar í stað að viðhorfin eru breytt, gamlir grjótgarðar hrundir og stærri og veigameiri viðfangsefni blasa við full- trúum þeirra, ef þeir menn verða fyrir valinu sem sjá út yfir gamla garðinn sem áður var um túnið þcirra. Það er erfitt að losna við erfðasyndina, og þeir menn sem setjast á þingbekkina nú í vetur verða flestir þjakaðir af erfðasynd gömlu kjördæmaskipun- arinnar. En nú reynir á þolrifin hjá þeim. Geta þeir, þótt þeir séu komnir inn á framboðslistana sem full- trúar ákveðinna staða eða annarra þröngra hagsmuna, opnað augun og lyft sér til flugs? Þjóðin heimtar kannskc ekki arnsúg af flugi allra fugla, sem þingið sækja, en þeir verða þó að geta lyft sér svo hátt að þeir sjái yfir landið. Þingmenn verða að muna það að auk búrans býr í hverjum manni brot af þjóðar- sálinni, og það er þetta brot sem þeim er ætlað að endurspegla. Búrinn sér um sig og á nóg af samtök- um utan þings til að gæta sinna hagsmuna. Þeir sem unna Iýðræðinu og vilja viðgang þess hljóta að setja traust sitt á þá af fulltrúum lýðræðis- sinna sem gengust fyrir kjördæmabreytingunni, Sjálf- stæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn, um að losa sig undan erfðasynd gömlu kjördæmanna og endurfæð- ast með stærri sjónarmiðum. Takist hinum nýju þingmönnum að kasta álagahamnum á kjördæma- bilinu verða þeir meiri menn er þeir ríða frá þingi en þegar þeir riðu til þings. P. „Atkvœði drottins" Þegar landskjörnir þingmenn leystu hina konung- kjörnu af hólmi eftir stjórnarskrárbreytinguna 19. júní 1915 var kjörtímabil þeirra í fyrstu ákveðið 12 ár, þó svo að helmingur þeirra — 3 af 6 — skyldi kosinn 6. hvert ár. Við fyrsta landskjörið, er fram fór á næsta ári, voru kosnir 3 heimastjórnarmenn, Hannes Hafstcin, Guðmundur Björnsson landlækn- ir og Guðjón Guðlaugsson á Ljúfustöðum; tveir sjálf- stæðismenn úr hópi „þversum-manna“, Sigurður Egg- erz og Hjörtur Snorrason í Arnarholri; og loks Sig- urður Jónsson frá Yztafelli af lista óháðra bænda, en þar var á ferð fyrsti vísir þess sem síðar varð að Framsóknarflokknum. Hlutkesti skyldi ráða því, hvcrjir þrír þessara ný- kjörnu þingmanna skyldu eiga sæti á Alþingi í 12 ár, og hverjir aðeins hálft kjörtímabil, unz land- kjör færi fram aftur að 6 árum liðnum. Ungum þingsveini var falið að draga út nöfn þeirra sem skyldu hverfa af þingi — og urðu það allir heima- stjórnarmennirnir. Sagt er að Sigurður Eggerz hafi þá mælt, að þetta væri „dómur guðs yfir Heima- stjórnarflokknum." Sama trú á því, að guðleg forsjón ráði úrslitum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.