Alþýðuhelgin - 12.02.1949, Page 2

Alþýðuhelgin - 12.02.1949, Page 2
42 ALÞÝÐUHELGIN & Bjorn Bjarnason. ól. Daníclsson. bætl héðan af, fyrr cn nýr kennara- skóli rís af grunni. Því verður ekki neitað, sem oft hefur verið á minnzt, að kennaraskól. inn var í upphafi reistur af litlum efnum og í flestu til sparað. Hins hef. ur sjaldnar getið verið, að eftir fé því, sem úr var að spila, 30,000 kr., mun slcólahúsið og allur útbúnaður þess hafa verið sv'o vel úr garði gert, sem frekasl varð til ætlazt. En eitt var það, sem elcki var af neinum vanefnum gerl eöa til spar. að í skólans garð. Það var starfslið það, sem að skólanum valdist. Þeir menn liefðu sómt sér vel við ríku- legri starfsskilyrði með stærri þjóð. Til forstöðu valdist sá maður, sem á. reiðanlega verður talinn til fremstu skólamanna íslands í íslenzkri slcóla. sögu. Séra Magnús Helgason stjórn- aði skólanum í 21 ár, og sú skóla. stjórn var msð ágætum. Hann var hér brautryðjandinn, markaði stefnuna og mótaði skólann í þeim aðaldráttum og grundvallaratriðum, sem hann hefur starfað eftir síðan og mun starfa eftir framvegis, enda þótt náms. kröfur og námsefni og ytri starfsskil. yrði breytist. Það þrennt, sem mér virðist hafa verið kjarninn í lífsstefnu hans og skólastarfi, vona ég að verði leiðarljós allra þeirra, sem að íslenzkri kennaramenntun vinna um ókomin ár: Ást á ættjörðinni, traust á þjóð- inni og trú á guð. Fastir kennarar auk séra Magnús- ar voru tveir í fyrstu, þeir dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði og dr. Ólafur Daníelsson, báðir hinir ágætustu lær. dómsmenn og afburöa kennarar í sín. um greinum. Dr. Bjarnar naut ekki lengi við. Eftir fjögra ára kennslu varð liann að hætta sökum vanheilsu. Dr. Ólafur kenndi við skólann í 11 ár. En réðst þá að Menntaskólanum. Stundakennarar skólans voru líka úrválsmenn. Þeir voru þessir: Jón Jón Þórarinsson. Sigi’ús Einarsson. Þórarinn Þorláksson. Matth. Þórðarson. Þórarinsson, sem þá var orðinn fyrsti fræöslumálastjóri landsins og átt hafði mikinn þátt í stofnun kennaraskól- ans og ráðið miklu um lilhögun hans í byrjun, Sigfús Einarsson tónskáld, söngkennari skólans í 31 ár. Er það lengsti starfstími, sem nokkur kenn. ari hefur átt við skólann enn sem komið er; Þórarinn Þorláksson mál. ari, Matthías Þórðarson, formninja. vörður, Matthías Einarsson læknir og loks Ólafur Rosenkranz og Ingibjörg Brands. Þar með er talið fyrsta kennaralið skólans, og held ég hlklaust, að það hefði sómt sér vel við hvaða kennara. skóla sem var. Af þessiun tíu eru nú þrír á lífi, þeir dr. Ól. Dan., Matth. Þórðarson og Matth. Einarsson.i) Margir þjóðkunnir menn og konru- hafa síðan gerzt kennarar við skóL ann og starfað þar lsngur eða skem. ur, fastakennarar og stundakennarar. En of langt yrði að telja þá alla. Geri ég þeim því að þessu sinni öllum jafn- hátt undir höfði og nefni.engan með nafni. Allir liafa þeir lagt sitt til að auka gengi skólans og hafi þeir þökk fyrir allt það gott, sem þeir hafa slcólanum gert. Nú er sagan ekki nema hálfsögð, þó að minnzt sé kennara við skólann. Nemendur eiga sína sögu líka og ekki ómerkari, ef vel er að gáð. Fyrir þá er leikurinn gerður. En yfir þá sögu verð ég líka að fara dljótt. Aðsókn að kennaraskólanum þegar fyrsta ár. ið sýndi það ljóslega, að skólans var brýn þörf. Nemendur voru fyrsta vet. urinn 57, og 60 sóttu kennaranáms- skeið um vorið. Yfirleitt hefur skól- inn verið vel sóttur þessi 40 ár, þótt áraskipti hafi verið að því, hve margir sóttu, og liggja að því eðlilegar ástæð. ur. Fæstir munu nemendur haía ver. U I-Iann hefur látizt síðan, sem kunn. ugt er. ið veturinn 1019—,20, aðeins 31, en flestir veturinn 1933—,34, 106 nem- endur. Ekki hef ég tölu á því, hve margir hafa komið í skólann samtals, því að ýmsir hafa hætt námi, ekki náð prófi, verið óreglulegir nemendur og því urn líkt. En eftir því, sein mér telst til, hafa alls útskrifazt þessi 40 ár með almennu kennaraprófi 527 karlar og 344 konur eða saintals 871, auk þess 50 stúdentar og 31 með sérprófi í ein- stökum verklogum greinum. Alls eru þetta 952 eða 'til jafnaðar fyllilega 24 á ári, miðað við 39 starfsár. Að tölunni til er það góð útkoma. En höfðatalan ein segir ekki allt. Hitt er meira um vert, livernig þessir nem- endur hafa verið, hvernig þeir hafa reynzt í starfi sínu síðan. Ég þykist geta borið um það af nokkurri reynslu, þar sem ég hef verið sam. vistum við kennaraskólanemendur í þrjátíu vetur samtals, ef ég legg náms. vetur mína hér við þá vetur, sem ég hef kennt við skólann. Og ég fullyrði, að leitun er á betri og ánægjulegri nemendum en þeim, sem kennara- slcólann hafa sótt. Allmargir þeirra hafa horfið héðan yfir í aðra skóla til annars náms að loknu kennaraprófi, flestir við mjög góðan orðstír. Hinir eru þó miklu fleiri, sem leitað hafa síðar til annarra landa til þess að auka kennaramenntun sína. Sumir kynnu að álykta þar af, að það sýni bezt, hversu menntun sú er ófullkom- in, sem þeir íá hór. Ég legg engan dóm á það. En ekki myndi ég frekar kjósa að útskrifa héðan nemendur, sem teldu sig svo fullnuma, að þeir þyrftu engu við sig að bæta. Ég hygg, að hitt sé sanni næst, að það sé íslenzkri kennarastétt til mikils sóma, hve mikið kapp hún hefur á það lagt og miklu til kostað að auka menntun sína samhliöa starfinu. Fróðlegt væri að vita, hvað um cr

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.