Alþýðuhelgin - 12.03.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 12.03.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN 77 inn úr liðum um axlir og lcné. Það- an röktu þeir þessi för, sem áður var ]ýst, allt suður í Aðalbólsslakka, sem kallaður er, á austurbrún dalsins, íyrir framan Urðarteigsfjall gagn- Vart Aðalbóli. Þar sneru leitarmenn aítur. í sporum þessum voru blóð- árefjar. Þau sýndust ólík mannsför- Urn. nema ef hann hefði verið á frfúgum. (í Árbókum Espólíns segir, að spor þessi hafi verið eins og eftir arnarklær að framan, en hestshófa að aftanverðu.) Af blóðdrefjum þeim, er sáust í förum þessum, var það ráðið, að óvættur sá, er fengizt hafði við C'Unnlaug, mundi hafa fengið mikla úverka af viðskiptum þeirra, eða Jafnvel bana, því mlnnka þóttu reimleikar í dalnum eftir þetta. Leitarmenn tóku lík Gunnlaugs °6 höfðu það með sér, en lögðu steina niður í kross á melinn þar sem það í minning um atburð þenna, og standa þeir steinar þar enn fast við úna. Þá er lík Gunnlaugs kom heim að Eiríksstöðum, varð Solveig mjög sorgmædd og náði sér ekki lengi þar eftir; en Þorkeli varð ekki annað en ^snn sagði það, sem síðan er af sumum haft að máltæki: „Svona fara bessir hnappastrákar." Margar getur voru hafðar um at- burð þenna, og ætluðu flestir þá, að úvættur mundi hafa gx-andað Gunn- laugi. bm sama leyti og þetta varð var k0rl nokkur á Brú, sem Eiríkur hét ^Unólfsson, og var fjármaður á Brú- arseli, þar sem enn eru beitarhús frá Brú. Hann var fremur greindur mað- Ur og haldinn manna „skyggnastur11. ®'tt sinn, þegar talað var um afdrif ^unnlaugs, sagði hann: „Séð hef ég Gunnlaugs bana,“ og er menn spurðu, hvernig það hefði að borið, svaraði bann: „Það var um kvöld snemma Vetrar, að ég kom einn hérna innan af selinu, og sá ég þá hvar maður nom sunnan yfir hálsinn, og sýndist ^úr hann hafa meir en náttúrlega stærð, Hann hafði afar stóra stöng reidda um öxl og stefndi í veg fyrir Þegar hann kom ofan á Bakka. staði hina fornu, var ég rétt á móti á gúsbakkanum við Jökulsá. Nam hann staðar við ána, en ég spurði að er- jndi hans og skoraði á harrn að koma, kVr gilið og áin var ófært. Engu svaraði hann, en hristi sig eins og nundur og sneri síðan sömu leið aftUr.“ Öðrum þykir mikið trúlegra, að Sigurður á Görðum hafi fengið mann til að vinna á Gunnlaugi, og bera það saman, að um sömu mundir sem þetta varð, var Þorkell Böðvarsson, bróðir Árna skálds Böðvarssonar á Ökrum 1713—1777, gerður sekur og útlægur; flýði hann þá víðs vegar um land og kom einnig hér austur. Hann var talinn afarmenni að allri karl- mennsku, og sögðu menn hann mundi gengið hafa á þrúgum og unnið á Gunnlaugi á þann hátt, sem áður er greint. Solveig Þorkelsdóttir átti síðar Uppgröfcur á Hólum. Gísli biskup á Hólum (G. Þorláks. son, biskup 1657—1684, eða G. Magn- ússon, biskup 1755—1779?) þótti nokkuð fégjarn maður. Lét hann því grafa upp leiði hinna gömlu biskupa og ríkismanna, því í þá daga var allt tignarfólk jarðsett með gulli og ger. semum. Biskupinum þótti það vera sönnu nær, að hinir lifandi nytu þess heldur en það væri fólginn fésjóður f jörðu. Við uppgröftinn fannst tölu. vert af gullhringum, en þó bar einn af þeim öllum, en enginn vissi hver hann hafði borið. Að þessu loknu heyrði einhver, að í klukknaportinu var hátt og skýrt kveðin þessi vísa: Ekki er von að upp á fold ýtum veitist friður, fyrst biskupanna hefur ei hold hvíld í moldu niður. (Þjóðs. Jóns Þork.) e * * Jón á Víðimýri. Jón bóndi Árnason að Víðimýri drukknaði í Héraðsvötnum 13. marz 1876. Nokkru eftir það dreymdi einn af kunningjum hans, að hann kæmi á glugga yfir sér og kvæði: Nú er bágt að bjarga sér, brestur mátt í leynum. svarta nátt að sjónum ber, segir fátt af einum. (Þjóðs. Ól. Dav.). Sigvalda son Eiríks Styrbjarnarson- ar, sem bjó á Ketilsstöðum í Jökuls- árhlíð, og bjuggu þau Sigvaldi í Haírafellstungu. Gunnlaugur í Skóg- um í Axaríirði, sem dáinn er fyrir fáum árum, merkur bóndi, bar nafn Gunnlaugs Árnasonar, og hið sama nafn er víða í þeirri ætt. Gunnlaugur bóndi Jónsson, sem nú býr á Eiríks- stöðum, er einn afkomenda Einars Þorkelssonar, eða sjötti liður frá Þor- lceli hinum heimska. S. E. Snúið líkkistum í Grímsey. í Grímsey var það* siður, þegar menn voru jarðaðir. að snúa líkkist- unum briá hrinaa úti fvrir kirkiudvr- um. Hélzt sá siður fram til þess hér um bil 1830. Svo stóð á. að borið var lík úr kirkiu til grafar einu sinni sem oftar; var þá snúið. eins og vant var. fyrir ut.an kirkhidvr. En begar búið var að snúa kistunni fleiri en einn hring, ætla sumir líkmennirnir að snúa henni enn, en hinir hamla því. Greindi nú líkmenn á um, hvað oft væri búið að snúa kistunni, og varð úr bessu viðdvöl nokkur og um. tal. Sögðu sumir. að búið væri að snúa lcistunni þrjá hrinaa, en aðrir sögðu að ekki væri búið að snúa henni nema tvo, og varð engin vissa fengin um þetta, því sitt sagði hver. Loks kvað Tómas í Borgum upp úr og segir: „Og snúið þið honum einn hring ennþá, honum verður aldrei of. snúið.“ Var nú svo gert. Eftir greftr- unina sagðist Jón meðhjálpari aítaka, að líkum væri oftar snúið fyrir kirkjudyrum, þar hneyksli gæti af því orðið. Þar við lögðust líksnún- ingar niður í Grímsey. Ekki hefi ég getáð komizt að, hvers vegna líkkistum var snúið í Gríms. ey, hvort það var í viðhafnarskyni, eða til þess þeim dauða yrði rótt í gröfinni, eða til einhvers annars. (Síra Jón Norðmann). („Austri“, IV. árg., 17. og 18. tbl., 1887.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.