Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN 85 BRÉF TIL PÉTURS PÉTURSSONAR Bréf það, sem hér fer á eftir, ritaði Eiríkur Magnússon, síðar meistari í Cambridgc, fyrrverandi kennara sínum við Prestaskólann, dr. Pétri Péturs- syni. Bréfið er að ýmsu leyti fróðlegt og lipurlega samið. Er gaman að kynn- ast því, hvernig ungum, íslenzkum menntamanni leizt á höfuðborg Breta og hinn fræga háskólabæ, Oxford. er hann sótti þá staði licim í i'yrsta sinn fýrir tæpum 90 árum. Lundúnum 9. ágúst 1862. — „Mikið er um dýrðir í þessari h^'klu borg, þó ég níóti þeirra spar- teSa; kemur það af því, að ég bý dýrt; því að ég verð að borga tyrir hverjar 4 vikur í húsaleigu og f®ðispeninga 12£ eða 108 rd., en hef aðeins um mánuðinn 15£ eða 135 rd. Letta breytist nú reyndar bráðum, tví ág fæ ódýrara og betra viður- væri fyrir hér um bil 67 rd. um mán- bðinn. Það merkilegasta, er ég hef seð ennþá, er gripasýningin mikla, hrystalshöllin. dýragarður hins hretneska dýrafræðisfélags og kirkja hins heilaga Páls. — Gripasýningin hiikla er þvílík geysibygging og svo ’nnihaldsrík, að tornæmum mönnum ems og mér veitir ekki af að gjörast bar veturvistarmaður til að fá nokk- Urn veginn ljósa hugmynd um hana. hef aðeins verið þar tvisvar enn- t>á 0g hef þvi miður ekki getað tekið eftir nokkru til hlítar. Byggingin n®r ásamt með blómagörðum síru yfir 22% acres. í gegnum blóm- Sarðana, sem eru hér um bil tvær dagsláttur, rennur stór á í mörgum hvíslum. Þessi á er af íþrótt gjörð *^eð gufumagni; er vatninu veitt utan Ur 'Thames og inn í gufuvélarnar, og hær veita því út í garðinn, (sjúga það úr Thames, og spúa því aftur í garðinn). Úr garðinum sjúga gufu- vélar þær> er sendar hafa verið Sripasýningunni og til þess eru gjörð- ar> aftur vatnið og veita því út í Thames, svo það er á sífelldu hring- sóli. Þessi vatnsveiting er gjörð e'nungis til þess að slökkva í bygg- ’ngunni, ef eldur kæmi upp. Mest hefur sýningu þessari borizt af Manufactur í öllum' mögulegum teg- nndum, og get ég ekki sem stendur sagt ykkur neitt greinilegt um það; nema ég skal geta þess, að Danir hafa orðið allsnjallir í að öðlast prís- rnedalíur fyrir ýmis verk sín; þó hef- ur enginn komizt jafnlangt og Nyrop í Kaupmannahöfn; ég held hann hafi fengið einar 3 eða 4. Af málverkum og sculp*ur hafa sýningunni borizt 5930 exempl., og er þar margt ágætt; en sökum þessa ógurlega grúa getur enginn komið sér niður á hinu feg- ursta og bezta, fyrr en eftir langan tíma. Þær myndir, sem í fljótu bragði Frá Eiríki Magnússyni. hafa giört mest áhrif á mig, eru þessar: Barnamorðinginn, ógurlega stórt og ógurlega geigfagurt málverk; þrælahúsbóndi eltir strokuþræl með unnustu hans með 3 hundum, en blökkumaðurinn berst við óargardýr. in í dauðans heroisme, en bíður lægra hlut; og ein mynd af Kristi, sem kölluð er l.iós heimsins, undur- fagurt málverk; litbreytingin er svo óskiljanlega töfruð í málverkinu, að ljósið, sem lcemur frá Kristi, virðist að hafa svo óendanlegt dýpi og •eilíft magn, að ekkert geti staðizt í þess nærveru án þess að verða gagn- sætt; Kristur er látinn standa í auð- ugri náttúru, allt er fullt af trjám og þlöðum, og í gegnum blöðin sér í ljósið og bjarmann svo undarlega náttúrlega, að ég get ekki lýst því. Byggingin er svo ákaflega fjölsótt, að menn geta varla komið sér þar við án þess að troðast undir; hafa stundum verið samankomnar í hús- inu 60—70 þúsundir manna. — Krystalshöllin er afar stór bygging og fríð, liggur umhverfis hana stór skógi vaxinn garður og blómþakinn; þar innan um eru stöðutjarnir og Bassins, og myndar þetta allt unað- lega útsjón, einkum ofan úr hinum háu loftum lcrystalshallarinnar. Félag það, sem á höllina, nefnir hana „skóla vísinda og fagurra mennta“, og er hún rétt nefnd svo. Þar má sjá egypzkar, indverskar, kínverskar, forngrískar og rómverskar bygging- ar með húsbúnaði öllum og aðbúnaði; eru hinar asfatísku byggingar skreyttar á veggjunum með hinum helgu leturgjörðum þeirra þjóða og allt fullt á milli með phantastiskum dýramymdum; og hið merkilegasta er, að lofthitinn er hinn sami í hverri byggingu fyrir sig eins og í átthögum hennar, er hún er frá. Heil héruð ■eru búin til í nákvæmustu líkingu við náttúruna. Negrar eru að berjast við jagúara og tígra í sólbrenndum skóglendum einsvegar, hinsvegar eru heil héruð úr Australíu með útlimavisnum Papunegrum, mann- æturn, og svo margt og margt fleira, sem ég ekki hef höfuð né heila til að telja upp. Fyrir framan hallar- svalirnar er þanin geysilöng lína fyr- ir Blondin, hinn mikla línudansai’a. Ég hef séð hann einu sinni, og varð ég satt að segja hræddur við að horfa á hann á þessari loft-glæfraferð hans. Hann leikur sér á línunni eins og börn á skólavelli. Hann dettur á lín- unni eins klaufalega og Ólafur „smákúrant“ myndi gjöra, og svo bröltir hann á fætur aftur svo bág- indalega, að menn búast við han'n veltl niður þá og þegar. Stundum stendur hann á höfði á reipi sínu. og allt í einu er hann kominn eins og fjöður niður fyrir línuna og hangir á henni á annarri ristinni og teygir úr sér öllum niður til jarðar eins og hann sé að vandræðast um að fá ein- hverja handfesti til að bjarga sér úr dauðanum. Hann fær hjá krystals- hallarfélaginu 50£ í hvert skipti, sem liann fer út á línuna og gjörir hann það jafnast fjórum sinnum í viku. Þykir félaginu góð veiði í lionum, því hann dregur margan mann út í höllina. Hver ferð fyrir mig þangað kostar að minnsta kosti 2rd. 24 sk. Dýragarðurinn mikli er ekki síður merkilegur; þar eru samankomin öll dýr, sem félag dýravísindanna hefur getað fest hönd á. Þar eru ljón, jagúarar, leopardar og tigrar, og er allmerkil'Sgt að sjá hið geig- væna augnaráð þessara ferfættu ræningja í búrunum, og þá einkum hina hamslausu grimmd þeirra, þeg- ar þau fá fóður sitt, því þau slíta það og rífa í sundur með þeirri græðgi, sem ég hafði aldrei gert mér hug- mynd um. Þar eru giraffar, fljóthest-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.