Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 6

Alþýðuhelgin - 19.03.1949, Blaðsíða 6
86' ALÞÝÐUHELGIN ar, nashyrningar, bisonuxar og bison- kýr. Allar tegundir af hjörtum, nema íslenzk hreindýr, úlfar, hyenur, bifr- ar, otrar, og geysimikill fjöldi af öpum. Ég hef séð þá rífa húfur af mönnum og slör af kvenmönnum og hamast við að rífa og slíta það í sundur, og er það allfróðleg sjón, en ekkert er eins merkilegt, eins og á- flog þeirra í illu og grátur þeirra, sem bíða lægra hlut í glímunum. Það er svo kátlegt, að menn geta ,hlegið sig þreytta á því. Þar er og selur í söltum sjó, og er byggður hólmi úr fjörugrjóti úti í tjörninni fyrir hann að' skríða upp á þegar hann vill, og lifandi fiskum hlevpt í tjörnina til fæðu handa honum. Þar cru og ísbirnir í sjó, og hafa þeir marmarajaka til að skríða upp á, þegar þeir vilja; þar er og geysimik- ill fjöldi af höggormum, frá ris- aorminum niður að smásnákum. Þskking Englcndinga á eðli þessara dýra er nákvæmari cn við varður búizt, og nákvæmni þeirra í hirð- ingu dýranna aðdáanleg. Á hverjum einasta degi ár út og ár inn er hér saman kominn grúi af fólki. Kost- ar aðgangurinn 3 mörk hvern dag, nema á mánudögum, þá hclmingi minna. Ég. bsf verið þar alls einu sinni og hafði mikið gaman af. Konan mín varð svo fræg að ríða þar spölkorn á fíl. St. Pálskirkja er stærst allra kirkna á Englandi. Hún er ekki all- gömul, cins og hún lítur nú út. Hún brann í cldsvoða miklum 1666; þá brunnu 13,200 hús í London og 87 sóknarkirkjur. Áriö 1675 byrjaði ncfnd manna að útvega verkamenn til að byggja hana að nýju, og var fyrsti stejnninn lagður sama ár. Hún er í lögun eins og rómverskur kross, mcð súlugöngum og loftsvölum að utan, og að innan með þéttsettum marmarasúlum með Korintuborgar- lagi. Allt gólfið cr lagt marmara og mosaikmyndað; undir gólfinu eru geysimiklar jarðbyggingar og hvelf- ingar. Neðan frá þeim og upp í turn- hvelfinguna er hæð kirkjunnar 375 fet. Enginn hefur þá æru að vera jarðaður niðri í þessum undirbygg- ingum kirkjunnar (þær eru ætlað- ar til legstaða mcrkustu manna) nema hsrtoginn, af Wellington og Nelson. Hvíla leifar þeirra þar í svörtum mármarakistum, og eru þær meira en tvær mannhæðir. Glugg- arnir á kirkjunni eru 12 feta breiðir og 24 feta háir. Auk þcss ljóss, sem kemur inn um gluggana, kemur og ánnar ljósstraumur ofan úr turn- hvelfingunni, og sr þar byggð lukt fyrir ljósveitinguna; hún vegur ekki nema rúm 700 tons og steypir dags- ljósinu niður um alla kirkjuna, og brotnar það svo sterkt á marmara- gólfinu, að þaö kastast aftur upp í hvelfinguna og slær svo glæum bjarma á málverkin upp i hvelfing- unni, að þau sjást í fullkomnasta ljósi, og eru þó 356 fet þangað upp af kirkjugólfinu. En myndir þessar eru allar í risastærð, málaður alfrcsco, og sýna ýmsa viðburði úr ritningunni. Niðri í kirkjunni eru höggnar marmaramyndir af hinum merkustu mönnum Englendinga. Þar eru hinir mestu hershöfðingjar þeirra, eins og Nclson, sem er ó- gæfulegur á svipinn að sjá, og hcr- toginn af Wcllington; þar er og Napier, og stcndur ekki annað um hann í grafskriflinni en að hanrí hafi fæðst og dáið og verið vir justus. Þar cr og fögur mynd af John Howard, hinum mikla mannvin, sem fcrðaðist um alla norður- og vestur- álfu til að endurbæta kjör fanga og spílalalima. Hann heldur á lykli í hægri hendinni, og í vinstri hcnd- inni hefur hann perganricntsvafn- ing, og stendur skrifað á hann „frum- varp til endurbóta á dýflissum og spítölum". Hann cr látinn troða hlekki fjötraðra manna undir fótum sér. Neðan undir styttunni er hann sýndur þar sem hann er að færa föngum mat og hlý klæði. Allar þess- ar myndir eru í fullri stærð. Auk þessara mynda er þar og grúi af öðrum myndum, sem ég ekki man að nefna nú sem stendur. Ég verð að segja yður dálítið af ferð minni til Oxford. Ég fór þang- að í fyrradag og kom til Combe, háskólaprentarans, sem ætlar að prenta nýja tcstamentið íslenzka. Hann tók mér einkar vel og þótti ég vera allgott expl. af íslendingi. Hann er maður aldraður, yfir sextugt og grár á hár og skegg, sem hann læt- ur vaxa villt og nær niður á bringu; er liann all-patriarkslegur og hinn mesti gestrisnismaður. Hann sýndi mér prentsmiðju sína. Hún er í tvennu lagi; er annars vegar prentað aðeins grísk og rómversk rit. Bygg- ingar hverrar prentstofu fyrir sig (hinnar rómversku og bifl.) eru 300 feta langar. Gengur öll prentun mcð gufumagni. Býr hann (prentarinn) sjálfur til pappír og stýla og allt, sern heiti hefur og heyrir prentun til. Um vikuna prentar hann 1000 rís jafn* aðarlega; og ef allar maskínur eru í gangi, prentar hann 36,923 ex. a^ biflíuninni á viku, 6,154 ex. á daS 615 á tíma og IOV2 á hverri mínúto- Af biflíum með demantsletri getur hann prentað á viku 120,00 ex., 20, 000 á dag, 2000 á einum tíma, eða 33 á mínútu hverri. Að sama skaP1 prentar hann og af rómverskum grískum ritum. Hann prentar ekkert annað en þetta tvennt. Þegar herra Combe hafði gefið mér þsssa statistí^ yfir prentverk sitt, sendi hann skrif- stofustjóra sinn með mér til a® sýna mér allt, er merkilegt væri a® sjá í Oxford. Það merkasta er ha- skólinn. Hann er samansafn af mörg- um byggingum. Það eru 25 CoIIcgcS eða háskólabyggingar, sem kallaðar eru cinu nafni háskólinn í Oxford- Eru þcssar byggingar flestallar sefa- gamlar og i gothiskum byggingastíl' Veggirnir eru úr meyrum sandstein1’ sem er þannig á sig kominn, að hanU stendur um aldur og æfi, ef hariu horfir rétt við í veggnum, en hryr>ur ella á skömmum tíma, og liafa mer"1 fyrst nýlega uppgötvað þennau leyndardóm við stein þennan. Söma steintegund hef ég séð á íslandi 1 Jósefsdal á leiðinni austur á Eyrar' bakka. Allar þessar byggingar standa mjög nærri hver annarri; sumar erl1 cndurbættar á ýmsum stöðum, Cl1 sumar slanda í hinni upprunaleg11 fyrnsku óbreyttar. Bak við þcssar byggingar cru stórir garðar alsettif trjám umhverfis, sem mynda geýsl langar Allccr; hin lengsta er enS^ míla. Eru trén svo fjarska há, að c|j hef engin tré séð hér til líka vl þau á hæö. Á sumum eru greinarnar svo langar, að þær eru svignaðaf undir limþunganum og laufinu niðl*r að jörðu, svo að menn verða a smjúga með lagi inn að stofninuU1’ og getur maður setið þar í hin!l| dýpstu kyrrð, sem hugsazt getur; 0,5 þykir mér íurða, að nokkur ungV*1 maður geti þar lifað æskudaga sína án þess að dragast ósjálfrátt að hliv um máttuga höfundi allrar þessarar eir.földu en hátignarlegu náttúrU fegurðar; mér vöknaði um augu, Þe^ ar ég fór þar um, og óskaði 3

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.