Alþýðuhelgin - 26.03.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 26.03.1949, Blaðsíða 4
92 ALÞÝÐUHELGIN Baldur Bjarnason: ÚTLENDINGAHERSVEITIN FRANSKA Það var löngum svo, í þíi góðu, gömlu daga, að víðast voru til menn, sem höíðu hermennsku að atvinnu- gnein og gengu í þjónustu þess höíð- ingja, sem bezt borgaði. Þessir menn kölluðust' málaliðar. Það voru menn, sem án tillits til þjóðernis, tungu eða trúar fóru land úr landi og gengu á mála hvar sem styrjaldar var von. Á miðöldum bar mikið á þessum mála- herjum, og enda lengur, allt fram á 16. og 17. öld, en smám saman viku þessar alþjóðlegu málahersveitir fyrir föstum og skipulögðum herjum, sem komu þegar herskylda var iög- leidd. Síðustu leifar málahersveitanna eru hinar svonefndu útlendingaher- sveitir, sem íinnast í nýlendum ým- issa Evrópuþjóða. Langslærst og þekktust af þem er útlendingahér- sveitin franska. Hún var stofnuð 1831. Frakkar náðu fótfestu á norð- urströnd Afríku árið 183Q. Þar eð þeir vildu ekki eyða meira en nauð- synlegt var af sínum eigin herafla þar syðra, tóku þeir á mála ævin- týraþyrsta unga menn frá ýmsum löndum til að berjast við hina her- skáu fjallabúa í Alzir. Þessir útlend- ingar voru skipulagðir í sérstaka hersveit undir stjórn franskra liðs- foringja, og fékk sú hersveit nafnið „La Legion Étrangére“, Þessi her- sveit var skipulögð á sama hátt og málahersveitir miðalda. Launin voru tiltölulega há og áttu þau sinn þátt í því, að lokka framgjarna og fátæka unga menn til að ganga í þessa her- sveit. Hermennirnir voru rúðnir til ákveðins tíma, upprunalega þriggja ára, síðar fimm ára. Liðsforingjarnir og meiri hluti undirforingjanna voru franskir, en frönskum þegnum var bannað að láta innritast í þessa her- deild sem óbreyttir liðsmenn. í 17 ár stóð ófriðurinn í Alzir. Árið 1837 gafst Abdel Kader endanlega upp fyrlr Frökkum, en hann var þjóð- hetja Alzirbúa og leiðtogi þ^lrra í strfðinu. Þegar liann gafst upp, varð AVzir írönsk nýlenda. Á þessum ár- um fékk útlendingalrersveitin franska eldskírnina og gat sér ágætt orð. Hún mun þá hafa talið 5—6000 manns að jafnaði. Útlendingaher- sveitin franska gat sér líka ágætan orðstír í stríðinu á Krim 1854—56 og í austurríska stríðinu 1859. í mörg- um styrjöldum í Asíu og Afríku hef- Baldur Bjarnason. ur franska útlendingahersveitin átt mestan þátt í því að stækka og festa nýlenduveldi Frakka og halda þar síðan uppi löggæzlu. Um aldamótin 1900 var svo komið, að nýlenduveldi Frakka í Afríku náði frá Miðjarðar- hafi að mynni Kongofljóts, frá Ly- biueyðimörk til Atlantshafs. Á aust- urströnd Asíu höfðu Frakkar unnið hlð mikla og auðuga land Indokina. 1919 fengu Frakkar Sýrland, en misstu það aftur að fullu 1940. í öllum hinum mannskæðu nýlendu- styrjöldum Frakka hefur útlendinga- hersveitin, sem venjulega skiptir tugum þúsunda, borið hita og þunga dagsins. En stöðugt hafa komið ný- liðar í stað þeirra, sem féliu, eða í stað þeirra, sem fóru heim að aflok- inni herþjónustu. En margir hafa verið í útlendingahersveitinni ævi- langt og sumir setzt að í nýlendim- um er herþjónustutími þeirra var út- runnihn. Á fi'iðartímum hafa hermonnirnir í útlendlngahersveitinni unniö ótal störf. Þeir hafa lagt vegi, byggt brýr, þurrkað upp mýrar og fúafen og breytt þeim í akra og víngarða. Þeir hafa byggt vatnsveitur og grafið á- veituskurði og breytt þurrum sand- auðnum og melum í blómlega aldin- reiti og gróin beitilönd. Sums staðar hafa þeir meira að segja byggt heila bæi, t. d. Mascara í Norður-Afríu. Það eru mikil spor, sem liggja eftir þessa herdeild víða um lönd, í Asíu og Afríku. Skáld og rithöfundar og listamenn hafa víðfrægt þessa ævin- týralegu hersveit í ljóðum og leikrit um, kvikmyndum og málverkum- Dularfullur, heillandi ævintýrablær, fullur af rómantík, hefur hvílt yfir þessari hersveit auðnuleysingja og ævintýramanna. Líf hermannanna í útlendingahersveitinni hefur verið samfellt strlt og stríð við hálfvillta, herskáa fjallabúa og eyðimerkurbúa í Afríku og íbúa hinna torfæru frumskóga í Indókína. Áratugum hafa hermennirnir fórnað í smástríð- um við hina herskáustu, óstýrilátustu og harðfengustu kynflokka háfjall- anna í Atlas og hirðingjana á Sahara- sandauðnunum. Vatnsskorturinn og hinn óþolandi hiti hafa oft gert við- ureignina erfiða, en efst uppi í há- fjöllum Marokko hefur kuldi og ís torveldað alla sókn, svo þar hafa berbiskir fjallabændur getað varið frelsi sitt og veitt fjandmönnum sín- um þungar búsifjar, er þeir leituðu niður í byggðirnar. Á Savannaslétt- um og frumskógum Mið-Aíríku hefur sóknin líka verið mjög erfið fyrir út- lendingahersveitina. Margir hafa látið lífið þar, vegna hins óholla loftslags regnskóganna miklu * Kongo og Súdan. Svipaða sögu má segja frá skóglöndum Indókína. Eu alla þessa erfiðleika hefur útlend- ingahersveitin sigrað. Sífellt strit og stríð hefur verið hlutskipti þeirra manna, sem undanfarin 118 ár hafa látið innritazt í útlendingahersveit- ina. Vissulega hafa þeir ratað í mörg ævintýri og fundizt þau slcemmtileS eftir á, en meðan þeir voru í her- þjónustunni hafa þeir tæplega þekk* annað og hugsað um annað en strit og stríð. De Villebois ofursti hefur ú sinn skýra og skilmtrkilega lfátt, sem Frökkum er eiginlegur, gefið til kyrnia hvað bíður þeirra, sem ganga í útlendingahersveitina. Hann mælir svo: „Hver sá, sem er ógæfusamur, getur komið og gengið í hersveitina, sem er heimskunn. Ef þú álítur að

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.