Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Qupperneq 2
122
ALÞÝÐUHELGIN
geta jafnast við hann, svo kunnugt
sé.“ (Ritað 1912).
í fyrsta bindi rita Lærdómslista-
fél&gsins, bls. 20—25, er ritgerð um
gyllingu, gftir Sigurð gullsmið Þor-
steinsson. Lýsir hann þar hinni svo-
kölluðu heitu gyllingu (kvikasilfurs-
gyllingu) en það er sama gylling og
er á öskjunum frá Bessastöðum.
ÖSKJURNAR OG ÓLAFUR
STIFTAMTMAÐUR.
Eins og fyrr greinir, er allmikið
Ir.tur grafið á lokið á öskjunum. Er
þar eftirfarandi áletrun:
, Tillagt Bessastaða Kyrkiu af
Amtmanne Olafe Stephenssyne og
Fru Sigride Magnusdöttur Fyrir Leg-
stað þeirra Foreldra sáluga Amt-
manns Magnúsar Gislasonar og Frur
Þörunnar Guðmundsdöttur samt
þeirra tveggja Dætra Ao 1774.“
Sennilega á Sigurður gullsmiður
einhverja sök á ,því hve dönskuskotin
þessi áletrun er, og eins hinu, að sagt
er „þeirra foreld^jú*. þótt aðeins sé
átt við foreldra frúarinnar, en
tengdaforeldra Ólafs Stephensen.
Öskjur þessar eru vafalítið búnar
til beinlínis eftir ósk Ólafs- stiftamt-
manns. Auk áletrunarinnar benda til
þess myndirnar á lokinu, sem valdar
munu með tilliti til stéttar hans og
stöðu.
Þau ummæli, að gefendurnir
,,tilleggja“ kirkjunni öskjunnar
„fyrir legsfað þeirra íoreldra". mun
vera svo að skilja, að þau gefa kirkj-
unni gripinn til minningar um hið
tiltekna fólk, á sama hátt og kirkjum
hafa vcrið „tillagðir“ minningaskild-
ir og minningaspjöld.
ÖSKJURNAR AFHENTAR.
Öskjur þessar voru eign Bessa-
staðakirkju allt til ársins 1897. er þá-
verandi eigandi Bessastaða, síra Jens
Pálsson lét þær af hendi við Jón
konsúl Vídalín, í stað eftirlíkingar af
þeim, sem konsúllinn lét gera í stað-
inn. Þessi ráðstöfun vakti allrnikla
|gremju, sem vonlegt varr, svo og
ýrnsar fleiri tilraupir Jóns konsúls og
írúar hans til að komast yfir forna
og merka kirkjugripi. IComu fram
kröfur um það að afstýrt yrði með
lögum „brutli og prangi með hclgi-
dóma kirknanna“. Eigi dró það úr
óánægju þjóðliollra manna, er safn
þeirra konsúlshjóna var ein helzta
deildin í svonefndri „Dansk Koloni-
udstilling samt Udstilling fra Island
og Færöerna“, er haldin var í Kaup-
mannahöfn. Var sýning þessi ýmist
nefnd „hjálendusýningin“ eða
,,skrælingjasýningin“. Þar var ýmis-
legt muna frá Grænlandi, svo og ný-
lendum Dana í Vestur-Indíum. Þótti
íslendingum að vonum illur kostur
að vera settir á bekk með hverjum
öðrum hjálendum Dana. Fannst
mörgum smekkleysi, að sýna íslenzk-
ar stuikur á þjóðbúningi við hlið
eskimóa og blökkumanna, enda var
mikið um þessa furðulegu sýningu
ritað í blöð hér, þótt eigi verði það
rakið í þessu sambandi.
VERNDIJN FORNMINJA.
En ,fátt er svo með öllu illt, að
eigi boði nokkuð gott“. Svo var .um
hina áköfu söfnunarherferð Jóns
konúls Vídalíns og konu hans. í til-
« ._ ... *
efni af þeirri söfnun og „hjálendu-
sýningunni" var á alþingi 1905 sam-
þykkt svohljóðandi tillaga til þings-
ályktunar:
„Alþingi ályktar að skora á lands-
stjórnina að leggja fyrir næsta al-
þingi frumvarp til laga um verndun
fornminja í landinu og reisa nú þeg-
ar alvarlegar skorður gegn því, að
forngripum úr kirkjum eða frá öðr-
um opinberum stofnunum verði farg-
að úr landinu frekar en orðið er.“
Þessi hreyfing varð til þess, að
samþykkt voru árið 1907 lög um
verndun fornmenja og sérstakur forn-
menjavörður skipaður. Var sú lög-
gjöf hin þarfasta, enda má segja, að
hún kæmi í veg fyrir áframhald þess
,barbarisma“, sem ríkt hafði helzt
til lengi í þessum efnum.
Þá er loks þess að geta, að eftir
Sigurður fjósamaður var einkar
natinn við embættisverk sín. Eigi
þótti hann sérstakiur vitmaður, en
fóðrun og hirðing nautgripa lét hon-
um einkar vel. Meðal nauta þeirra,
sem hann átti að annást, var rauður
tarfur, hinn ágætasti gripur, enda
hafði Siggi .karlinn mikið dálæti á
honum. Um þær mundir, sem von var
á Friðrik konungi áttunda hingað til
lands (sumarið 1907), var tuddi gí(nj-
all orðinn og vissi Sigurður, að senji
myndi að því komið að honum yrÉíi
lógað. Þá var það einhverju sinni, að
strákar nokkrir komu að máli við
Sigurð, þar á meðal sonur húsbónda
hans, og sögðu honum þau tíðindi,
að nú ætti að fara að slátra rauða
bola og gera konunginum skó úr höf-
uðleðri hans. Þessu trúði Siggi díh
vel og sagði: '
„Já, nógu er það þykkt handa hon-
um þegar hann fer að sparka á möl-
inni í Reykjavík."
* * *
AKUREYRARSTÚLKURNAR.
Bólu Hjálmar kvað:
Píurnar þarna á Akureyri,
upp úr Kræklinga sprottnar leiri,
fléttuðu hár með fatadust,
líkt sem hneggjandi steddur stukku,
staup frillulífs í anda drukku,
þá skipkomufregnin skall við hlust.
Þessar sig fægðu allar utan,
einkum þó, held ég, neðri hlutann,
gekk samt hvergi af grárri kinn
þræla ætternis sóðasvipur,
þó sýndist snótin í fasi lipur;
annmarka hefur sérhver sinn.
blaðastyr þann, sem varð árið 1905
út af öskjunum frá Bessastöðum, (í
sambandi við ,,hjálendusýninguna“)
ánöfnuðu þau Vídalinshjón Þjóð-
minjasafninu grip þennan eftir sinn
dag. Síðar ánöfnuðu þau safninu einn-
ig alla íslenzka muni sína aðra. Var
það heiðarlega gert og mun sú ráð-
stöfun halda minningu þeirra betur
á lofti en flest annað. Má nú sjá í
Þjóðminjasafni gripi þá alla, er þau
hjón höfðu eignazt hér með ýmsum
hætti, þar á meðal hinar ágætu öskj-
ur úr Bessastaðakirkju.
G. G.