Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Qupperneq 4
Kf!LM5mf3& -WI
124
ALÞÝÐUHELGIN
mr:
ið scr við og greip dauðahaldi í
grófgerðan vísifingur hans. Kenluck-
arinn leit í kringum sig, feiminn og
undrandi. Það brá jafnvel fyrir roða
á veðurbitnum vöngum hans.
— Sko litla nagginn! sagði hánn
og losaði fingurinn með meiri blíðu
og varfœrni en búast mátti við af
honum.
Þegar hann síðar hitti Sanda Tip-
ton, hélt hann fingrinum á loft og
sagði hógvær:
— Hann greip í þennan, naggur-
inn!
Kiukkan var orðin fjögur um
nóttina, þegar kyrrð færðist loks yf-
ir búðirnar. í kofa Indíána-Söllu
brann þó ljós, því S'túfi kom ekki
dúr á auga. Hann varð að vaka yfir
reifabarninu.
Kentuckarinn gat ekki sofið held-
ur. Þegar allir aðrir voru sofnaðir,
gekk hann niður að fljótinu. Hann
blístraði annars hugar. Hann gekk
fram hjá kofanum þar sem ljósið
brann. Inn eftir dalnum. Blístrið gaf
þó til kynna óforbctranlegt kæru-
leysi.
Við rælur hávaxins furutrés sneri
hann við og gekk sömu leið til baka.
Eftir andartaks hik barði hann að
dyrum kofans. Stúfur opnaði.
— Hvernig líður? sagði Kentuclc-
arinn og gaut hornauga til skúffunn-
ar.
— O, vel sagði Stúfur.
— Og strákurinn?
— ITann er sprækur eins og hrrot-
kjarni og sefur eins og grís.
Kentuckarinn var vandræðalegur.
Svo — eftir drykklanga stund
hélt hann vísifingrinum á loft fyrir
framan Stúf.
— Hann greip í þennan, naggur-
inn! sagði hann og fór að svo búnu.
Daginn eftir var jarðneskum leif-
,um Indíána-Söllu sökkt niður í iitla,
einfalda gröf í fjallshlíðinni.
ECtir jarðarförina settu gullgrafar-
arnir fund til að ráðgast um, hvað
gera skyldi við barnið.
Það var ákveðið með hrifningu og
einróma atkvæðum að ala það upp.
Um það voru allir sammála. En
hvernig yrði heppilegast að haga
uppeldinu?
Tipton lagði til að barnið yrði
sent til Rauðhunds, annarra gullbúða
fjörutíu mílur frá Öskurstöðum. En
því var enginn samþykkur. Enginn
vildi sjá af þessum skjólstæðingi.
— Auk þess, sagði einn þeirra
(maður að nafni Tommi Svarkur) þori
ég að rassskella mig upp á það, að
galgoparnir í Rauðhundi myndu
gera sér lílið fyrir og skipta um
króga og láta okkur hafa allt annan
í staðinn!
Vantrú á mannlegar dyggðir ýfir-
leitt var það, sem mest einkenndi
lífið að Öskurstöðum.
Innflutningur kvenfóstru í búð-
irnar fékk ekki heldur góðar undir.
tektir. Það var borið á móti að eng-
in heiðarleg stúlka myndi geta stigið
fæti sínum að Öskurstöðum, og að
þeir hefðu „fengið sig fullsadda af
hinni tegundinni“.
Stúfur lagði ekkert til málanna.
En þegar hann að lokum var spurð-
ur ráða, lýsti hann því röggsamléga
yfir að hann og Jenný, asnan, myndu
vera einfær um að fóstr-a snáðann, ef
þeim yrði trúað fyrir honum.
Það var eitthvað frumstætt, djarft
og óvenjulegt við þessa tillögu. Hún
náði strax hylli gullgrafaranna.
Og Stúfur var einróma valinn sem
barnfóstra.
Þótt unclarlegt kunni að virðast,
þá lifði barnið og dafnaði. Náttúran
hallaði móðurleysingjanum að brjósti
sínu. Og í lireinu háfjallaloftinu
virtist hann finna einhver fjörexni,
sem bætti honum það, sem fæðunni
var áfátt.
Stúfxu* áleit þó, að allt ylti á ösnu-
mjólkinni og sjálfum honum.
— Ösnuhróið og ég höfum gengið
honum í móður- og föðurstað, var
liann vanur að segja.
Og svo bætti hann alltaf við:
— Láttu nú sjást, ögnin mín að
þú verðir okkur ekki til skammar!
Þegar snáðinn var mánaðargamall,
var ákveðið að skíra harni. Langir
fundir voru haldnir um málið. Svo
var, nafnið ákveðið. Hann skyldi
heita Gæfu-Tumi.
Móðurinni vildu þeir helzt gleyma,
og faðernið var óþekkt. Og sam-
kvæmt lögunum var drengurinn
nafnlaus.
— Kallið hann GæfxuTuma. Það
nafn verður honum ágætt vegabréf
gegnum líflð.
Og það varð úr.
Skírnardagurinn var ákvaðinn.
Siðameistari var lcosinn „Bpstonar-
inn“, mesti háðfugl gullbúðanna og
hugvitssamasti skemmtikraftur. Hann
bjó sig undir atburðinn í tvo daga,
og lítil hátíðarkantata var æfð. Sandi
Tipton var valinn guðfaðir.
Á skírnardaginn fóru gullgrafar-
arnir með blaktandi fánum og glymj-
andi hljóðfæraslætti upp í skógar-
lundinn, þar sem hátíðahöldin áttu
að fara fram. Drengurinn var borinn
að fagurskrýddu .,altarinu“.
Þá gekk Stúfur óvænt fram fyrir
söfnuðinn.
— Ég er ekki vanur að spilla i-
nægjustundum annarra, og það vitið
þið, hóf hann máls og litaðist um alls
ósmeykur. — En mér íinnst athöfnin
ekki fara rétt fram. Og hvað viðvikur
guðföðurnum, þá veit ég ekki hver
hefur meiri rétt til þess embætti.3 en
ég, sem hef verið bæði faðir og móð-
ir drengsins!
Djúpri þögn sló á söfnuðinn við
þessi athyglisverðu orð.
Stúfur sá sér leik á borði og hélt
áfram:
— Við erum hingað komnir til
þess að skíra drenginn. Og við mun-
um skíra hann. ... Ég skíri þig’
Gæfu-Tumi, samkvæmt löglegum
reglum Bandaríkjanna og Kaliforníu
— svo sannarlega sem Guð styrlcir
líkama minn og sál — að eilífu —
amen.
Það var að líkindum í fyrsta sinn
í sögu gullbúðanna, að nafn Guðs var
nefnt. Það varð engum að hlæja-
Tumi var skfrður jafn hátíðlega sem
hefði það gerzt undir kristnu þak-
Hann grét og var huggaður — á
strangtrúarlegasta hátt.
Svo hófst endurvakningin að Ö6É-
urstöðum.
Breytingin var svo hægfara, að
hennar varð tæpast vart.
Kofi Gæfu-Tuma var þveginn hátt
og lágt, málaður hvítur klæddur inn-
an með borðviði, veggfóðraður
búinn húsgögnum. Útskorin vaggan
af óviknum rósaviði — flutt þangað
á múlasna áttatíu mílna yeg — hafð1
„gert hinum húsgögnuiíiim skömm
til“. svo tilfærð séu ummæli Slúfs.
Veitingamaðurinn í Híðinu vild1
ekki vera eftirbátur hinna. Hann lát
færa sér gólfteppi og fjölda spejla-
sem hann kom fyrir víðs vegar á
veggjunum í híbýlum sínum. öfí
speglarnir höfðu þann kost —• á11
þess nokkur veitti því athygli — að
þeir stuðluðu að meira hreinlæti
snyrtimennsku meðal gullgrafat'
anna'.
í