Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Síða 5

Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Síða 5
ALÞÝÐUHELGIN 125 Hreinlætiskröfur Stúfs til þeirra, sem heimsóttu kofann, urðu Kentuck- aranum mikið áfall; honum var hirðuleysið svo rílct í blóði, að liann 'eit á fatnað sinn sem eins konar húð sem hann þyrfti engu að sinna fyrr en hún tæki að falla af lionum af sjálfu sér. En svo sterk voru hin leyndardómsfullu áhrif endur- vakningarinnar á gullbúðarmenn, að frá og með þeim degi, sem Kentuck- ^ranurn var meinuð innganga í kof- ann, kom hann þangað síðdegis dag hvern — klæddur hreinni skyrtu og með andlit og hendur, sem ljómuðu af sápuþvotti. Það varð á önnur jafn merkileg breyting að Öskurstöðum. Tumi varð að hafa svefnfrið. Það mátti undiif engum kringumstæðum halda fyrir honum vöku. Allur liávaði og ærsl voru bönnuð í nógrenni kofans. Gull- Srafararnir yrtu hver á annan í hálfum hljóðum og skiptust á bend- ingum. Það *var fólgin indíánsk al- vara í hinum nýja samtalstóni. Og loks hættu menn einnig að bölva innan hins friðlýsta svæðis. Öskur- staðir voru sannarlega endurfæddir. Það voru gullnir sumardagar í húðunum. Aldrei óður hafði vinnan við gullþvottinn og gullgröftinn ver- ið eins arðbær. Gæfan fylgdi þeim — bað var þeim öllum ijóst. Það tók að bóla ó djörfum áform- um. Einn búðarmanna lagði til að hyggt yrði hótel og nokkrum hefðar- fjölskyldum boðið að dvelja þar um sumartímann. Það yrði Tuma til Eóðs, áleit hann. — Að umgangast fínt fóllc og kynnast heiðarlegum stúlkum. Svo kom veturinn 1851. ... Hjúpur snjór lijúpaði hálendið. Eannkyngið var meira en gamlir u>enn mundu. Vorið kom. .. Hver lækjarsytra varð að fljóti, hvert fljót að stöðuvatni. Hvert gil °K skorningur breyttist í drynjandi fossa, sem hentust niður fjallshlíðina °K dreifðu ógn og eyðileggingu yfir hyggðina. Rauðhundur hafði tvisvar áður staðið undir flóðum. Að Öskurstöð- um byrjuðu menn að ugga um hag sinn. ■— Það var vatn, sem bar gullið hingað, sagði Stúfur. Landið hefur flætt áður. Flóðið kemur áreiðanlega aftur. Sömu nótt sprengdi fljótið flóð- garðana og sendi vígreifa herskara sína yfir brosandi dalinn. Um morguninn var kofi Stúfs horfinn. Síðar um daginn fannst lík Slúfs ofar í dalnum. En stolt öskur- staða, von þeirra og gæfa — Tumi — var horfinn. Það ríkti almenn sorg í gullbúðun. um. Menn gáfu upp alla von. Allt í einu heyrðist hrópaö neðan frá fljóts- bakkanum. Þar var kominn björgunarbátur frá þorpi neðar við fljótið. Bátsverj- ar höfðu fundið mann og lítinn dreng — báða hálfdauða af kulda og þreytu — um tveim milum neðar á fljótinu. Kannaðist nokkur við þá? Voru þeir héðan? Það var auðvelt að þekkja hverjir það voru. Eftir Jón Sigurðs8on, Höfundur eftirfarandi kvæðis, Jón Sigurðsson sýslumaður Dalasýslu, oft nefndur Jón Dalaskáld, var í betri skálda röð á sinni tíð, byrjun 18. ald- ar. Var hann talinn gáfumaður mik- ill og ýmsum hæfileikum gæddur, en á honum sannaðist sem fleirum, að sitt er hvort, gæfa og gjörfuleiki, Var Jón drykkfelldur mjög og staf- aði þaðan flest ólán hans. Faðir Jóns Sigurðssonar var Sig- urður Gíslason lögsagnari, er um skeið hafði sýsluvöld í Dölum. Hann var einnig skáldmæltur vel en drykkjumaður mikill. Átti hann í ill- deilum við Leirulækjar-Fúsa, eins og frá er greint í íslenzkum þjóðsögum. Sigurður drukknaði og skýrir síra Jón Halldórsson svo frá drukknun hans (í ættatölum sínum): „1688 nó- lægt fardögum fór hann með farm inn eftir firðinum (Breiðafirði) steyptist úr skutnum útbyrðis, þar hann stýrði með órinni, svo að hó- setar hans fram á skipinu vissu ekki fyrr en hann var sokkinn, fannst ei aftur“. Jón Sigurðsson er fæddur um Það var Kentuckarinn með Gæfu- Tuma í faðminum. Gullgrafararnir lutu niður að þessum kynlegu lagsbræðrum. Barn- ið var kalt og stirðnaö. — Gæfu-Tumi er dáinn! hrópaði cinn þeirra. Kentuckarinn opnaði hálfbrostin augun. — Dáinn? sagði hann. Röddin var eins og veikt hvískur. — Já, kunningi, þú átt lieldur ekki langt etftir sagði Sandi Tipton. Bros ljómaði á stórskornu andliti Kentuckarans. — Ég er að deyja! sagði hann. — Hann tekur mig með sér — segið það öllum — að ég fari með Gæfu-Tuma í fanginu. ... Og Kentuckarinn, þessi hrausti maður tók þéttingsfast um grannan líkama Gæfu-Tuma og hóf ferðina um fljótlð myrka, sem streymir að eilífu út í hið ókunna haf. ... 1685 og réðist ungur í þjónustu Odds lögmanns Sigurðssonar. Árið 1712 gerðist hann sýslumaður Stranda- sýslu, en lét af því starfi óri síðar og varð lögsagnari í Dalasýslu. Um þær mundir er mælt, að hann hafi beðið Katrínar Björnsdóttur á Staðarfelli. Segir sagan, að hann hafi „látið þang- að flytja tunnu brennivíns, farið svo að Staðarfelli og verið þar einn, sumir segja tvo mánuði, meðan hann saup upp af tunnunni, hafi Katrín þá ei viljað hann vegna drykkjuskapar“. Jón bjó í Bæ í Dölum. Hann gift- ist ekki né átti börn. Allmjög kast- aðist stundum í kekki með Jóni og Oddi lögmanni, enda var lögmaður óróagjarn og ofstopafullur. Hin al- kunna Tímaríma Jóns sýslumanns, er fyrst og fremst háð og níð um Odd og móður hgns, ógætlega kveðin, en vafalaust mjög ranglát í garð Odds. Tímaríma hefur orðið afar vinsæl með alþýðu. Hefur hún komið út í fimm útgáfum. Ríman (mansöngur- inn) hefst á þessum alkunnu vísum: Oft eru kvæða efnin rýr, ekki á stundum parið; ég á skrítið ævintýr, í þó lítið varið. B RV LL A U P S K V ÆÐI

x

Alþýðuhelgin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.