Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Side 7

Alþýðuhelgin - 30.04.1949, Side 7
ALÞÝÐUHELGIN 127 FRÁ STAÐARHÓLS-PÁLI. 20. Þár var á skálir skenkt skært vínið og áfengt, borðdúkar breiddir fagrir og bornir inn fiskar magrir bjóð tók sig þar að næra, þá mátti siði læra. 21. Sveinn einn hjá seggjum þar sérdeilis nettur var, að opna fisk ei nam haga, en áræddi þó að draga skötu út skjótt hjá kviðnum, skar þar S burðarliðnum. ^2. Mælskan býr mér ei hjá SVo megi ég greina frá borðsiðum borðsmannanna, brúðgumans og klerkanna, því er betra að þegja en þar af óskýrt áegja. ^3. Brauð kom á borðið þar, í betra lagi það var, ÍÖnguleg ferðakaka, fáir urðu á haka, sérn hana ei smakka fengi, sver ég hún entist lengi. 24. Hér næst kom hangið ket bvörs næsta lítið get, þvi erindis bögu eina óg lét þar fyrr um greina; spað saddi seggi rjóða, sem var af kroppnum góða. t>4 fúik þannin fékk sér mat fram kom eitt grautarfat, þar voru niðrí vænir Vel þrír ólekju spænir, snótum varð sízt úr vöndu öð smíða þar úr blöndu. Máltíð var enda á Öldungis komin þá, siðan var seggur valinn °g sendur í brúðarsalinn með skálir og skírar kveðjur, skínandi bar hann keðjur. 27 • Hann kunni að leita lags °g lokka brúðir strax, Velbúnar, vel tilreiddar Voru þær þá útleiddar, þó ei gerði öðrum muna mn 1 drykkjustofuna. • virtist þegnum mál þör gengi hjónaskál, brúðhjón fyr’ borðum stóðu °S bikar af vini hlóðu, síðan nam sinn hvör rekka sltt staup þar af að drekka. Einhver einkennilegasti og stór- brotnasti íslendingur á 16. öld var Páll Jónsson á Staðarhóli. Hann var gáfumaður mikill og skáld gott, en skapið með’ afbrigðum erfitt og ó- tamið, svb að helzt virðist sem hon- um hafi eigi verið með öllu sjálfrátt í því efni. Eigi var Páli um það, að láta hlut sinn fyrir neinum, hvorki kóngi né karli, og eru til um ákafa hans og stríðlyndi ýmsar sögur. Hér munu tvær einar sagðar. Sonur Páls, Pétur að nafni, var einnig stríðlundaður og skapstór og líkur föður sínum í mörgu. Vildi því oft kastast heldur en ekki í kekki milli þeirra feðga. Eitt sinn fór Páll út á Snæfellsnes og mætti þá syni sínum á Búlandshöfða. Svo háttar til í Búlandshöfðaskriðu, að stígurinn er liarla tæpur, svo að ógerningur þótti fyrir ríðandi menn að mætast þar, því hengiflug er fyrir neðan, allt í sjó fram. Þeir feðgar sáu hvor til ann- ars á höfðanum, en hvorugur vildi víkja fyrir hinum. Hleyptu þeir báðir á götuna, þótt tæp væri, og varð Páll neðar er þeir mættust. Komust báðir lifandi úr raun þessari, en svo fast nerust hestarnir saman, að reið- stígvél þeirra feðga voru öll nugguð og rispuð á þeirri hlið, sem að vissi. Páll var eitt sinn á ferð á sjó til Bjarneyja að sækja föng sína á nýju skipi. Samhliða honum sigldi óvild- armaður hans einn, sem ekki er 29. Þau horfðu ei í allt, á því það marka skalt að veizlunnar fólkið vottar voru tveir brennivínspottar, sem í hófinu hafði upp gengið, hvar af ölvaðist mengið. 30. Ung hjón et oaeterá í eina sæng stigu þá, múkurinn ómálstaði mikils góðs þeim árnaði og búskapar beztu þrifa, bað þau svo vel að lifa. 31. Um fólkið þá fækka réð, fékk það brúðurin séð, sinni lund snót nam þjóna og settist þá upp að prjóna, þó barnsbrók sumir segi, sannleik þann veit ég eigi. greindur, og kom til kappsiglingar með þeim. Sker var á vegi, sem beita þurfti fyrir. Einn liáseta Páls varaði hann við, en Páli þótti krók- ur að sneiða fyrir skerið og kvað: Ýtar sigla austur um sjó öldujónum káta; skipið er nýtt, en skerið hró, skal því undan láta. Litlu síðar bar þá á skerið. Brutu þeir skipið og fórust menn nokkrir, einn eða fleiri. Þá kom þar að hitt skipið, og spurði formaður Pál: „Viltu þiggja líf, Páll bóndi?“ Páll svaraði: „Gerðu hvort sem þér þykir sóma betur“. Voru þeir þá teknir af skerinu, en Páll settist aftur á hnýfil, sneri baki fram, hafði báða fætur útbyrðis og sat svo til lands. Þegar á land var komið, gekk Páll að formanni, laust hann kinnhest og gaf honum 20 hundruð í jörðu, með þeim orðum, að hið fyrra væri fyrir spurn- inguna, en jörðin fyrir björgunina. Skerið nefna sumir Tindastól, aðrir Pálsflögu, nyrzt í GassaskQrjum. Til er lýsing á Staðarhóls-Páli eftir Jón lærða, og mun hún eigi fjarri sanni. Þar segir: Páll var „ofbjóðan legur í orðum og lét fátt ótalað, allra manna ófalskastur". En' Jón lærði bætir við: „Hans náttúra var miklu betri en stór orð“, og mun það eiga að merkja, að liann liafi verið betri maður en stóryrði hans þóttu benda til. 32. Að því var fljóðið frótt fram til þess mið var nótt, heyri ég hyggna ræða: að hún hafi bent til kvæða manninum, með þeim hætti, að minnast, hvað vinná ætti. 33. Historían sýnir sig sem hún kom fyrir mig; eigi vildi ég hana auka, né nokkuð vana, en haga þó helzt svo orðum að hún mætti blífa í skorðum. 34. Ljóð þannig lykta ég lítil og einfaldleg, hróðrinum því ég hneyti hér eftir einhver breyti; læt ég svo lyktað þetta, lofsvert er það að frétta.

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.