Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Blaðsíða 1
 2G. tbl. Laugardaginn 15. júlí 1050. II. árg. Gils Guðmundsson: r Jörnson og í fyrri grein minni um norska skáldið Björnstjerne Björnson og afskipti hans af íslandsmálum, rakti ég nokkuð kynni hans af íslending- um, og gerði stuttlega grein fyrir því, hversu viðhorf hans til sjálf- stæðismála þjóðar vorrar breyttust smám saman, er hann kynntist mála- vöxtum. Var hann í fyrstu heldur andvígur íslenzku sjálfstæðishreyf- ingunni, taldi forystumenn hennar einþykka og næsta ósanngjarna í kröfum, en komst við nánari athug- un á allt aðra' skoðun, og tók þá skörulega málstað íslendinga í blaði sínu, ,,Norsk Folkeblad.“ Eftir að hið illræmda frumvarp til stöðulaga hafði verið lagt fyrir Alþingi 1369, gerðist Björnson hinn ötulasti máls- vari okkar á erlendum vettvangi, og hóf nú að fyrra bragði bréfaskipti við Jón Sigurðsson, sem hann hafði eigi þekkt áður persónulega. Lét hann það lítt fyrir standa, þótt vin- ur hans, Hilmar Finsen stiftamtmað- ur, væri fyrirliði í öndverðum fylk- ingararmi, en hann fylgdi stöðulaga- frumvarpinu fast eftir. Fyrsta bréfið, sem Björnson rit- aði Jóni Sigurðssyni, er ekki langt, en lýsir höfundi þess mjög vel, kappi hans og ákafa. Ætla ég því að birta það í íauslegri þýðingu. Það er dagsett 23. marz 1870, og er á þessa leið: „Þar eð vér eigum ýmis sameig- inleg áhugamál, vænti ég þess, að þér misvirðið eigi við mig, er ég sný mér nú til yðar og bið yður að útvega mér tímarit, blaðagreinar, skjöl og önnur plögg, sem ég gæti hagnýtt í hinu útbreidda blaði mínu, til að skýra fyrir Norðmönn- um viðhorf íslands gagnvart Dan- mörku, eins og þau eru í raun og sannleika. Einkum æski ég eftir hagfræðilegum gögnum um afleið- ingar hinnar dönsku óstjórnar, um einokunarverzlunina og böl það, sem af henni leiddi. Einnig væri gott að fá fleyg ummæli, og laust mál, sem sýna glögglega þann þunga hug, sem íslendingar hafa borið til Dana. Ef þér eruð vant við látinn, og eigið óhægt mcð að láta mig fá þessi gögn, getið þér þá ekki falið það öðrum á hendur? Gcgnin verð ég að fá, svo fljótt sem auðið er. Enginn maður veit, að ég hef snúið mér til yðar, né fær að vita það, ef yður sýnist svo. Ennfremur: Ef atkvæðagreiðsla væri látin fara fram á íslandi, og því lýst yfir á atkvæðaskrám, að íorn saga, sameiginleg afrek og svipaðir þjóðhættir valdi því, að framtíð íslands sé betur tryggð með tengslum við Noreg en Danmörku — þá gæfu íslendingar okkur ákveð- ið verkefni til umræðu á þjóðfund- um og til athafna handa stórþing- inu. Ef íslendingar vilja, þá sleppa Norðmenn aldrei framar máli þessu úr hendi sér. En málið þolir enga bið! Með' tilstyrk Noregs geía orðið miklar framfarir á íslandi. Norð- menn geta komið á föstum gufu- skipaíerðum til íslands og hafið strandferðir þar, lagt ritsíma til landsins og beitt sér fyrir samtök- um um stórauknar fiskiveiðar. Ekk- ert land í heiminum er færara um að gera þetta en Noregur. Öll fram- tíð íslands er í Noregi, eða réttara sagt, hér í Björgvin. Hér er stórfé, hér er áræðnir menn, hér er mikill áhugi á nýjum tækjum. En það, sem fyrst þarf að koma. eru gufuskip og ritsími. — Hér er þegar komin all- mikil hreyfing á mál íslands og hún dcyr ekki framar. Ef þér viljið ekki sinna neinu af þessu, bið ég yður að láta mig viía með símskeyti, því það liggur á. Með virðingu. Yöar Björnstjerne Björnson. Eins og að líkum lætur tók Jón Sigurðsson vel máli Björnsons. Það var að vísu ákaflega fjarri honum, að gína við þeirri flugu, sem fáeinir Norðmenn höfðu reynt að egna og Björnson virtist ekki með öllu frá- bitinn, — að fá ísland í stjórnarfars- leg tengsl við Noreg. En Jón var allra manna lægnastur að nota menn og stefnur hinum íslenzka málstað til framdráttar, jafnvel þótt hann sæi á þeim einhverja agnúa. Þótti hon- um ekki nema gott að geta hótað Dönum með Norðmönnum, svo lengi sem ásjnlni Norðmanna gæti talizt hættulaus fyrir ísland. Þá sá hann það og allra manna ljósast að auk- in verzlunarviðskipti við Noreg gátu orðið íslendingum mikill hagn- aður í baráttunni við selstöðukaup- mennina dönsku. Um þetta leyti voru, meðal annars fyrir atbeina Jóns Sigurðssonar, að rísa á fót verzlunar- samtök víðs vegar um land, og stefndu þau að ráði hans viðskiptum sínum mjös til Björgvinjar. Var þá stoínað „Islenzka samlagið í Björg- vin“ mjög um sama leyti og bréfa- skintin hófust milli Björnsons og Jóns Sigurðssonar. Jón svaraði bréfi Björnsons um

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.