Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Blaðsíða 4
206
ALÞÝÐUHELGIN
,þessa vöru aftur heim til föður-
húsanna.
Vér megum ekki líta smáum aug-
um á þetta mál fyrir þá sök, að ís-
lendingar eru lítil þjóð og fárnenn.
Landið á mildar auðlindir, og verður
eigi með neinum líkum á það gizkað,
hvað úr þjóðinni getur oi'ðið er fram
líða stundir. En án alls tillits til þess,
þá er stjórnarbótarmál íslands, sem
hefur nú í þrjátíu ár beðið réttlátra
úrslita, mikilsvert mál, sem Danir
verða, sæmdar sinnar vegna, að levsa
á farsælan hátt.“
Þessi grein Björnsons, og nokkr-
ar aðrar í svipuðum anda, urðu
dönskum blöðum heldur en ekki
hneykslunarefni. Einkum gekk fram
fyrir skiöldu skáldið Carl Ploug, rit-
stjóri „Föðurlandsins“. Hníflaði hann
Björnson oft og mörgum sinnum, og
eftir að sú grein birtist, sem nú var
lesin, gat meðal annars að líta eftir-
farandi ummæli í því blaði:
„Af vorri hálfu myndi það fráleitt
mæta sérlega mikilli mótspyrnu,
þótt íslendingum djtti nú það snjall-
ræði í hug, að gera herra Björn-
stjerne Björnson að keisara eða páfa
á íslandi, sjálfsagt með þjóðhöfð-
ingjanafninu Jörundur annar hunda-
dagakonungur.“
Til eru óræk gögn fyrir því, að
Hilmar Finsen ritaði Björnson oftar
en einu sinni á þessum árum, til að
hafa áhrif á skoðanir hans og stöðva,
ef hægt væri, skrifin í „Norsk Folke-
blad“, þar eð þau voru stuðningur við
málstað Jóns Sigurðssonar. En ekki
munu þessi bréf Finsens þafa haft
veruleg áhrif. Það var tæpleea á
nokkurs manns færi, að aftra Björn-
son í pólitísku máli, sem hann taldi
réttlætis- og sanngirnismál. Vinátta
hafði þá engin áhrif á berserkinn.
Eftir sem áður birtustí „Norsk Folke-
blad“ skörulegar greinar um íslands-
mál, allt þar til Björnson lét af rit-
stjórninni árið 1873. Hann hafði jafn-
vel í huga að skrifa sérstaka bók
um ísland, sögu þess, stjórnmálabar-
áttu og framtíðarhorfur. „Ég hef
efnið í bókina“, segir hann á einum
stað í bréfi. En þá gerðust tíðindi, sem
komu í veg fyrir það, að bók þessi
yrði nokkru sinni skrifuð. Árið 1872
hleypti Björnson af stað ægilegu ó-
veðri, hinu mesta, sem hann lenti
í um dagana, og var þó löngum
stormur í kringum hann. Sú hríð
hófst með minningarræðu nafntog-
aðri, sem hann hélt í Danmörku eft-
ir Grundtvig látinn. Þar kvað hann
upp úr um það, að Norðurlandaþjóð-
ir væru miklu nákomnari og skyld-
ari andlega Þjóðverjum en flestum
þióðum öðrum, og hvatti eindregið
til sátta milli Dana og Þjóðverja.
Ilann talaði um Slésvík. „Þjóðverj-
ar hafa breytt ranglega gagnvart
Norðurlöndum, gagnvart Danmörku,
en sá, sem hefur orðið fyrir rang-
indum, á hægast með að rétta hend-
ina til sátta, og ég held, að vér
getum fengið það úr vinarhendi,
sem vér náum aldrei úr hendi óvin-
ar“.
Hugur Dana í garð Þjóðverja var
slíkur um þessar mundir. að ræðan
vakti bæði hryggð og ákafa reiði.
Björnson hamaðist. og skrifaði hveria
greinina á fætur annari, en dönsk
blöð ólmuðust gegn honum. Meðan
þessari sviftingar stóðu sem hæst,
lagði Björnson flest annað á hilluna.
Þá leit hann einnig svo á, og vafa-
laust með réttu, að afskipti hans af
deilu íslendinga og Dana gætu ver-
ið óheppileg meðan hann var sjálf-
ur manna hataðastur í Danmörku og
óvinsæll víðar áNorðurlöndum. Vildi
hann þá að kunningi sinn og skáld-
bróðir í Svíbjóð, Viktor Rydberg,
skrifaði íslandsbókina, en úr því varð
ekki.
Til þess að fá frið til ritstarfa lagði
Björnson af stað frá Noregi í ágúst-
mánuði 1873 suður til Tyrol, og það-
an til Ítalíu. Þar með var ristjórnar-
ferli hans lokið. Skömmu síðar náð-
ist hinn mikilvægi áfangi í stjórnar-
máli íslands, með stjórnarskránni
1874. Afskiptum Björnsons af því
máli var þar með lokið, en alla stund
revndist hann tillögugóður í ís-
landsmálum og var vinur íslendinga
einlægur til liinztu stundar.
Það mun naumast orka tvímælis,
að hinn drengilegi stuðningur Björn-
sons við sjálfstæðismál okkar á ör-
lagastund þjóðarinnar hafði veru-
leg áhrif í þá átt, að afla málstað okk.
ar fylgis og vinsælda á Norðurlönd-
um. Fyrir það ber okkur að minnast
hans þakklátum huga, jafnvel þótt
hann hafi einhverntíma um það
dreymt, að ísland og Noregur tengd-
ust fastari böndum en íslendingar
óskuðu og raun hefur á orðið.
-----------4-----------
SMÆLKI
JÓN í BERUNESI.
Eftir að Algiersmenn rændu forðum
syðra og eystra, þóttust menn verða
varir sjóræningja, og kölluðu jafn-
an Tyi’ki. Þegar Jón í Berunesi var
gamall og nærri blindur orðinn, kom
eitt þess kyns skip inn í Reyðarfjörð.
Var Jón þá hjálpar beðinn. Hann lét
leiða sig út og benda fingri sínum á
skipið og kvað þessi stef:
Hátt ber segl við húna,
hefur strengi knúna,
krullað er hár og krúna,
krotaða hvarmabrúna,
Tapaða get ég frúna.
Séð hef ég risting rúna,
mig rankar til þess núna.
Setjist að því arður,
sókn og skerjagarður,
stormur og hafís harður.
Hann sé með því barður,
sem músarhausinn marður,
merjist vonsku arður;
íslands vega varður
verði því allur sparður.
Þá brá svo við, að skipið hringsner-
ist og sökk og sást aldrei af því tang-
ur né tötur. nema ein tunna, sem rak
á land, fulla af hand- og fótajárn-
um.
ARNARSTAPAVÍSUR.
Vísur þessar orti Sigurður Breið-
fjörð, þá er hann bjó á Grímsstöð-
um við Sleggjubeinu 1839—1841, en
það er skammt frá Stapa. Eitui'læk-
ur er spræna milli Stapaklifs og
túnsins á Stapa.
Illa er mér við Eiturlæk á Arnar-
stapa,
honum fylgir háð og sneypa.
liöldum flestum vill hann steypa.
Undii'föi'ull ofanjarðar aldrei
flýtur,
nema þar sem bergið brýtur
og bunan fram í sjóinn þýtur.