Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Blaðsíða 6
208
ALÞÝÐUHELG'IN
og svo þegar þau hiustuðu á tónlist-
ina, heyrði hún ópin frá þeim, sem
runnu um þilfarið í ískaldri nóttinni.
Fyrsta skipti í langan tíma kenndi
hún undarlegrar þægindatilíinning-
ar.
Þegar liann fór um morguninn,
þegar hann hafði borgað fyrir rúmið
og kaffið, kom hún fram með skrínið.
Hún hafði sótt það inn í hornið áður
en dagur rann. Þarna stóð hún og
taldi peningana, í síðasta sinn. Jón
var dáinn.
Fyrst vildi hann 'ekki taka við
peningunum, en svo tók hann við
þeim, og hún sá hann fara með skrín-
ið í hendinni niður gegnum kjarrið.
Hún sá að hann haltraði áberandi.
Hann hafði ekki verið svona haltur
þá. En nú var hann farinn að eldast,
orðinn að minnsta kosti hálfsjötugur.
Hann ætlaði að skrifa, þegar upp-
finningin væri komin af stað. Hún
sá hann hverfa í úðarigningunni í
kjarrinu og hugsaði allan tímann um
það, hvort hann hefði munað nokk-
uð. Hún hafði ekki komið sér til að
spyrja um það. En alla nóttina hafði
hún hugsað um „Titanic“ og um
stríðin tvö, sem síðan höfðu verið,
og um Jón, og að nú væri útvarpið
aftur í lagi. Hann hafði gert henni
mikinn greiða, þessi umboðssali, að
koma tækinu í lag.
Og svo — loksins — hafði henni
dottið það í hug. Hún gat hjálpað
honum aftur, í þakklætisskyni fyrir
allt, sem hann hafði gert fyrir hana.
Hún sá hann hverfa í kjarrinu, þar
sem hún stóð á steinhellunni fyrir
framan húsið. Síðan fór hún yfir í
fjósið með fötuna. Hann hafði lofað
að skrifa, þegar tilraunirnar væru
komnar í gang, þegar hann væri bú-
inn að konsentrera sig.
í hverri viku ætlaði hún að fara
niður í byggðina og gæta að bréfinu
í gula kassanum, og einn dag mundi
það liggja þar. Þá mundi hún vita,
að það væri komið í gang hjá hon-
um. Og ef það kæmi lítið barn út úr
einhverjum stórbænum þar neðra,
þá færi hún kannski og heilsaði upp
á kunningjana.
Lísa fann vörn í þessu — vörn
gegn gamalmennahælinu, gegn
hreppstjóranum og gegn skelfingum
heimsins og gegn söknuðinum vegna
Jóns. Þegar hún hlustaði á útvarpið
á kvöldin, hélt hún áfram að prjóna
handa Jóni. Hann var dáinn, hafði
verið drepinn í stríðinu; en þeir voru
svipaðir á stærð, Jón og faðir hans,
umboðssalinn. Þeir höfðu sömu
næmu fingurna, sem gátu allt.
Og þegar hún stóð við póstkass-
ann, sem hékk á staur ríkisins við
aðalveginn, fann hún vörn gegn
heiminum í eftirvæntingunni. Hún
kom á samhengi milli daganna og
þess, sem gerðist áður fyrr, þess sem
hún hélt hún hefði gleymt, tímans
fyrir „Titanic“. Það var-áðúr en allar
skelfingar urðu svo stórar í heimin-
um, að ekki var til neinn mælikvarði
á þær. Það var fyrra stríðið og það
var þetta. Það rann allt saman, af
því það var of stórt. Og það var Jón.
í hverri viku starði hún lengi nið-
ur í póstkassann, blind af eftirvænt-
ingu og hamingju.
REINH. REINHARDTSSON —
Vígi íslenzkrar menningar.
i.
Á bjargi þar sem blóm ei festi rót,
sér byggði íslenzk menning vígi glæst.
Það teygir sína turna himni mót,
er tákn þess anda’, er leitar dýpst og hæst.
Svo hrein og mild og hlý sem vorsins blær,
og hljómsterk eins og brim, sem klettinn slær,
hér skal vor tunga túlka lífs vors lag,
og lyfta i æðra veldi hversdagsbrag.
II.
Hér skal vor list í ljóði og sögn og lit
oss lyfta yfir dagsins margþætt strit.
Ilér skal vor hugur hærri þroska ná,
og hér skal eflast lífsins dýpsta þrá,
sú þrá, sem innst í brjósti allra býr,
og bæði veikt og sterkt til dáða knýr,
sem bærir skáldsins tungu og haga hönd
og hljómblæ nýjum strýkur yfir lönd.
III.
Vort sverð í sókn og vígi í vörn þú sért,
á veggjum þínum brotni aðkast hvert,
sem öldur hafs við hamraþilin blá
og hrannir skýja fjallagnýpum á.
Sem öræfanna andi lireinn og frjáls
sé andi þinn, í formi lits og máls.
I lands vors sögu leiktu nýjan þátt
og lyftu vorum forna arfi hátt.
Reinh, Reinhardtsson.