Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Blaðsíða 3

Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUHELGIN 205 í Björgvin og Stafangri, . stefnir mönnum hér á þjóðfundi, gerir mál- ið að íslenzku máli og norsku; nú er það aðeins dansk-íslenzkt. í náinni framtíð kemur ritsíminn frá Ameríku yfir ísland, Noreg og Rússland. Þá verður lítill vandi að koma honum í sjávarþorpin á ís- landi. Eimskipagöngur koma ekki af sjálfu sér, nema þá fáeinar tilraun- ir. Hér verður ríkið vissulega að hafa forgönguna, og það er víst, að norska ríkið hefst ekki handa eins og nú háttar, fyrr en norskt fjármagn neyðir það til þess. Að undangenR’ inni atkvæðagreiðslu væri það þó annað mál. Þá geta gerzt furðuverk . . . . . Blað mitt er jafnan reiðubúið til að styrkja málstað yðar. Ég myndi ekki hika við af fylla hvert blaðið á fætur öðru með greinum um íslenzk efni. Og sízt af öllu hræðist ég það, þó að Danir íormæli blaði mínu“. Þótt Jón Sigurðsson væri ekki fylgjandi öllum tillögum Björnsons, kunni hann vel að meta og hagnýta þann stuðning, sem skáldið veitti hinum íslenzka málstað. Kemur það ijóslega fram í bréfum, er hann rit- aði vinum sínum á íslandi um þess- ar mundir. Skal í því sambandi að- eins vitnað í bréf til Halldórs Kr. Friðrikssonar, frá 30. apríl 1870. þar farast Jóni orð á þessa leið: ,.Um mál okkar er það helzt að segja, að nú erum við búnir að kveikja í Norðmönnum, og það vona ég slokkni ekki aftur svo fljótt. Þeir eru nú að studera þessi ,,Aktstykker“, sem dómsmálastjórnin var svo góð að láta prenta, og finna þar nóga nær- ing sálum sínum. Þeir eru alveg með okkur, sem von er af mönnum, sem standa fyrir utan og geta vegið mál- stað hvorutveggju. Björnstjerne Björnson, kunningi Finsens, er for- sprakki fyrir þessari atreið Norð- Nokkrir þeirra manna, er við sögu koma: — Talið frá vinstri: — Skáldin Björnstjerne Björnson og Jónas Lie, Hilmar Finsen lands- höfðingi og danski stjórnmálamaðurinn Orla Lehmann. manna að miklu leyti, og vill um leið accordera við Dani um hólmann, þar eð þeir kunni ekki að fara með hann. Dönum finnst reyndar ekki til þessa, en hvað skai segja? Þeir láta eins og þeir ætli að humma þetta fram af sér og hunzkast við, en það dugir ekki, því alltaf verður þyngra og þyngra élið, sem dynur á þcim.“ Ekki lét Björnson sitja við orðin tóm um að rita í blað sitt greinar um sjálfstæðismál íslands. Komu þær allmargar, og er ckki rúm til að rekja það ýtarlega hér. Læt ég nægja að birta eina þessara rítgerða, dálítið stytta í þýðingunni. Hún birtist í „Norsk Folkeblad" 30. október 1871, og er á þessa leið: ,.í meira en þrjátíu ár hefur danska þjóðin nú notið /rclsis síns og ráðið lögum og framkvæmdum í eigin landi, en ísland er ófrjálst enn í dag. Þetta er skömm fyrir dönsku stjórn- ina og ríkisþingið og þar með fyrir þjóðina alla. Þessi vanvirða verður engan veginn hulin með hrópyrðum um þráa og óbilgirni íslendinga. Vér tókum afstöðu með Dönum í Slésvíkurmálinu, eins og rétt var og sjálfsagt, en hversu eðlilegt er þá ekki, að vér látum þjóðfrelsi íslend- inga til vor taka, þegar Danir hafa ekki vit á að gera skyldu sína. Carl Ploug, ritstjóri „Föðurlandsins“, hefur eigi látið hjá líða að brýna oss, norræna menn, til ötullar fram- göngu í Slésvíkurmálinu, en sá hinn sami ristjóri hefur skotizt undan á- byrgð sinni gagnvart íslandi, sem eigi er síður norrænt land en Slés- vík, og þiáist undir langvarandi rang- sleitni. Þegar hið nýja frumvarp dönsku stjórnarinnar var lagt fyrir þ:ng íslendinga, lét Ploug sér þau dæmalausu orð urn munn fara, að það skipti engu máli, hvað nokkrar hræður á íslandi vildu vera láta. Það var meiri hluti þjóðþings íslendinga, sem hann átti við með þessum orð- um. Nú þegar alþingi íslendinga hefur hafnað síðasta stjórnlagafrumvarpi Dana, og sýnt er, að danska stjórn- in vill ekki neitt frekar í því máli gera, tökum vér aftur til óspilltra málanna, að fylgja fram rétti íslands. ' Vér höfum aldrei, — þótt „Föður- Iandið“ danska berji það blákait fram í einstaklega rætnislegum greinum —, barizt fyrir yfirráðarétti Noregs yfir íslandi. Einn af samstarfsmönn- um blaðs vors hreyfði því að vísu lauslega, en vér höfum aldrei sagt annað en það, að hafi Danir eigi manndáð til að koma sæmilegri skip- an á sjálfstæðismál íslands, væri betra og cðlilegra fyrir íslendinga að laka unp aftur hið forna samband við Noreg. i Iívað er í vegi fyrir því, að ísland fái sérstakan ráðgjafa, sem beri á- byrgð gagnvart alþingi? ísland er sérstakt land, fjarri öðrum löndum, langt í burtu frá Danakonungi. IIví cr íslendingum ekki leyft að fá sér ráðgjafa sjálfum, já, kóng ef þeir vilja; lofi menn þeim að kalla hann keisara, patríark eða páfa! Hvað varðar Dani um það. hvaða gegn hafa þeir af að skipta sér af slíku? Siðasta stöðulagafrumvarp Kiegers ráðherra er pólitískur harðfirskur af verstu tegund, sennilega kominn í beinan karllegg af harðfiski þeim, sem Hermann sálugi von Brcmen- íeld talar um, og því danskur þorsk- ur í húð og hár. (Hér má skjóta því inn, svo sem á milli sviga. að Herman von Bremenfeld er næsta skringileg .persóna í gamanleik cftir Holberg). Slíkt ómeti á því ekkert erindi til íslands, og ættu hinir frjálslyndu flokkar í Danmörku að neyða hinn seinheppilega ráðherra til að flytja

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.