Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Blaðsíða 2
204
ÁLÞÝÐUHELGIN
hæl, og segir í upphafi máls síns:
„Ég vil þakka yður fyrir hið djarf-
mannlega og hreinskilna bréf til mín
frá 23. þessa mánaðar, og leyfi ég mér
að vona, að við í höfuðatriðum að
minnsta kosti getum orðið samferða,
þó að þér séuð skáld en ég ekki, því
að ég held vissulega, að ekki einung-
is sameiginleg áhugamál tengi oss
traustum böndum, heldur og sam-
eiginleg einkenni, og þótt eitthvað
greini á milli, er það ekki meira en
aðgreinir tvær hliðar, — mér liggur
við að segja, — tvær álnir af sömu
voðinni.
Ég er yður mjög þakklátur fyrir
hinn brennandi áhuga, sem þér haf-
ið á málefnum þjóðar minnar, og ég
held að allir landar mínir séu það
líka. Þér getið eigi fengið betri vitn-
isburð í þessu máli en danska „Dag-
blaðið“ gefur, sem telur yður meðal
helztu andstæðinga stjórnarstefn-
unnar í íslandsmálum. Vildi ég óska
þes3, að hinn íslenzki floklcur vor
mætti nokkrum sinnum enn vænta
frá yður golu í seglin, svo að vér
líktumst í því efni forfeðrum vorum,
Hrafnistumönnum hinum fornu, að
vér fengjum smám saman byr, þótt
vér drægjum upp seglin í logni.“
í síðari hluta bréfsins bendir Jón
Sigurðsson Björnson á rit þau og
gögn, sem æskilegast væri að hann
kynnti sér og hefði stuðning, af.
Heldur ræður hann honum frá því,
að leggja mikla áherzlu á íslenzk á-
deilukvæði og níðkveðlinga um Dani,
þótt vissulega sé af nógu að talca. Hitt
yrði stórum áhrifameira, að leggia
á borðið tölur og önnur óyggjandi
rök, sem einnig séu nær óþrotleg.
Niðurlag þessa merkilega bréfs er
því miður glatað.
Björnson svaraði bréfinu hinn 30.
marz. Hann leggur enn sem fyrr
mikla áherzlu á gufuskipaferðir
milli íslands og Noregs, og talar um
nauðsyn ritsímalagningar ti.1 íslands.
Þá víkur hann einnig nokkuð að
þeirri tillögu sinni úr fyrra bréfinu,
að íslendingar lýstu því yfir með al-
mennri atkvæðagreiðslu, að þeir
vildu losna með öllu úr sambandi við
Danmörku, en taka upp stjórnmála-
og viðskiptatengsl við Noreg. Þyk-
ir honum heldur miður, að Jón skuli
ganga á svig við þá uppástungu í
svarbréfi sínu. „Ég veit, að þér eruð
höfðingi íslands, en þó er frelsis- og
viðreisnarmál þjóðarinnar enn
meira“, segir Björnson, „og atkvæða-
greiðsla þessi verður að fara fram,
ef ekki fyrir forgöngu yðar, þá ann-
ara. Þótt sú atkvæðagreiðsla leiði ís-
land ekki að hlið Noregs, skýtur liún
Dönum skelk í bringu, og Danir virð-
ast aldrei geta fylgt réttu máli, nema
þeir séu hræddir“.
Og Björnson sækir í sig veðrið.
„Hin rétta stefna er þessi: Sími frá
Björgvin, gufuskip frá Björgvin og
útgerðarmenn vorir til íslands. Þetta
er númer eitt! Númer tvö er það, sem
þér berjist mest fyiúr, stjórnarskrá-
in og fiárhagsmálið!
. . . Þetta veit ég, einmitt af því
að ég er skáld. Gefi það algóður guð,
að mér auðnist að hjálpa yður! Á því
hef ég fullan vil ja. Skrifið mér, fræð-
ið mig, leiðbeinið mér, — skammið
miig, þegar yður finnst þess þurfa.
Ég vildi feginn vera yður dugandi
drengur".
Jón Sigurðsson lét ekki standa á
svarinu, og tók hann nú uppástungu
Biörnsons um þjóðaratkvæðagreiðslu
á íslandi til rækilegrar meðferðar. —
Hann kvað Björnson vitna mjög í
það„ hve miklar framfarir hefðu að
undanförnu orðið á Finnmörk. „En
það er eigi eins ástatt um ísland
eins og Finnmörk“, segir Jón. „Vér
íslendingar erum sérstök þjóð og höf-
um þjóðarskap, eigi síður eri Norð-
menn, kannske nokkuð líkt skapi
þeirra. Og þjóðarskap okkar lætur
sig hvergi, það vill engin óséð hnífa-
kaup hafa, hvorki við Dani né hina
kæru frændur vora í Noregi'1. —
Eftir að hafa skýrt þetta mál ræki-
lega, ræður Jón eindregið frá því, að
Björnson fari að reyna að lirinda
af stað þjóðaratkvæðagreiðslu á ís-
landi. „Ég' bið yður að gæta að því,
að ef slík tilraun misheppnast, eins
og ég tel líklegast, verði hún gerð
svona út í bláinn, þá mun málefni
vort hljóta af því mikið tjón, með
því að Danir munu telja það sér til
styrktar. Aftur á móti mun það efla
málstað vorn langtum betur, ef þér
styðjið kröfur vorar kröftulega og
haldið þeim fram betur en ég hef
gert, einkum frá siðíerðilegu og rétt-
arfarslegu sjónarmiði. Til þess eru
næg rök, að gera ákveðnari og rót-
tækari kröfur. Af ásettu ráði hef ég
farið svo hægt í sakirnar sem auðið
varð, en margir kröfuharðari menn
standa á bak við mig, og þeir munu
koma fram seinna“.
Þá víkur Jón að viðskiptamálum
íslands og Noregs, og kveðst þar
vera fylgjandi ýmsum tillögum
Biörnsons, þótt nokkra annmarka
sjái hann á sumum þeirra. Eigi
kveðst hann vera trúaður á það, að
Norðmenn leggi ritsíma til íslands
né haldi þangað unpi föstum pufu-
skipafer^pm, nema bví aðeins, að þeir
hefðu að gæta norskra hagsmuna og
auðæfa á íslandi. Segist Jón ekki
vera hræddur við bað, að svo komnu
máli, þótt nokkuð af norsku fiár-
magni vrði flutt til íslands og iaöt
þar í fyrirtæki. Slíkt gæti miklu
fremur orðið t;l þess, að leiða þróun-
ina í rétta átt. Hin norska sam-
keppni yrði fyrst um sinn við danska
sp]stöðukaupm°nn, og ætti því ekki
að skaða bag íslands að neinu leytú
Þó kveðst hann vilia taka það glögg-
lega fram, að nor°kt fiármagn til at-
vinnurekstrar á íslandi væri engin
allsher iarlausn á vandamálum lands-
ins, sízt til frambúðar. „En ég er
ekkert hræddur við það“ segir Jón,
„þótt þið hnuplið frá okkur nokkrum
selum, meðan við getum ekki veitt
bá siálfir. Selunum fjölgar aftur, og
bá finnum við þá einhvern tíma
líka.“
I næsta bréfi er Björnson á und-
anhaldi frá þeirri stefnu, að atkvæða-
greiðslan fyrirhugaða yrði um stjórn-
arfarsleg tengsl Noregs og íslands.
Hann segir: „í atkvæðagreiðslunni
má áskilia sér hvað sem vilL Hún
getur blátt áfram verið um bað, að
krafist sé íslenzkrar sjálfstjórnar, og
að áður séu útkliáðir reikningar al'-
ir við Dani. Hún þarf heldur keki að
vera um fullan skilnað íslands og
Danmerkur, heldur um það eitt,
ísland stofni til fiskveiða- og ef til
vill verzlunarsambands við oss Norð-
menn. Takmarkið er heill íslands,
endurheimt þess í hóp Norðurlanda-
Þeaar velmegun og framtakssemi
dafnar á íslandi, verður það öflug-
ur hlekkur í menningarlífi Norður-
landa, kraftur, sem veitir nýju, þjóð-
legu lofti til vor allra, hinum þrótt-
mikla anda norrænnar fortíðar, en
undir merki hans verðum vér allir
að ganga að nýju . . .
. . . Látið yður skiljast þetta, að
slík atkvæðagreiðsla getur haft mik-
il áhrif. Hún kveikir í kaupmönnum