Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Side 18
Þótt Sigyn sé komin vel á full-orðinsaldur hefur hún aldrei farið á útihátíð. Hana hefur aldrei langað það. Það sem hún hefur heyrt um útihátíðar bendir til þess að þær séu mestu sóðastaðir sem hægt er að komast á. Í mörgum skilningi þess orð. Vinur Sigynar, sem hafði farið á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum eitt árið, kallaði Herj- ólfsdal „stærsta útiklósett landsins“ og þarf ekki að hafa fleiri orð um þá skilmerkilegu lýsingu. En sóðaskapurinn er líka af öðrum toga - mun alvarlegri - nauðganir, líkamsárás- ir, hópslagsmál og þaðan af verra. Óhófsdrykkjuna og fíkniefnaneysl- una sem margir telja tilheyra versl- unarmannahelginni má einnig flokka sem sóðaskap - andlegan sem líkamlegan. Sigyn hefur engan skilning á því að fólk - jafnvel á öllum aldri - hafi yfirleitt löngun til þess að verða vitni að hvílík- um sóðaskap sem um er að ræða, hvað þá að það finni hjá sér þörf til að taka þátt í honum. Hún hefur nákvæmlega ekkert umburðarlyndi gagn- vart foreldrum sem leyfa börnum sínum að fara á útihátíðar - jafnvel eft- irlitslaus. Sigyn stendur í þeirri bjargföstu trú að það sé einfaldlega ekki hægt að vera of strangur við börnin sín. Það er hægt að vera strangur án þess að vera vondur og það er hægt að beita aga án þess að kúga eða beygja. Auðvitað verða börn - sérstaklega þegar þau eru komin á unglingsaldur - að fá að láta í ljós vilja sinn. Vitaskuld verða foreldrar að taka tillit til langana og þarfa barna sinna. En það er ekki þar með sagt að foreldrar eigi að láta eftir börnum sínum það sem þau langar „svo rosalega“ - eins og til dæmis að fara með vin- unum til Eyja. Því hlut- verk foreldra er ekki síst það að setja hömlur. Að búa til ramma. Að kenna börnum sínum hvað má og hvað ekki má, hvað er æskileg hegðun og hvað ekki. Auðvit- að er það óæskileg hegðun 16 til 18 ára unglinga að hella sig dauðadrukkna við aðstæður sem þeir fá jafnvel ekki ráðið við. Að sjálfsögðu er ábyrgð- in foreldranna. Þeir verða að kunna að segja nei - og standa við það. fimmtudagur 2. ágúst 200718 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsími 512 7005, auglýsingar 512 70 40. Að kunnA Að segjA nei sigyn Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. ... líti ekki glaðan dag eftir verslunarmannahelgina. Virðingarleysi Leiðari Makalaust er hvað sumt fólk ber litla virðingu fyrir öðru fólki. Þess sér stað í svo mörgu. Ofsaakstur, líkamsmeiðingar, ólæti og margs konar fantaskapur setur sífellt meiri og meiri svip á samfélagið. Harkan eykst og fleiri verða fyrir henni en áður. Verslunarmannahelgin er hættustund. Um þær helgar hafa orðið alvar- leg slys og ódæðismenn hafa framið alvarlega glæpi. Varnir saklausra eru oft veikari þessa helgi en almennt er þar sem drykkjuskapur þykir sjálfsagðari þessa helgi en oftast. Í þessu tölublaði DV segir frá ofsóknum á hendur konum og hversu ömurlegar afleiðingar þær geta haft í för með sér. Segja má að þjóðfélagið sé meira og minna ofsótt af ökuníðingum, sem verða hættulegri núna en oftast þar sem umferðin er meiri og þess vegna verður fleira fólk í hættu af þeim sökum. Lögregl- an þarf að vinna vandasamt verk, stöðva ofsaakstur, ölvaða öku- menn og reka þá áfram sem keyra langt undir leyfilegum hraða- mörkum. Þeir eru líka hættulegir. Nauðganir og önnur ofbeldisverk fylgja drykkjusamkomunum. Þangað leita óvandaðir menn vitandi að þar er fórnarlömb að finna. Mótsgestir eiga oft erfitt með að verjast ofbeldismönn- unum, stundum sökum ölvunar og stundum vegna aflsmunar. Verslunarmannahelgin er kjörin fyrir skríl og glæpahyski. Þess vegna reynir meira á annað fólk og mikils vert ef fólk getur stað- ið sem mest saman til að verjast ágengni þeirra vondu. Auðvitað er það að bjóða hættunni heim að kalla saman fólk í þúsunda tali þar sem aðstæður eru oft erfiðaðar. Hreinlæti tak- markað, lýsing lítil og ef veður verður vont verður aðbúnaðurinn því verri. Þeir sem boða til mannsafnaðanna gera það í gróðavon. Þeir verða að bera ábyrgð á því að skaðinn af samkomunum verði sem minnstur og ekki verði við það unað að ofbeldismenn komi fram vilja sínum. Þess vegna er nöturlegt að heyra hversu treg- lega ábyrgðarmenn Þjóðhátíðarinnar í Eyjum taka þeim sjálf- boðaliðum sem vilja berjast gegn nauðgunum og vilja aðstoða þær stúlkur sem verða skotmörk ofbeldismannanna. Ekki má vera sama hvernig peninganna er aflað og þeir sem velja þessa leið verða að vera ábyrgir og gera allt, allt sem hægt er til að kom- ast hjá því að einstaklingar líti ekki glaðan dag eftir verslunar- mannahelgina. Að sama skapi má kæruleysi í umferðinni ekki verða til þess að eyðileggja eða taka líf. Þar er ábyrgðin okkar allra. DómstóLL götunnar Hvert ferð þú um verslunarmannaHelgina: „Ég verð heima. Ég fíla ekki að fara í tjaldútilegu og að auki er spáð rigninu um helgina. annars fer ég á fiskidag- inn mikla á dalvík og svo er ég að fara að ferðast út um allt land.“ Arndís Björgvinsdóttir, 37 ára þjónustufulltrúi „Ég er að fara á unglingalandsmótið á Höfn. Þar mun ég keppa í fótbolta með Hk. Við ætlum að fara þangað til þess að vinna en ég er ekki viss hvort ég verði í tjaldi eða öðru. Það verður fullt af liðum þar og ég hlakka til.“ Harpa Ósk Björnsdóttir, nemi „Ég á heima á ísafirði. Ég verð þar líka, annars veit ég það ekki. Ég veit ekki hvort mig langar á útihátíð. Við förum sjaldan í tjaldútilegur, við förum frekar í sumarbústað.“ Samúel Jóhann Guðnason, 11 ára nemi „Ég held ég fari bara til ísafjarðar. Ég fer oft með foreldrum mínum þangað. Það er mjög gaman á ísafirði. stundum er hátíð þar en mér finnst alltaf gaman þar.“ Benóný Helgason, 10 ára nemi sanDkorn n Innan veggja fréttastofu Stöðvar 2 og ritstjórnar Íslands í dags virðast flestir ganga út frá því sem vísu að Svanhildur Hólm Vals- dóttir taki við ritstjórn Íslands í dag nú þegar Steingrím- ur Sævarr Ólafsson er tekinn við starfi fréttastjóra Stöðvar 2. Nú á að- eins eftir að koma í ljós hvort stjórnendur fyrirtækisins verði á sömu skoðun og starfsmenn- irnir. Svanhildur verður þá þriðji ritstjóri þáttarins á inn- an við ári. n Meira af fjölmiðlum. Nú þurfa leiðaraþyrstir fréttahákar ekki lengur að lesa leið- ara Ólafs Stephen- sen í Blað- inu. Þeir geta fengið hann í pod- casti eða hlaðvarpi á mbl.is. Ólafur er farinn að lesa upp leiðara sína og geta áhugasamir hlaðið þeim niður til að hlusta á þá, hvort sem viðkomandi vilja hlusta á Ólaf lesa leiðarana í tölvunni sinni eða hlaða í iPodinn sinn til að hlusta á þá á skokkinu. n Ekki er allt sem Mogg- inn skrifar Moggalygi í aug- um vinstrimanna. Allavega virðist Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður vinstri grænna, sáttari við Moggann en Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra þessa dag- ana. Þetta er vegna andstöðu samfylk- ingarfólks, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, við að taka upp við- ræður við Hamas sem sigruðu í palestínsku kosningunum. Mogginn er á öndverðri skoð- un og virðist Ögmundur því eiga meiri samleið með hon- um en hinum vinstriflokknum. n Árásin sem Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrir- liði og leikmaður Barcelona, varð fyrir í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi hefur vakið athygli. Eiður slasaðist víst ekki að ráði og ákvað að kæra ekki. Velta nú sumir fyrir sér hvort þetta sé rétt ákvörðun hjá kappan- um, allavega telja sumir að hann hefði átt að vera öðrum fyrirmynd með því að kæra og láta árásarmanninn ekki komast upp með ódæðið. Aðrir benda á að fótboltakappar eigi nú ekki endilega að vera fyrirmyndir, nema ef til vill á vellinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.