Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Page 30
fimmtudagur 2. ágúst 200730 Helgarblað DV HVERNIG VEÐUR VERÐUR UM VERSLUNAR- MANNAHELGINA 10 14 12 13 12 12 FÖSTUDAGUR: Djúp lægð suðvestur af landinu. Hún er sér- lega djúp ef mið er tekið af árstím- anum. Nokkuð hvasst verður suð- vestan- og vestanlands, en síður um norðan- og austanvert landið. Sér í lagi er hætt við að hvasst verði með suðurströndinni. Það má gera ráð fyrir eindreginni rigningu um mest allt land, en fyrir norðan og austan fer þó ekki að rigna fyrr en um kvöldið. Í þeirri hvössu austanátt sem spáð er segir reynslan okkur að vindur verði byljóttur og geti hæg- lega orði skeinuhættur ferðalöng- um á vegum úti, sérstaklega þar sem aftanívagnar eiga í hlut við Hafnarfjall og undir Eyjafjöllum. Líkast til einnig á þjóðveginum um Öræfasveit (Sandfell-Fagur- hólsmýri). (Of snemmt er að geta sér til um það hversu lengi hvasst verður og nákvæmlega hvenær dagsins). LAUGARDAGUR: Styttir upp að mestu norðaustan og austanlands. Þar má gera ráð fyrir ágætis veðri á laugardag, SA-átt, sem víðast verð- ur fremur hæg. Sólskin annað veif- ið og hitinn gæti komist í 15-18°C. Á Vestfjörðum og við Breiðafjörð er útlit fyrir allhvassan vind af norð- austri og þar skúraleiðingar eða rigning. Um sunnan- og suðvestan- vert landið gæti hæglega blásið en þó svo að ekki verði sama veðurhæð og útlit er fyrir á föstudag. Lægðin verður nánast ofan í landsteinun- um, en farin að grynnast. Rigning með köflum á þessu svæði, þ.e. um sunnan- og suðvestanvert landið og hiti þetta 10 til 12°C. SUNNUDAGUR: Um leið og lægðin berst austur fyrir land snýr vindur sér til N- og NA-áttar um land allt. Dálítill vindbelgingur á að giska 6-12 m/s víða um land. Aðfaranótt sunnudagsins þykknar upp og kóln- ar norðan og norðaustan til. Gera má ráð fyri að það fari að rigna á þeim slóðum ekki síðar en um morguninn og hitinn verði þetta 6 til 10°C. Vest- antil á Norðurlandi og Vestfjörðum styrrir þó upp nærri miðjum degi. Syðra rofar hins vegar til í N-áttinni. Um miðbik Suðurlands og vafalítið víðar ætti að létta alveg til við þessi skilyrði skilyrði og hitinn staðbundið að ná 16 til 17 stigum. MÁNUDAGUR: Þá verður lægð- in úr sögunni og norðanáttin geng- in niður á landinu nema ef til vill allra austast. Hæðarhryggur við- loðandi og spáð er björtu og fal- legu veðri um land allt. Hlýnandi og hitinn þetta 12 til 19 stig, einna hlýjast suðaustanlands. Það er sem sagt útlit fyrir hið ágætasta veður á frídegi verslunarmanna, en spurn- ing hvort það sumarveður sé ekki helst til seint á ferðinni fyrir smekk margra! HPI SAVAGE 3,5 öflugur fjarstýrður bensín-torfærutukkur. Nethyl 2. Sími 587-0600. www.tomstundahusid.is Verð kr. 43.400,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.