Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Page 39
Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, fór á þjálf-araráðstefnu í Nurnberg í Þýskalandi 22.–25. júlí þar sem hann sat fjöl-marga fróðlega fyrir-lestra. „Ég var á alþjóðlegri þjálfararáð- stefnu sem þýska knattspyrnuþjálf- arasambandið er með á hverju ári. Á þessari ráðstefnu var þemað ein- staklingsmiðuð þjálfun. Það er þema hjá þeim á hverju ári og nú var far- ið yfir þróunina í að þjálfa meira ein- staklinginn en leikmannahópinn. Þá er átt við líkamlega uppbygingu sem við erum þegar farin að sjá hér á landi. Það eru ekki allir undir sama hatti í líkamlegri uppbyggingu eða með sama styrk og þol. Þú sendir ekki hóp út og allir eiga að hlaupa á sama tíma, heldur hlaupa menn í samræmi við púls og annað. Síðan er miklu meira farið að miða þjálfun úti á vellinum við ákveðnar stöður. Sem sést á því að menn setja upp æfingar sem bæta leikmann í sinni stöðu í stað þess að horfa alltof mikið á heildina. Þótt það sé og verði alltaf mikilvægt áfram er þjálfun allt- af að verða meira og meira einstakl- ingsþjálfun.“ KSÍ getur lært margt af Þjóðverjum Gunnar segist hafa lært heilm- ikið á ráðstefnunni og ljóst að HK- strákarnir fá að njóta góðs af þessari ferð hans til Þýskalands. Hann segir einnig að framtíðarstefna Þjóðverja sé eitthvað sem Knattspyrnusam- band Íslands geti lært af. „Það var alveg hellingur sem ég tók með mér frá þessari ráðstefnu. Þar var til dæmis frábær fyrirlestur með Matthias Sammer. Hann vinn- ur núna fyrir knattspyrnusambandið þýska og hann var að kynna hvern- ig það er búið að setja sér framtíðar- stefnu. Það er alveg klárt að við Ís- lendingar getum alveg lært helling af því, sérstaklega Knasttspyrnusam- band Íslands, því við erum langt á eftir hvað varðar svona hugsun. Svo voru þarna frábærir fyrirlestrar um leikskilning og samhæfingu og fleiri hluti.“ Gunnar fór út til Þýskalands í boði Knattspyrnuþjálfarafélags Ís- lands og kostaði uppihald félagið ekki neitt. Það eina sem þurfti var að koma sér til Nurnberg þar sem ráð- stefnan var haldin. „Þýska knattspyrnuþjálfarafélag- ið býður alltaf þjálfurum frá öðrum löndum á þessar ráðstefnur sínar. Til dæmis voru núna þjálfarar frá 24 öðrum þjóðum og þeir sjá um hótel og uppihald en menn verða að koma sér á staðinn. Það er hrikalega höfð- inglegt af Þjóðverjunum að bjóða upp á svona, fyrir utan það að bjóða upp á frábæra fyrirlestra myndast góð tengsl við þjálfara frá Þýskalandi og öðrum löndum. Þetta var haldið á frábærum stað núna. Við vorum á æfingarsvæði Nurnberg og allur verklegi hlutinn fór fram á aðalvelli Nurnberg. Svo í bónus fengum við undanúrslit í deildarbikarnum Þýska, Nurnberg - Schalke og það var sko ekki leiðin- legt,“ segir Gunnar. „Ég fékk heilmikið út úr þessu. ég skrifa skýrslu um ferðina og kem þeim upplýsingum áfram. Maður getur náttúrulega aldrei komið öllu til skila, enda gríðarlegt magn af upplýsingum, en maður skilar því helsta frá sér. Maður verður að skila einhverju frá sér til þjálfarafélagsins, eðlilega.“ benni@dv.is DV Sport fimmtudagur 2. ágúst 2007 39 EinstaklinGsþjálfun framtíðin Gunnar Guð- mundsson, þjálf- ari HK, fór til Þýskalands ekki alls fyrir löngu á þjálfararáðstefnu í boði þýska þjálf- arafélagsins. Þar hlustaði hann meðal annars á fyrirlestur Matt- hias Sammer, fyrrverandi landsliðskempu Þjóðverja og hetju frá EM 1996. KónGurinn SaMMer gunnar hlustaði á fyrirlestur sem matthias sammer hélt. Hann er enn í guðatölu í Þýskalandi eftir frábæran feril sem leikmaður bæði með dortmund og landsliðinu. Hér fagnar hann Evrópu- meistaratitlinum árið 1996. Lærði MarGt gunnar segist hafa lært heilmikið á ráðstefnunni í Þýskalandi.siGlufjarðarmEistari í skíðastÖkki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.