Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Page 51
DV Ferðalög fimmtudagur 2. ágúst 2007 51 U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s á ferðinni Vissir þú......að rúmlega 20 þúsund Íslendingar hafa skotvopnaleyfi. Það gerir um 6 prósent þjóðarinnar. Erfitt er að fullyrða nákvæmlega um fjölda veiðimanna en skotveiðifé-lag Íslands áætlar að um 10 þúsund manns stundi skotveiðar að einhverju marki á Íslandi. Haustin eru tími veiðimanna og því má ætla að margur Íslendingurinn sé farinn að huga að skipulagningu veiðiferða víðsvegar um landið. Hreindýraveiðin hafin Hreindýraveiðar hafa farið ágætlega af stað í sumar, en færri komast að en vilja. Eftirspurnin eftir veiðileyfum er mikil og biðlistar eftir leyfum langir. tarfaveiðin byrjaði 15.júlí en þegar þetta er skrifað hafa 66 tarfar verið felldir á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því veiðar hófust. Veiðitímabilið á törfum er tveir mánuðir en einn og hálfur á kúm en ekki má skjóta hreindýr lengur en til 15. september. Kvóti hreindýraveiða í ár telur 1137 dýr sem skiptist í 557 kýr og 560 tarfa, sem þýðir að 12 prósent tarfa hafa þegar verið felld. „Mér leist nú ekkert á blikuna þegar þeir fóru að tala um að ganga Lauga- veginn, 36 tíma göngutúr á tveimur dögum,“ segir Hlynur Þór en viður- kennir að hann hafi ekki kunnað við að guggna. „Ég hélt að þeir myndu vilja skreppa í smábíltúr norður í land eða eitthvað slíkt, gista á hótelum og njóta þess að slappa af, en nei, Lauga- vegurinn skyldi genginn sama þótt ég reyndi á mjög lúmskan hátt að koma styttri og þægilegri ferðalögum að.“ Hlynur segir að hann hafi sjaldan eða aldrei séð jafnskipulagða menn og Danina þrjá. „Þeir voru greinilega búnir að skipuleggja ferðina í þaula; þurrmatur, Knorr-súpur, pasta, dýnur sem voru algjörlega sniðnar að stærð þeirra, tjald, aukasokkar, vasahnífur, prímus og súkkulaði. Hvert einasta smáhólf var fullnýtt í bakpokunum þeirra. Mér leið svolítið eins og kjána því ég var að nota bakpokann minn í fyrsta skipti frá því ég fékk hann í fermingargjöf.“ Stórbrotið landslag „Danirnir gera þetta öðruvísi en við Íslendingar. Á meðan við vinnum meira og minna allt sumarið taka þeir sér frí og ganga á fjöll um heim all- an,“ segir Hlynur sem fyrirfram gerði sér ekki miklar vonir um að Lauga- vegurinn yrði jafnstórkostleg leið og raun bar vitni. „Það er skemmst frá því að segja að landslagið sem mætti okkur á leiðinni var stórbrot- ið. Mig hafði aldrei órað fyrir þessari fegurð. Við sáum alls kyns steinteg- undir, hveri, læki og meira að segja snjóskafla. Hrafntinnusker hafði ég oft heyrt nefnt en aldrei séð. Það var mjög flott. Við urðum vitni að öllu því sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða; allt frá íslenskri eyðimörk til gróinna lunda. Litadýrðin og breyti- leiki náttúrunnar var mögnuð sjón. Danirnir reyndu ítrekað að spyrja mig hvað þetta og hitt væri og ég reyndi eftir fremsta megni að bulla mig út úr því. Þeir sáu fljótlega í gegnum bullið og áttuðu sig á því að þeir vissu marg- falt meira um steintegundir og gróð- ur en ég.“ Pasta í steikjandi hita Veðurblíðan lék við þá fjórmenn- inga allan tímann. „Það er búið að rigna eldi og brennisteini í Danmörku síðustu vikur og mánuði, en veðrið sem við fengum þarna var það besta sem ég hef upplifað á Íslandi. Þeir höfðu engan veginn gert ráð fyrir því að skaðbrenna í íslenskri sól, en sú varð raunin.“ Fyrri daginn gengu þeir félagar 18 kílómetra en seinni daginn heila 38 kílómetra. „Þetta var sæmi- leg törn; 56 kílómetrar á einum og hálfum sólarhring. Við stoppuðum þrisvar til fjórum sinnum á dag til að borða pasta, en það var nánast það eina sem við borðuðum. Við áttum eftir að súpa seyðið af því síðar.“ Hlyn- ur segir það hafa verið mjög sérstaka stund þegar þeir gengu fram á minn- isvarða um mann sem lést í blindbyl í júnílok árið 2004. „Þessi minnisvarði er vitnisburður um þær ótrúlegu öfg- ar sem íslenskt veðurfar hefur upp á að bjóða. Það var mjög sérstök upp- lifun að standa þarna í 20 stiga hita og sól að skoða minnisvarða um mann sem fórst í snjóbyl, nánast á sama tíma, þremur árum áður.“ Eins og eftir hangikjötsfestival Þeir félagarnir komu í Þórsmörk klukkan 2 að nóttu, 36 tímum eftir að þeir lögðu í hann úr Landmanna- laugum. „Við vorum mjög þreyttir þegar við komum loks á áfangastað og sofnuðum værum svefni. Þegar við vöknuðum daginn eftir blasti við okk- ur einkennileg sjón. Pastaátið hafði bundið svo mikinn vökva í okkur að við sáum varla út úr augunum fyr- ir bjúg. Þetta var eins og eftir þriggja daga hangikjötsfestival,“ segir Hlyn- ur léttur í bragði, en hann segist ekki sjá eftir að hafa farið þessa ferð. „Þessi ferð var mögnuð í alla staði. Það var mjög sérstök tilfinning að setjast upp í rútu og gerast túristi í sínu eigin landi. Ég hef aldrei upplifað þá tilfinningu áður en ég sé svo sannarlega ekki eft- ir því.“ Verðlaun fyrir vængjaskil „Þeir gæsaveiðimenn sem skila inn vængjum í haust munu fara í sérstakan pott þar sem vegleg haglabyssa verður meðal annars í verðlaun.“ Þetta segir sigmar B. Hauksson formaður skotveiðifélags Íslands, en hann segir varpið hafa gengið mjög vel í vor og virðist gæsin koma frábærlega vel undan sumri. Nú styttist óðum í gæsaveiðitímabilið en það hefst 20.ágúst. „ungarnir eru feitir og pattaralegir og virðast betur á sig komnir en í fyrra en þá var vorið nokkuð kalt,“ segir sigmar. Þrátt fyrir góða viðkomu gæsarinnar í ár vill, skotvís vill brýna fyrir veiðimönnum að veiða einungis fyrir sig og sína fjölskyldu og minnir sérstaklega á að blesgæsin er friðuð. GENGU LAUGAVEGINN Á 36 TÍMUM kínversk heilsumeðferð heilsugreining S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s Hlynur Þór Auðunsson er 32 ára tannlæknir. Hann er mikið fyrir ferðalög og úti- vist en á dögunum fékk hann heimsókn frá þremur dönskum vinum sínum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og gengu Laugaveginn, frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. ÞREYTTIR EN SÆLIR thomas glob Berthelsen, Hans Joel Jensen og Hlynur Þór auðunsson nutu göngunnar í blíðskaparveðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.