Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2007, Qupperneq 70
fimmtudagur 2. ágúst 200770 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Enn bætast við atriði á tón- listarhátíðina Iceland �ir�aves og var Hr. Örlygur að tilkynna tæplega 50 ný atriði til leiks. Það þýðir að nú hafa verið staðfest um 130 atriði á hátíðina en búast má við að um 30 atriði komi til viðbótar. Meðal þeirra erlendu sveita sem bætast við eru Lali Puna og The Teenagers. Meðal íslenskra at- riða sem bættust við eru Jakob- ínarína, Brain Police og Haf- dís Huld. n Bloggarinn Stefán Friðrik Stefánsson er einn afkasta- mesti bloggari landsins en inni á bloggsíðu hans má undantekn- ingarlaust lesa fjórar til tíu nýjar færslur á dag. Það sem vekur hins vegar athygli er að nánast hver ein og einasta færsla inn á síðu hans er endursögn á frétt sem birtist inni á mbl.is og í lok færslunn- ar er ávallt linkur sem vísar í þessa ákveðnu frétt inni á Morg- unblaðssíðunni. Nú hefur DV heimildir fyrir því að Stefán fái sjö þúsund krónur að launum fyrir þetta „moggablogg“ sitt á mánuði. Spurningin er samt sú hvort Stefán fái nægileg laun fyrir þessi gríðarlegu bloggaf- köst sín. n Þeir Capone-félagar á út- varpsstöðinni Reykjavík Fm lögðu það til í útvarpsþætti sín- um í gærmorgun að fyrst hætt væri að halda útihátíðir í Galta- læk um verslunarmannahelg- ina væri tilvalið að halda þar almennilega rokkhátíð. Þetta vildu þeir meina að væri algjör- lega framkvæmanlegt ef ein- hverjir af þessum skattakóngum landsins myndu leggja örlitla aura í þetta og nefndu þeir meðal annars Ingunni Gyðu Wernersdóttur, þriðja hæsta skattgreiðanda landsins. Það er spurning hvort Ing- unn taki við sér og skelli upp nokkr- um stór- um sviðum í Galtalæk og flytji inn Rolling Sto- nes til að spila á stærstu rokkhá- tíð Íslands? Hver er maðurinn? „Björgvin Halldórsson, vegasöngv- ari frá Hafnarfirði.“ Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyldan, vinir, tónlistin og trú- in á lífið.“ Hvað skiptir þig máli? „Það sem skiptir mig máli er fjöl- skyldan mín, heilsan og vinir og vandamenn.“ „Ef þú mættir velja að hafa sérstakan hæfileika, hver væri sá hæfileiki? „Það væri vera gott að geta ferðast um í tíma og rúmi. Já, það væri spenn- andi að vera tímaflakkari.“ Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? „Ég ætla að bregða mér norður á �kureyri og syngja þar sem gesta- söngvari með hljómsveitinni Von frá Sauðárkróki á föstudag og laugardags- kvöld í Vélsmiðjunni.“ Ef ekki tónlist, hvað þá? „Þá myndi ég starfa við kvikmynd- ir.“ Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að vinna? „Þá er ég að vinna... auðvitað... �nnars þegar ég er ekki að vinna eins mikið og alltaf, þá reyni ég að veiða á flugu þegar tíðin er rétt, ferð- ast, horfi á kvikmyndir og hlusta á tónlist. Ekki má heldur gleyma elda- mennskunni.“ Hvað er best við sumarið? „Það er sólin, náttúran og litirnir í umhverfinu.“ Eitthvað að lokum? „Ég ætla óska öllum velferðar um þessa helgi og biðja alla um að fara varlega í umferðinni og í náttúrunni og sýna tillitssemi í garð samferða- fólks síns. Komum öll heil heim.“ FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx +124 xx xx xxxx +11 4 +12 4 xx +11 4 xx xx xx xx xx xx xx xx +114 +xx +xx +xx +xx +17 +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +13 4 xx xx +11 4 xx xxxx +13 1 xx 4 xx +15 4 xx +17 4 +18 4 xx +14 1 +10 4 xx xx xx xx +134 -xx -xx MAÐUR DAGSINS Trúin á lífið drífur mig áfram Rigning um allt land á föstudag verður nokkuð hvasst suðvestan- og vestanlands og gera má ráð fyrir rigningu um mestallt land, en fyrir norðan og austan fer þó ekki að rigna fyrr en um kvöldið. á laugardag styttir upp að mestu norðaustan- og austanlands og má gera ráð fyrir ágætis veðri þar á laugardag. á Vestfjörðum og við Breiðafjörð er útlit fyrir allhvassan vind af norðaustri og skúraleiðingar eða rigningu. um sunnan- og suðvestanvert landið gæti hæglega blásið og rigna mun með köflum. aðfaranótt sunnudagsins þykknar upp og kólnar norðan- og norðaustantil. gera má ráð fyrir að það fari að rigna og hitinn verði 6 til 10°C. Vestan til á Norðurlandi og Vestfjörð- um styttir þó upp um miðjan dag. sunnanlands víða ætti að létta alveg til og hitinn að ná 16 til 17 stigum. á mánudag verður hins vegar hið ágætasta veður, bjart og fallegt um allt land og hitinn á bilinu 12 til 19 stig. 1ÓraunveruleikaþæTTir - Er ekki komið nóg af þessum fjöldaframleiddu raunveruleika- þáttum sem allir eru eins? Ef þú ert ekki nú þegar búinn að rífa sjónvarpstækið úr sambandi og henda því fram af svölunum, skaltu slökkva á því í snatri áður en þú gerir það. Þú gætir slasað einhvern. 2gyllinæð - Fólk hefur í alvöru fengið gyllinæð ef það situr of lengi fyrir framan sjónvarpið. Ef þú slekkur á sjónvarpinu er mun ólíklegra að þú fáir gyllin- æð, bakverki og legusár, bauga undir augun og sykursýki. Þá er ónefnd aukin hætta á offitu. 3félagsleg einangrun - Það er lítið mál að festast yfir ómerkileg- um sjónvarpsþáttum. Ert þú einn af þeim sem mega ekki missa af uppá- haldsþættinum sínum? Ertu farinn að aflýsa stefnumótum við vini þína eða mæta of seint í fótboltann vegna Heroes? Hugsaðu þinn gang. Njóttu þess að geta ennþá hreyft þig og að eiga ennþá vini! Slökktu á fjandans sjónvarpinu eða þú endar eins og fugl í búri. 4Hreyfing - Hreyfingarleysi er ærin ástæða til að slökkva á sjón- varpinu. Þér líður miklu betur ef þú slekkur á sjónvarpinu og skellir þér í gönguferð eða í sund. Þó sjón- varpið geti verið djúpur brunnur fróðleiks, fylgir sá böggull skamm- rifi að áhorfand- inn situr kyrr fyrir framan það. Nema rétt þegar hann teygir sig í snakkið. 5afkösT - Það er bókað mál að ef þú slekkur á sjónvarpinu, muntu áorka mun meiru en ella. Þú getur undirbúið máltíðir, lesið bækur, ryksugað, spilað við fjöl- skylduna, hringt í foreldra þína eða lært heima. Það eru til svo margar ástæður til að slökkva á sjónvarpinu að rafmagnssparnað- urinn komst ekki einu sinni fyrir í upptalningunni. ástæður til að slökkva á sjónvarpinu Björgvin Halldórsson tónlistarmaður hefur í nógu að snúast um verslunarmanna- helgina. Hann treður tvisvar upp með hljómsveitinni Von í Vélsmiðjunni á akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.