Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 6
þriðjudagur 25. september 20076 Fréttir DV FORELDRAR GEFA BÖRNUM SVEFNLYF Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fær nokkrar tilkynningar á ári hverju um að foreldrar gefi börnum sínum svefnlyf og skilji þau síðan eftir. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar, segir að sönnunarbyrði í slíkum málum sé erfið. Nefndin fær einnig nokkrar tilkynningar árlega um að for- eldrar selji ofvirknilyf barna sinna eða neyti þeirra sjálfir. Geir Friðgeirsson barnalæknir segir að fólk sé orðið meðvitaðra um svefnlyfjagjöf til barna og beiti henni ekki nema í neyðarúrræðum. „Á undanförnum árum hafa komið nokkrar tilkynningar um að börn- um séu gefin svefnlyf og jafnvel skil- in eftir ein,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Halldóra segir að tilkynningarn- ar séu ekki margar en tilkynningar þess efnis berist nefndinni tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Hún segir það öllu algengara að börnum sé gefinn of stór skammtur af lyfjum sem eiga að halda þeim rólegum og nefnir hún í því samhengi Rítal- ín. „Þá erum við að tala um of- virk börn sem eiga að vera á lyfj- um vegna hegðunarvandamála. Slík tilvik koma upp um það bil tíu sinnum á ári. Síðan eru það hin til- fellin þar sem foreldrar hafa gef- ið börnum deyfilyf, svefnlyf eða verkjalyf að óþörfu til að hafa þau róleg eða til að láta þau sofa betur. Þau eru mikið sjaldgæfari.“ Halldóra segir að nokkur dæmi hafi komið upp þar sem foreldrar selji lyf barna sinna eða noti þau sjálfir. Ofvirknilyfið Rítalín virk- ar róandi á börn en hefur þver- öfug áhrif á fullorðna einstaklinga. „Alltaf er þetta grunur sem er erfitt að sanna nema að lögreglan komi hreinlega að málinu. Við fáum samt alltaf nokkrar tilkynningar á ári um sölu eða neyslu á lyfjum ætluðum börnum.“ Ættingjar tilkynna Aðspurð hvort þau tilfelli, sem upp hafa komið um svefnlyfjagjöf til barna, hafi haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér, segir Hall- dóra að það sé ekki þannig að börn hafi verið í yfirvofandi lífshættu. „Við höfum ekki fengið neinar til- kynningar frá spítölum um að barn hafi verið í bráðri hættu. Þetta eru yfirleitt grunsemdir ættingja eða vina sem þekkja vel til barnanna. Stundum fáum við einnig tilkynn- ingar úr skólum barnanna þar sem grunsemdir hafa vaknað.“ Halldóra segir að þegar farið er að rannsaka þær tilkynningar sem koma sé sönnunarbyrðin í slíkum málum erfið. Hún segist ekki muna til þess að einstök mál hafi haft einhverjar afleiðingar í för með sér fyrir foreldra eða forráðamenn barnanna. „Það hefur þá ekki verið nema í samhengi við stærra barna- verndarmál og snýr þá að fleiri þátt- um heldur en þessu eina. Þá eru aðstæðurnar þannig að það þarf að skoða líðan og hegðun foreldris- ins sjálfs og að- stæður barnsins að öðru leyti. Sjaldn- ast er ein báran stök í þessum efnum og það kem- ur yfirleitt í ljós að það er meira en einn þáttur sem er að á heimili barnsins,“ segir Halldóra og bætir við að slík mál geti haft afleiðingar í för með sér fyrir foreldra eða for- ráðamenn. Halldóra segir að stundum sé þekkingarleysi foreldra um að kenna og lyfjagjöfin til barnanna sé tilraun til að láta börnunum líða betur. „Stundum þurfa foreldrar leiðbeining- ar og aðstoð til að taka á vandamál- um barnsins. Oftast er það þannig að það er hægt að aðstoða fólk. Ég útiloka samt ekki að stundum þarf að grípa til róttækra aðgerða.“ Ekkert dæmi á Íslandi Matthías Hall- dórsson landlækn- ir kannast ekki við að íslenskum börnum hafi verið gef- inn of stór skammtur af svefnlyfj- um. „Ég held að ég geti nánast fullyrt að ekkert slíkt dæmi sé til á Íslandi. Hins vegar erum við, í samráði við Lyfjastofnun, þátttakendur í evrópsku verkefni um lyfjagjöf til barna. Svo er ann- að verkefni að fara af stað hjá okk- ur en það fjallar um geðlyfjanotk- un og Rítalínnotkun hjá börnum. Síðar verður svo farið í að athuga svefnlyfjanotkun hjá börnum og lyf gegn þunglyndi.“ Matthías segir að það komi ákaf- lega sjaldan fyrir að barnalæknar skrifi upp á svefnlyf fyrir börn. Al- gengara sé að skrifað sé upp á til dæmis Phenergan sem hefur þá aukaverkun að valda þreytu. „Það hefur ekki neitt verið kvart- að undan svefnlyfjanotkun og ég held að það sé farið varlega í slíka gjöf til barna. Ég man að svefnlyfja- notkunin var rædd á danska þing- inu fyrir nokkrum árum og þá kom það mönnum á óvart hversu mikið var um slíkar lyfjagjafir. Ég held að Einar þór siGurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is Landlæknir matthías Halldórsson segir að engin staðfest dæmi séu til á Íslandi um að börnum hafi verið gefinn of stór skammtur af svefnlyfjum. Halldóra Dröfn barnaverndarnefnd reykjavíkur berast nokkrar tilkynningar á ári um að börnum sé gefið óeðlilega mikið af svefnlyfjum. Börn að leik dæmi eru um að börnum séu gefin svefnlyf og þau jafnvel skilin eftir ein. myndin er ekki af íslenskum börnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.