Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Blaðsíða 27
Syngjandi sálarmenn Samuel L. Jackson hefur nú skrifað undir samning og Bernie Mac er í samningaviðræðum um að leika í grínmyndinni Soul Men. Myndin fjallar um tvo fyrrverandi bakradda- söngvara í frægri soul-grúppu sem hafa ekki talast við í tuttugu ár en ákveða að ferðast saman og halda tónleika til að heiðra minningu fyrrverandi forsprakka hljómsveitar- innar sem þeir félagar sungu með. Bæði Jackson og Mac koma þá til með að dansa og syngja í myndinni en áætlað er að tökur hefjist um miðjan janúar á næsta ári. Peter Greenaway kemur um helgina til að taka við heiðursverðlaunum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar: Peter Greenaway heiðraður á RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn en á hátíðinni mun leikstjórinn og listamaðurinn Peter Greenaway hljóta heiðursverðlaun fyrir ævi- starf í þágu kvikmyndaleikstjórnar. Peter er fæddur í Wales árið 1942 en ákvað snemma að leggja fyr- ir sig málaralist. Fjórum árum eftir að hann hóf nám við listaháskóla í Wales hóf hann að leikstýra eigin verkum og næstu tvo áratugi gerði hann fjöldann allan af tilrauna- kenndum myndum. Árið 1980 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd en það var myndin The Falls. Á ní- unda áratugnum sendi Peter frá sér mörg af sínum þekktustu verk- um, svo sem: The Draughtsman‘s Contract (1982), A Zed & Two Noughts (1985), Drowning by Numbers (1988) og síðast en ekki síst hina frægu The Cook, The Thi- ef, His Wife and Her Lover (1989). Á tíunda áratugnum gerði hann svo meðal annars sjónræna meist- araverkið Prospero‘s Books (1991) auk hinnar umdeildu myndar The Baby of Macon (1993) og hina gríð- arlega eftirminnilegu mynd The Pillow Book (1996). Nýjasta verk meistarans er svo myndin Nightwatching sem kom út fyrr á árinu en hana byggir Pet- er á samnefndu málverki eftir lista- manninn Rembrandt. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár en kvikmyndir leik- stjórans taka reglulega þátt í stórum keppnum á borð við kvikmynda- hátíðirnar í Cannes, Feneyjum og Berlín. Peter hefur leikstýrt tólf myndum í fullri lengd auk fimm- tíu stuttmynda og heimildamynda. Fyrir utan framlag sitt til kvik- myndaheimsins hefur Peter einn- ig skrifað bækur, unnið við leikhús, óperur, skrif, myndlist og sýningar- stjórn svo eitthvað sé nefnt. Peter er mikilsvirtur listamaður um heim allan og því mikill heiður fyrir að- standendur kvikmyndahátíðarinn- ar í Reykjavík að fá slíkan heiðurs- gest á hátíðina. krista@dv.is Leikur fyrrverandi forsetafrú Sally Field hefur nú bæst í leikara- hópinn í myndinni Abraham Lincoln í leikstjórn Stevens Spielberg. Nú þegar hefur Liam Neeson verið ráðinn til að fara með hlutverk Lincolns en Fields kemur til með að leika eiginkonu hans, Mary Todd. Myndin er byggð á ævisögu fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem skrifuð var af Doris Kearns Goodwin og er áætlað að myndin komi út í febrúar árið 2009 á tvö hundruð ára afmæli Lincolns. Stelpukraftar á toppnum Fyrirsætan og leikkonan Milla Jovovich, söngkonan Ashanti og Heroes-leikkonan Ali Larter hafa nú sameinað krafta sína í þriðju Resident Evil- myndinni en myndin er komin á toppinn á bandaríska vinsældarlistan- um. Myndin skaut öllum öðrum myndum, sem frumsýndar voru um helgina, ref fyrir rass og þén- aði um 24 milljónir bandaríkjadala. Það er met í Resident Evil-þrennunni en hin ólétta Milla Jovovich hefur farið með hlutverk í öllum myndun- um. þriðjudagur 25. september 2007DV Bíó 27 Leikstjórinn Peter Greeneway tekur við heiðursverðlaunum á riFF. FURÐAR SIG Á HUGLEYSI ÍSLENSKRA ÚTGEFENDA Lagið VTG með rapparanum Poetrix og Bubba Morthens hefur vakið athygli undanfarið. Bubbi segir íslensk útgáfufyrirtæki huglaus en umboðs- maður hans mun gefa út plötu með Poetrix. H ann er einn af þeim listamönnum á Íslandi sem hefur hvað sterk- ustu skírskotunina í samtímann,“ segir Bubbi Morth- ens um rapparann Sævar Daníel Kolandavelu sem gengur undir nafninu Poetrix. Lagið VTG með Poetrix þar sem Bubbi syngur viðlagið hefur vakið athygli und- anfarið en textinn í því er kröftug ádeila á íslenskt þjóðfélag. Íslenskur tónlistarbransi runksamkoma „Hann er beinskeyttur, póli- tískur, hnitmiðaður og flottur,“ heldur Bubbi áfram um Sævar sem hann telur vera einn af afar fáum íslenskum listamönnum sem semji tónlist um eitthvað sem skiptir máli. „Því miður er ís- lenskur tónlistarbransi meira eða minna ein stór runksamkoma þar sem menn syngja um eitthvað sem skiptir ekki máli og allt snýst um útlit og minnst um innihald,“ segir Bubbi um íslensku tónlistar- flóruna og segir menn forðast að syngja á eigin tungumáli. „Runkið hljómar betur á ensku.“ Froðusnakk í stað alvöru „Það er alveg magnað að það finnist svona hæfileikaríkur strák- ur sem er að rappa og gera flotta tónlist á íslenskri tungu,“ og seg- ir Bubbi það ótrúlegt að íslensk útgáfufyrirtæki séu ekki búin að gefa tónlist Poetrix út. „Það er merkilegt að útgáfufyrirtæki eins og Sena skuli ekki kveikja á því að það sé til önnur tónlist en þetta froðusnakk sem þeir eru meira eða minna að gefa út,“ og segist Bubbi vita til þess að tónlist Sæv- ars hafi legið inni á borði hjá Senu í lengri tíma. „Það segir nú allt sem segja þarf um sljóleika þeirra og blindu að telja þetta ekki út- gáfuhæft.“ Aðspurður um þann mögu- leika að Bubbi gefi sjálfur út plötu Poetrix segir hann þann mögu- leika hafa verið ræddan og vera fyrir hendi. Þekkt nöfn á plötunni Sjálfur segir Sævar að málin séu frágengin og að Páll Eyjólfsson um- boðsmaður Bubba muni gefa plöt- una út. „Platan heitir Fyrir lengra komna og má segja að Bubbi sé eins konar verndari hennar,“ en tónlist Sævars er mjög pólitísk eins og Bubbi hefur lýst. „Ég er meðal annars að taka á pólitíkinni hér heima og svo eru ýmsar aðrar ádeilur á samfélagið,“ en eitt lagið af þeim 14 sem á plötunni eru seg- ir meðal annars sögu 12 ára stelpu frá Afríku sem er nauðgað. Sævar segir að samstarf hans og Bubba hafi komið til þegar hann var að sampla gamalt lag frá Bubba fyrir plötuna og leyfði hon- um að hlusta á það. „Í kjölfarið stakk Bubbi upp á því að við gerð- um lag saman og svo leiddi eitt af öðru.“ Fjölmargir aðrir þekkt- ir tónlistarmenn úr öllum áttum vinna með Sævari á plötunni. „Á henni eru einnig Smári tarfur, Gaukur Úlfars, Einar Ágúst, Maxie úr Subterranean, Matti MAT, Seth Sharp, Rósa úr Sometime og margir fleiri.“ Besta rapplata Íslands Þetta er fyrsta platan sem Sæv- ar gefur út og hann efast ekki um ágæti hennar. „Þetta er besta ís- lenska rappplata sem hefur ver- ið gerð,“ segir Sævar um plötuna Fyrir lengra komna. „Þetta er nokkuð sem hefur ekki verið gert áður og til dæmis andstæðan við XXX Rottweiler,“ og segir Sævar plötuna sýna að ungir listamenn séu ekki krúttprinsessur eða fávit- ar eins og ímynd þeirra hafi gefið til kynna í lengri tíma. „Platan kemur út í lok október eða byrjun nóvember,“ segir Sæv- ar að lokum en hægt er að hlusta á lagið með honum og Bubba á vef- síðunni myspace.com/68375945. asgeir@dv.is Sævar Daníel Kolandavelu, eða Poetrix segir væntan- lega plötu sína þá bestu í íslensku rappi hingað til. Bubbi Morthens segir íslenska útgefendur of huglausa í tónlistarvali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.