Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 16
þriðjudagur 25. september 200716 Sport DV Gunnar Nelson æfir þessa dagana á Írlandi og berst sinn fyrsta bardaga á næstunni: Stefnir hraðbyri á atvinnumennSku Bardagakappinn Gunnar Nel- son er þessa dagana við æfingar á Írlandi. Þar æfir hann brasilískt jiu- jitsu tvisvar á dag, sex daga vikunn- ar. Gunnar æfir undir leiðsögn Johns Kavanagh sem er vel þekktur þjálfari í heimi bardagaíþrótta. Gunnar vinnur að því að kom- ast í Cagerage-keppnina í blönduð- um bardagalistum og á laugardag- inn mætir hann Frakkanum Driss El Bakara. Gunnar sagði í samtali við DV að Bakara væri svipaður að styrk- leika og hann sjálfur. „Ég er í raun bara að vinna mig upp stigann. Ég er hér algjörlega á mínum eigin vegum og er að reyna að koma mér upp í atvinnumennskuna. Þetta verður fyrsti bardagi minn síð- an ég kom út. Hann er mjög svipað- ur og ég. Þetta er enginn svakatappi. Ég sá síðasta bardaga hans. Þetta er svona kikk-boxari,“ sagði Gunnar. Gunnar verður við æfingar og keppni á Írlandi í rúman mánuð í viðbót. Eftir dvöl sína á Írlandi fer Gunnar til Manchester og mun æfa þar undir leiðsögn Karls Tanswell sem einnig er þekktur í bardaga- heiminum. „Ég verð hér og í Manchester í um fjóra mánuði, kem svo heim um jól og áramót og fer örugglega út aftur. Það er vonandi að maður fái ein- hvern með sér út,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að það væru ekki fleiri bardagar fyrirhugaðir hjá sér í náinni framtíð. „Það er yfirleitt allt- af bara einn bardagi í einu. Nema þú sért á fjögurra bardaga samningi, þá er samt alltaf bara skipulagður einn bardagi í einu. Þú veist aldrei hvernig fer og það er í raun ekki hægt að skipuleggja fleiri en einn bardaga í einu. Það fer eftir því hvort þú vinnur eða tapar við hvern þú keppir næst. Ef ég vinn á laugardaginn fæ ég sigur á ferilskrá mína og erfiðari bardaga næst. Síðan bíður maður bara eftir því að einhver taki eftir manni,“ sagði Gunnar. Gunnar er með fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Það vann hann sér inn í sumar þegar hann barðist við 23 óþreytta andstæðinga sleitu- laust. dagur@dv.is Gunnar Nelson mætir Frakkanum driss el bakara á laugardag- inn í sínum fyrsta bardaga frá því hann fór út til Írlands. Owen meiddur Sam Allardyce, stjóri Newcastle, hefur viðurkennt að framherjinn michael Owen þurfi líklega að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla og það kemur til með að kosta hann sæti í enska landsliðinu fyrir næstu verkefni í undankeppni em. Owen var tekinn af velli gegn West Ham um helgina. „Ég er áhyggjufullur eftir að hann bað um skiptingu og ef hann þarf í aðgerð mun hann fara í hana strax. það kom ekkert áberandi í ljós í myndatökunni sem hann fór í en hann mun fara til sérfræðings til að láta meta meiðslin,“ sagði allardyce. Kanu fær nýjan samning Framherjinn Kanu, sem leikur með portsmouth, hefur loks fengið viðurkenningu verka sinna og fær nýjan tveggja ára samning. Hann fór ekki með liðinu til asíu í sumar eftir að hafa verið boðið aðeins eins árs samningur sem hann var ósáttur við. „Ég vildi alltaf halda honum. Hann hefur frábæra hæfileika, einstaka hæfileika. maður horfir á hann gera hluti með boltann sem eru ótrúlegir. en það er ekki hægt að spila fyrir ajax, inter og arsenal ef maður er ekki góður leikmaður.“ defOe fær sitt tæKifæri Jermain Defoe var enn á ný látinn horfa á leiki tottenham úr stúkunni um helgina. Framherjinn hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa skorað tvisvar í ueFa-bikarnum í síðustu viku. „stjórinn þarf að taka erfiðar ákvarðanir. maður getur aðeins haft fjóra útileikmenn á skýrslu þannig að þar þarftu varnarmann, miðjumann, tengilið og sóknarmann. robbie Keane hefur skorað fjöldann allan af mörkum á útivöllum og gerði það um helgina. defoe skoraði í vikunni og hann er að setja pressu á hina framherjana. það er mjög gott og hann á eftir að fá sitt tækifæri.“ Kjánalegt tal blaðamanna Sami Hyypia hefur komið stjóra sínum til varnar eftir að blöðin á englandi létu nokkrar sprengjur falla í umfjöllun um liðið. Liverpool hefur gert þrjú jafntefli í röð og skilur iðulega stjörnur sínar eftir í stúkunni eða á bekknum. Og Hyypia er ekki sáttur við skrifin. „allir vita að hann vill hringla í liðinu og hann er ekkert að fara að breyta því. það sagði enginn neitt í upphafi móts þegar við vorum að vinna svo þegar við lentum í smá erfiðum kafla varð allt vitlaust. þetta er bara kjánatal,“ sagði Hyypia sem er 33 ára og telur að með aðferð benitez sé hann að lengja feril sinn. „stjórinn ræður hvort ég spila eða ekki. Ég er ekkert tvítugur lengur og þarf meiri tíma til að jafna mig eftir leiki.“ ensKi bOltinn Golftímabilið er senn á enda hjá Birgi Leifi Hafþórssyni. Hann ætlar sér að enda tímabilið vel og æfir nú stíft fyrir lokaátökin. „Ég verð næstu tvær vikurnar í æf- ingum og síðan er mót eftir það annað hvort í Madrid eða á Challenge-túrn- um sem ég skráði mig á. Þá heldur maður spilaforminu í gangi ef maður dettur í Qualifying School á ný. Eins og staðan er núna fer ég á annað stigið en ef ég bæti mig núna upp fyrir 115. sæti á listanum held ég minni stöðu. Það eru ekki nema 3 til 4 mót eftir og ég er á biðlista á þeim og maður bíð- ur nú bara rólegur og sér hvort mað- ur kemst inn á þau. Í rauninni veit ég ekkert frekar um það hvernig það fer,“ segir Birgir Leifur Tók of mikla áhættu Birgir segist ósáttur við útkomuna á undanförnum mótum en segir spila- mennskuna vera ágæta engu að síð- ur. Birgir er í 189. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en aðeins 115 efstu á þeim lista í lok keppnistíma- bilsins fá keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Þeir sem eru fyrir neð- an 115. sæti þurfa að leika á úrtök- umótum Evrópumótaraðarinnar. „Í undanförnum mótum hef ég ætlað mér of mikið en það hefur ekki alveg gengið eftir. Ég spilaði vel fyrri hluta sumars en svo kom stórt hlé hjá mér í júlí og ágúst. Þegar ég byrjaði á ný ætlaði ég aldeilis að standa mig en tók kannski of mikla áhættu í stað þess að halda mig við þá leikáætlun að spila öruggt golf. Hugarfarið skiptir öllu máli og stundum fer maður aðeins fram úr sjálfum sér og reynir að vera of ákveðinn að reyna alltaf að hitta á pinnann,“ segir Birgir Leifur Stefnir á toppbaráttuna „Núna þarf ég að fá góð úrslit en það má ekki einblína of mikið á það. Það skiptir mestu máli að taka æfinga- hring, gera svo leikáætlun og vera já- kvæður án þess að setja einhverja aðra pressu á sig. Ef maður nær því og allt gengur upp er ég alveg nógu góður til þess að vera í toppbaráttunni. Þegar ég geri plön fyrir mótin er ég með þjálfarana mína Andrés Davíðs- son og Staffan Johanson, sem hefur gríðarlega reynslu á þessum vettvangi, og samstarfið við þá er gott. Það eina sem hefur vantað er fleiri mót, ég bjóst við að spila á fleiri mótum og fyrir mér er þetta bara spurning um það hve- nær ég stimpla mig almennilega inn á mótaröðina. Það er náttúrlega erfið- ast að ná því til að byrja með, sérstak- lega þar sem maður fær ekki velja þau mót sem maður vill spila á, stórmótin og slíkt. Maður þarf að vera þolinmóður og bíta í það súra og reyna þá að standa sig betur á þeim mótum sem maður fær á annað borð. Þetta er ferli sem tekur sinn tíma og núna er bara best fyrir mig að vera þolinmóður. Ég tel ljóst að ég sé alveg nógu góður til að vera þarna, fyrst var maður ekki viss um að maður hefði það sem til þurfti en ég veit núna að ég er nógu góð- ur til að vera á Evróputúrnum. Ég slæ alveg jafn vel og aðrir og ef ég næ að bæta stutta spilið er ég í fínum málum. Þetta snýst samt langmest um andlega þáttinn því ég veit að ég er nógu góður golfari.“ Líkamsþjálfun er golfurum mikilvæg Birgir segist eiga mikið inni og bíða eftir því að ná að ná að sýna sitt besta. Enn eigi hann eftir að ná mjög góðu móti en það styttist í það. „Núna æfi ég yfirleitt fimm daga vikunnar bæði í líkamsþjálfun og svo fer ég út á golfvöll og æfi mig í þeim hlutum sem ég þarf að bæta á golfvelli. Líkamsþjálfunin er gríðarmikilvæg- ur þáttur af golfi. Ef þú ert ekki í formi bitnar það alltaf á spilamennskunni á lokaholunum. Þú sérð Tiger Woods, aðrir eru alveg jafn góðir golfarar en hann hefur bæði þennan líkamlega og andlega þátt og þar liggur munurinn á honum og öðrum. Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur undirbýr sig fyrir lokaátökin á Evrópu- mótaröðinni í golfi. Hann segist nógu góður til þess að vera í toppbaráttu á mótaröð- inni en hafa ekki fengið nægilega mörg mót til þess að sýna sitt besta. VEIT ViðAr GuðJóNSSoNblaðamaður skrifar: vidar@dv.is AÐ ÉG ER NÓGU GÓÐUR Í miðri sveiflu birgir Leifur slær vel á evrópsku mótaröðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.