Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 26
Til að tryggja afkvæmum sínum
fjárhagslegt öryggi við fráfall sitt fær
Larry félaga sinn úr slökkviliðinu,
Chuck, til að giftast sér þykjustugift-
ingu. Larry syrgir fyrrverandi konu
sína svo heiftarlega að hann gæti
aldrei gifst annarri konu og hann
treystir Chuck best til að bera ábyrgð
á börnum hans ef eitthvað kæmi fyr-
ir.
Eftir hryðjuverkin 11. september
hefur slökkviliðsmanna „fetish“ ver-
ið áberandi í bandarísku afþreying-
arefni. Það er í rauninni í fína, alla-
vega góð tilbreyting frá bandarískum
löggum og lögfræðingum sem maður
hefur þurft að fylgjast of mikið með.
Slökkviliðsmennirnir eru óheflað-
ir. Þeim finnst hommar ekkert sér-
staklega hressandi en neyðast til að
sökkva sér í þeirra heim til að fela
ráðabrugg sitt fyrir eftirlitsmönnum
hins opinbera. Hugmynd og grind
handritsins er fín enda er Alexand-
er Payne (About Schmidt, Sideways)
ananr af tveimur handritshöfundum.
Myndin skartar prýðilegum grínleik-
urum sem hafa kallað fram hlátur
ófárra í gegnum tíðina. Boðskapur-
inn er einnig góður og má gera ráð
fyrir að hann skili sér til bíógesta. Þar
með er það góða upptalið. Útkom-
an er nefnilega alveg helslök. Sum-
ir gagnrýnendur hafa sagt homma-
grínið vera ósæmilegt en ég hefði nú
minnstar áhyggjur af því. Homma-
grín getur oft verið mjög fyndið en
hér tekst ekki að gera neinar hæðir úr
því þótt einn og einn skítsæmilegur
brandari drattist með. Slakir brand-
arar virðast hanga utan á handritinu
eins og tuskur, grínið er fyrirsjáanlegt
og tilgerðarlegt. Kínamaðurinn sem
giftir þá félaga er til dæmis flest ann-
að en fyndinn.
Myndin er illa leikin, væmin og
ósannfærandi. Chuck á til dæmis að
vera kvennabósi, en rólegan æsing
með einhverja fulla trukka af tryllt
flottum strippgellum sem myndu
kosta árskaup slökkviliðsmanns að
segja hæ við. Börn Larrys er síðan al-
veg glötuð og til að steindrepa dauð-
rotaðan inniheldur myndin uppgjör
fyrir framan fjölmenni þar sem fólk
heppar á góða kallinn. Guð minn al-
máttugur.
Erpur Eyvindarson
Söngkonan Elíza Newman á Organ annað kvöld:
Elíza með útgáfutónleika
þriðjudagur 25. september 200726 Bíó DV
Langmest sótta myndin á Íslandi í dag Allir eiga sín leyndarmál.
Óvæntasti sálfræðitryllir ársins. Mynd í anda Clueless og Mean Girls.
Skemmtilegustu vinkonur í
heimi eru mættar.
www.SAMbio.is 575 8900
ÁLFABAKKA AKUREYRI
KEFLAVÍK
SELFOSSI
KRINGLUNNI
CUCK AND LARRY kl. 8 - 10:10 L
BRATZ THE MOVIE kl. 8 L
DISTURBIA kl. 10:10 12
CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30
MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 16
BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 L
DISTURBIA kl. 8 - 10:30 14
ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 - 10:10 L
ASTRÓPÍÁ kl. 6
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L
VIP
VIP
MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 16
BRATZ kl. 5:30 L
LICENSE TO WED kl. 6 - 8 7
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10 14
TRANSFORMERS kl. 10:30 10DIGITAL
BRATZ - THE MOVIE kl. 6 L
SHOOT ´EM UP kl. 8 -10 16
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
MR. BROOKS kl. 8 16
VACANCY kl. 10 16
KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 12
VEÐRAMÓT kl. 8 - 10:20 14
síðustu sýningar
- bara lúxus
Sími: 553 2075
CHUCK & LARRY kl. 5.45, 8 og 10.20 12
HAIRSPRAY kl. 5.30, 8 og 10.20 L
KNOCKED UP kl. 8 og 10.30 14
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á
Annað kvöld mun söngkonan Elíza
halda útgáfutónleika á skemmtistaðn-
um Organ til að fagna útgáfu fyrstu sóló-
skífu sinnar, Empire Fall, sem út kom fyrr
í sumar. Elíza er þekkt í íslensku tónlist-
arlífi sem söngkona hljómsveitanna Kol-
rössu krókríðandi, Bellatrix og Skandin-
avíu en Elíza hefur verið búsett í London
undanfarin misseri þar sem hún starfaði
mestmegnis við tónlist.
Útgáfutónleikarnir koma til með að
verða fyrstu tónleikar söngkonunnar á
Íslandi í rúm þrjú ár. Elízu til halds og
trausts á sviðinu verður ný hljómsveit
hennar en hana skipa þau Guðmundur
Pétursson gítarleikari, Birgir Baldursson
trommuleikari, Jakob Smári Magnússon
bassaleikari og Arndís Hreiðarsdóttir
sem leikur á píanó og sér um klukku-
spil.
Það er hin efnilega hljómsveit
Mammút sem sér um upphitun en tón-
leikarnir hefjast klukkan níu og kostar
þúsund krónur inn. Nánari upplýsing-
ar um Elízu má finna á heimasíðunni
myspace.com/elizanewman. krista@dv.is
Elíza Newman Heldur
útgáfutónleika á Organ
annað kvöld.
Bíódómur
I Now ProNouNcE You
chuck aNd LarrY
Hér er á ferðinni fyrirsjáan-
leg og slök grínmynd. Marg-
ir ágætisleikarar koma að
myndinni en hún nær sér
aldrei á flug.
Leikstjóri: Dennis Dugan
Aðalhlutverk: Adam Sandler, Kevin James, Jessica Biel
Niðurstaða: HHHHH
AÐ DAUÐROTA
STEINDAUÐAN
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
16
16
14
14
12
14
14
CHUCK AND LARRY kl. 6 - 8 - 10.10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 6
HAIRSPRAY kl. 8
KNOCKED UP kl. 10.10
12
14
16
16
14
CHUCK AND LARRY kl. 5.40 - 8 - 10.20
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
ASTRÓPÍA kl. 6
BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10.30
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SHOOT´EM UP kl.6 - 8 - 10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl.6
VACANCY kl. 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10.20
SHOOT´EM UP kl. 6 - 8 - 10
SHOOT´EM UP LÚXUS kl. 4 - 6 - 8 - 10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 4 - 6
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 - 10.30
VACANCY kl. 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40
KNOCKED UP kl. 8 - 10.40
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4
THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45
-A.F.B. Blaðið
- L.I.B., Topp5.is
STÓRSKEMMTILEGT
ÆVINTÝRI Í UNDIRDJÚPUNUM!
Jessica Biel Hörkukroppur jessicu nær
ekki einu sinni að peppa upp á myndina.
I Now Pronounce You Chuck and Larry
„slakir brandarar virðast hanga utan á
handritinu eins og tuskur, grínið er
fyrirsjáanlegt og tilgerðarlegt.“