Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Blaðsíða 6
fimmtudagur 25. október 20076 Fréttir DV
„Ég fagna því mjög að viðskipta-
ráðherra ætlar að setja neytenda-
málin á hærri stall heldur en áður.
Okkur finnst ekki veita af því, stjórn-
völd hafa ekki sinnt þessum mála-
flokki sem skyldi,“ segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna.
Réttindi og hagsmunir neytenda
munu fá hærri sess í samfélaginu á
þessu kjörtímabili. Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra kynnti í
gær stefnumótun á sviði neytenda-
mála. Markmið hennar er að vinna
gegn háu verðlagi á Íslandi og auð-
velda almenningi að takast á við
breytta heimilis- og verslunarhætti.
Á fundi sem haldinn var vegna máls-
ins kom fram að íslenskir neytendur
eigi rétt á að fá vöru og þjónustu á
sambærilegu verði og neytendur í
nágrannalöndum okkar. Björgvin
hefur falið háskólastofnunum að
vinna að ítarlegri rannsókn á sviði
neytendamála en þeim verður ætl-
að að gera samanburð á neytenda-
málum á Íslandi og í nágrannalönd-
um okkar.
Jóhannes segir að stórátak þurfi
til að leiðrétta þann mun sem er
á verslun og þjónustu hér á landi
samanborið við nágrannalöndin.
„Þetta er gömul krafa sem Neyt-
endasamtökin hafa verið með en
við fögnum þessu.“
Jóhannes segist bjartsýnn á að
þessi nýja stefnumótun skili tilætl-
uðum árangri. „Ég geng út frá því
að ráðherra leggi mikla áherslu á að
ná fram eflingu á neytendamálum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem núver-
andi viðskiptaráðherra talar um að
leggja aukna áherslu á neytenda-
mál.“ Í þessari nýju stefnumótun
er gert ráð fyrir eflingu Neytenda-
samtakanna en nánari útlistun á
því liggur ekki fyrir. Jóhannes segist
bíða spenntur eftir því í hvaða formi
sú efling verður. „Við erum með við-
skiptasamning við viðskiptaráðu-
neytið um að reka leiðbeiningar- og
kvörtunarþjónustu. Það kostar okk-
ur í kringum 16 milljónir að fram-
kvæma þjónustusamninginn en
við fáum tíu milljónir. Það eru ýmis
verkefni sem við höfum ekki get-
að sinnt almennilega. Ég nefni þar
helst að upplýsa neytendur betur og
leiðbeina þeim í gegnum vandrat-
aða frumskóga eins og til að mynda
hjá fjármálafyritækjum og trygg-
ingafyrirtækjum.“ einar@dv.is
Ráðherra mótar stefnu í neytendamálum:
Gert hærra undir höfði
Viðskiptaráðherra boðar aukinn rétt neytenda
formaður Neytendasamtakanna fagnar framtakinu.
Manneskja sem hefur náð 35 ára
aldri, náð 12 ára starfsaldri, lok-
ið framhaldsnámi á háskólastigi og
komist í stjórnunarstöðu hjá Reykja-
víkurborg getur ekki hækkað meira
í launum. Þegar þessum tímapunkti
er náð er ekkert í kjarasamningum
sem heimilar frekari launahækkanir
viðkomandi.
Við síðustu kjarasamninga lögðu
stéttarfélögin áherslu á að launa-
hvatning starfsmanna kæmi fram
mun fyrr en áður og tengdist aldri og
starfstíma viðkomandi. Launastiginn
sem fólk þarf að príla verður styttri
fyrir vikið sem þýðir aftur að launa-
skali líf- og starfsaldurs er toppaður
miklu fyrr. Þá eru einu möguleikarn-
ir til hækkunar þeir að hljóta stöðu-
hækkanir. Ef starfsmaður borgarinn-
ar er hins vegar í sama starfinu lengi
án breytinga eða kemst snemma í
stjórnunarstöðu tæmast launahækk-
unarmöguleikarnir við 35 ára aldur.
Áður var miðað við 45 ára aldur.
Styttri stigi
„Þetta er rétt, við þennan þröskuld
er ekki hægt að hækka frekar í laun-
um. Lífaldurinn var færður niður
við síðustu samninga og við vorum
mjög ánægð með að ná fram lækkun
á starfsaldrinum líka. Grunnspurn-
ingin er sú hvenær starfsfólk sé búið
að ná færni í starfi sínu því áður voru
þröskuldarnir of háir. Við lítum á það
sem virkilegan kost að ná þessu nið-
ur,“ segir Garðar Hilmarsson, for-
maður Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar.
Birgir Björn Sigurjónsson, skrif-
stofustjóri starfsmannaskrifstofu
Reykjavíkurborgar, segir að kom-
ið hafi verið til móts við megin-
kröfur stéttarfélaganna við síðustu
kjarasamninga. „Hugsunin var sú
að starfsmenn gætu náð aldurs- og
starfstímabundnum hækkunum
mun fyrr en áður var. Við hjá borg-
inni keyptum þá hugsun og gerum
ráð fyrir því að fólk verði fljótlega
fullfiðrað í sínu starfi. Þetta var mjög
mikil krafa hjá stéttarfélögunum og
þessi varð samningsniðurstaðan,“
segir Birgir Björn. Hann segir það
auðvitað meiri hvatningu fyrir starfs-
fólk að eiga möguleika á því að príla
langan launastiga heldur en stuttan.
„Á móti, ef maður hugsar út í ævi-
tekjur, er auðvitað skemmtilegast
að komast sem fyrst í hæst launaða
starfið og vera í því alla ævi.“
Tækifæri til þróunar
Garðar segir það vissulega mark-
mið að viðhalda hvatningu starfs-
manna sem lengst og segir það ekki
endilega þurfa að birtast í launa-
hækkunum. Aðspurður segir hann
það ekki á stefnuskrá félagsins að ná
fram frekari launahækkunum eft-
ir 35 ára aldur. „Borgin vill auðvit-
að kalla eftir hollustu starfsmanna
sinna. Við vitum alveg að fólk bæt-
ir sífellt við sig reynslu og þroska í
starfi fram eftir aldri en einhvern
tímann lýkur því. Okkar hugsun
hefur verið sú að ná inn sem mest-
um hækkunum fyrir flesta og teljum
góða starfsmannastefnu virka líka
sem hvatningu, ekki bara launin,“
segir Garðar.
Aðspurður segir Birgir Björn
launahækkanir síðari stiga fyrst og
fremst snúast um stöðuhækkanir.
Hann segir mörg tækifæri bjóðast
til starfsþróunar fyrir öfluga starfs-
menn. „Þeim mun ofar sem starfs-
maður er í kerfinu því minni mögu-
leikar eru á launahækkunum. Þá
gerist lítið annað en hækkanir tengd-
ar verðlagsbreytingum. Út af fyrir
sig má velta því fyrir sér hvort þetta
sé góð mannauðspólitík, við geng-
um að minnsta kosti ekki eins langt
og víða í Evrópu þar sem fólk getur
lækkað í launum þegar ákveðnum
aldri er náð.“
„Auðvitað er skemmti-
legast að komast sem
fyrst í hæst launaða
starfið og vera í því
alla ævi.“
Ná toppNum sNemma
Lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana er að finna í kjara-
samningum Reykjavíkurborgar eftir að starfsmaður hefur náð
ákveðnum líf- og starfsaldri og lokið framhaldsnámi. Ef viðkom-
andi hefur komist í stjórnunarstöðu hjá borginni eru hækkanir
útilokaðar.
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Garðar hilmarsson formaður
Starfsmannafélags reykjavíkurborgar
telur mikilvægt að góð starfsmanna-
stefna haldist í hendur við launaþróun.
Bara launahækkun með stöðuhækkun Þegar ákveðnum líf-
og starfsaldri er náð er ekki hægt að hækka meira í launum. Þá
þurfa starfsmenn að treysta á stöðuhækkanir vilji þeir hærri laun.
HPI Savage X 4,6
fjarstýrður torfæru trukkur.
Öflugasta útgáfan til þessa.
Nethyl 2, sími 5870600,
www.tomstundahusid.is