Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Blaðsíða 19
Tiguan er algerlega nýr bíll hjá
Volkswagen og auk þess sá fyrsti
í þessum bílaflokki sem einvörð-
ungu er með túrbínuvélum. Fimm
vélargerða verður hægt að velja á
milli, þriggja bensín- og tveggja
dísil. Bensínvélarnar eru TSI-vél-
ar með beinni strokkinnspraut-
un. 150, 170 og 200 hestafla og
dísilvélarnar, sem eru nýjar gerðir
hinna vel þekktu Tdi-dísilvéla sem
þekktar eru í VW Golf, VW Passat
og Skoda Octavia, eru 140 og 170
hestafla. Allar þessar vélar uppfylla
kröfur hins nýja Euro-5-mengunar-
staðals sem tekur gildi 2009 og allar
eru þær með túrbínum.
VW Tiguan var frumsýndur
á bílasýningunni í Frankfurt um
miðjan september síðastliðinn
og evrópskir blaðamenn, þeirra á
meðal blaðamenn FÍB / DV, hafa
reynsluekið honum í Ungverja-
landi að undanförnu. En þótt Tigu-
an sé varla kominn á markað ennþá
er búið að árekstursprófa hann hjá
EuroNCAP og hlaut hann þar fimm
stjörnur – fullt hús. ESC-stöðug-
leikabúnaður er staðalbúnaður.
Sex gírar og utanvegastilling
VW Tiguan fæst ýmist hand-
skiptur eða sjálfskiptur en báðir
gírkassar eru sex gíra. Hann er með
sítengdu aldrifi og tölvustýrðum
driflæsingum. Ef ætlunin er að nota
Tiguan mikið á torförnum leið-
um fæst hann auk þess með minni
skögun yfir framhjólum og hlífðar-
pönnu undir vélinni og nefnist sú
gerð hans Track&Field. Fyrsti gír
er mjög lágur sem er hentugt í tor-
færum og sá sjálfskipti er með sér-
staka utanvegastillingu sem verður
virk þegar ýtt er á takka sem heitir
„Off-Road“. Þá sér stjórntölva Tigu-
an til þess að bíllinn heldur beinni
stefnu þótt farið sé yfir mjög gróf-
gert land og missi eitt eða fleiri hjól
grip sér stjórntölva til þess að aflið
færist yfir til þeirra hjóla sem við-
spyrnu hafa.
Til að sjá er þessi nýi jeppling-
ur dálítið eins og smækkuð mynd
af hinum stóra VW Touareg, eða þá
stækkaður Golf en þegar betur er
að gáð er sjálfur bíllinn nýr. Botn-
platan, yfirbyggingin, hjólabún-
aðurinn og driflínan er allt nýtt og
saman sett með það fyrir augum
að skapa öruggan bíl með örugga
aksturseiginleika. Meðal þess sem
nefna má sérstaklega er ESC-stöð-
ugleikakerfi, radarsjón sem forðar
ökumönnum frá að aka utan í eða
bakka á eitthvað þegar verið er að
leggja bílnum í þrengslum og sjálf-
virk hemlun og hraðastilling í tor-
færum. Þetta síðastnefnda er hluti
ABS-hemlanna og stöðugleikakerf-
isins. Það virkar einfaldlega þannig
að þegar lagt er af stað niður bratta
brekku og tyllt á bremsufetilinn tek-
ur kerfið við og heldur bílnum eftir
það á þeim hraða niður brekkuna
sem var á honum þegar tyllt hafði
verið á bremsuna. Í akstri í torfærum
koma sér einnig vel sjálfvirkar mis-
munadrifslæsingar bæði milli hjóla
á sama ási og einnig milli fram- og
afturdrifa þannig að Tiguan stansar
ekki þótt tvö hjól séu á lofti í einu
– allavega ekki lengi. Í reynsluakstr-
inum sem fram fór í Ungverjalandi,
fengu blaðamenn nasasjón af þess-
um eiginleikum hins nýja jepplings
á sérstöku aksturssvæði sem að vísu
var hvorki víðáttu- né átakamikið
en nóg til að finna hvernig drifbún-
aðurinn vinnur.
Tveggja og hálfs tonns
dráttargeta
VW Tiguan er búinn dráttarkúlu
sem tengd er ESC-stöðugleikakerf-
inu. Kerfið grípur inn í og réttir af
og eyðir sveiflum sem aftanívagn,
til dæmis hjólhýsi, getur orsakað.
Dráttargetan er mjög mikil mið-
að við ekki stærri eða þyngri bíl en
þetta, eða 2,5 tonn. Dráttarkúlan
er á lömum og sveiflast aftur und-
ir bílinn þegar hún er ekki í notk-
un. Læsibúnaður fyrir hana kemur
í ljós undir loki á afturstuðaranum
þegar afturdyrnar eru opnaðar.
Flutningsrýmið rúmar frá 470
lítrum upp í mest 1510 lítra. Aftur-
sætið er skiptanlegt 60:40. Það er
á rennisleða og eru 15 sentímetrar
milli fremstu og öftustu stöðu þess.
Með báða sætishluta í uppréttri
stöðu ræðst farangursrýmið nokk-
uð af því hvort sætið er í öftustu eða
fremstu stöðu. Með það í fremstu
stöðu er fótarýmið í lagi fyrir mann
sem er 180 sentímetrar á hæð og
mjög gott í þeirri öftustu.
Dísil eða bensín
Alls verða fimm vélargerð-
ir í boði í Tiguan sem áður sagði
en tækifæri gafst til að prófa tvær
þeirra. Sú fyrri var hin nýja og öfl-
uga 1,4 lítra bensínvél sem einnig
fyrirfinnst í Golf GT. Í Tiguan er þó
búið að fækka hestöflunum úr 170
í 150 en jafnframt að jafna út togið
þannig að hún er aðlöguð því sem
henta þykir jeppa. Þar er það ekki
snöggt viðbragð sem helst gildir
heldur jafnt og gott togafl og það
hefur þessi merkilega og skemmti-
lega vél vissulega. Hún er með bæði
útblásturstúrbínu og líka forþjöppu
sem tengd er snúningi vélarinnar.
Þessi búnaður ásamt tölvustýringu
á vélarganginum sér svo til þess
að þessari örlitlu vél, sem er með
sprengirými á við smábílsvél, verð-
ur ekki afls vant. Viðbragð hennar er
uppgefið 9,3 sekúndur úr kyrrstöðu
í hundraðið og hámarkshraðinn er
190 kílómetrar á klukkustund.
Hin vélin sem við einnig reynsl-
uókum var ný útgáfa hinnar vel
þekktu 2,0 Tdi-dísilvélar frá Volks-
wagen sem einnig fyrirfinnst í bæði
Golf, Passat og Skoda Octavia. Við
hana var sex gíra sjálfskiptur DSG-
gírkassi með handvali og utanvega-
takkanum góða („Off-Road“) sem
fyrr var nefndur.
Stinnur skrokkur
Í Ungverjalandi var bílnum að
mestu ekið á götum Búdapest og á
þjóðvegum út frá borginni og síðan
lítillega inni á lokuðu svæði þar sem
smá nasasjón fékkst af torfærueig-
inleikunum. Það er vel finnanlegt
í akstri að skrokkur bílsins er vel
heppnaður. Hann er mjög stinnur
og er ekkert að vinda og snúa upp á
sig. Stífleikinn skilar sér svo í örugg-
um aksturseiginleikum, ekki síst á
hraðbrautum. Tiguan er rásfastur
og stendur vel í hjólin í beygjum.
Fjöðrunin er sömuleiðis hæfilega
stinn til að undirstrika öryggistil-
finninguna. Í torfærunum sýndist
hún þó dálítið slagstutt og hjól fljót
að missa snertinguna við móður
jörð ef ójafnt var undir.
Í Evrópu verður ágætt hljóðkerfi
með Bluetoot-símkerfi, i-Pod-tengi
og GPS-leiðsögukerfi í boði sem
staðalbúnaður. Hljómtækjahlut-
inn er með sex diska magasíni. Við
hvort tveggja styður svo 30 gíga-
bæta harður diskur. Leiðsögukerf-
ið er með skýrri þrívíddarmynd og
6,5 tommu snertiskjá. Við spurðum
sérstaklega eftir því hvort Íslands-
kort væru fáanleg í leiðsögukerfið
og einn af tæknimönnum VW sagði
að það mál væri í vinnslu. Leið-
sögukerfið er annars með sérstak-
an torfæruham sem vinnur þannig
að kerfið sjálft getur safnað í sig og
unnið úr allt að 500 staðsetningar-
punktum á svæðum sem ekki hafa
verið kortlögð stafrænt. Ef menn
eru þannig villtir getur kerfið altént
leitt þá sömu leið til baka.
DV Bílar fimmtudagur 25. október 2007 19
Höfundur er Stefán Ásgrímsson. Stefán
starfar hjá fÍb og er ritstjóri fÍb-blaðsins
og fréttavefjar fÍb.
BÍLAPRÓFANIR FÍB Í DV
Volkswagen Tiguan er nýr jepplingur frá Volkswagen í sama stærð-
arflokki og Toyota RAV4, Honda CRV og fleiri. Volkswagen hyggst
greinilega blanda sér í slaginn um hylli fólks sem sækist eftir bílum í
þessum vinsæla flokki.
Niðurstaða
+ Stíf yfirbygging – aksturseigin-
leikar – öryggi
- engir gallar komu í ljós við
reynsluaksturinn
Upplýsingar - Dísilbíll
n Volkswagen tiguan 2,0 tdi
n Verð: frá kr. 3.800.000,-
n Lengd/breidd/hæð í m:
4,43/1,81/1,68
n eigin þyngd: 1590 kg.
n Vél: 1.968 cc, 140 hö/4.200 sn.
mín. Vinnsla – 320 Nm/1750-2500
sn. mín.
n gírkassi: 6 gíra sjálfskipting
n Viðbragð 0-100: 10,5 sek.
n Hámarkshraði: 189 km/klst.
n eyðsla : 7,2 l/100 km í blönduð-
um akstri
n Co2 útblástur: 189 g/km
Upplýsingar - Bensínbíll
n Volkswagen tiguan 1,4 tSi
n Verð: frá kr. 3.300.000,-
n Lengd/breidd/hæð í m:
4,43/1,81/1,68
n eigin þyngd: 1546 kg.
n Vél: 1.390 cc, 150 hö/5.800 sn.
mín. Vinnsla – 320 Nm/1750-2500
sn. mín.
n gírkassi: 6 gíra sjálfskipting
n Viðbragð 0-100: 10,5 sek.
n Hámarkshraði: 189 km/klst.
n eyðsla : 7,2 l/100 km í blönduð-
um akstri
n Co2 útblástur: 189 g/km
n Helstu keppinautar: toyota raV4,
Honda CrV, Hyundai Santa fe og
fleiri
fimm stjörnu
jepplingur
Togað í SpoTTa
dráttarkúlan hverfur
undir stuðarann þegar
togað er í spottann.
VW Tiugan
Skottið er rúmgott.