Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir fimmtudagur 25. október 2007 7 Líf og störf n GuðlauGur Þór Þórðarson er fæddur í reykjavík 19. desember 1967. n eiginkona hans er ÁGústa Johnson framkvæmdastjóri. Saman eiga þau tvö börn og Ágústa á önnur tvö frá fyrra hjónabandi. n guðlaugur lauk stúdentsprófi árið 1987 og útskrifaðist með ba-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. n Hann starfaði meðal annars sem sölumaður hjá Vátryggingafélagi Íslands, forstöðumaður hjá fjárvangi/frjálsa fjárfestingabankanum og forstöðumað- ur hjá tryggingadeild búnaðarbanka Íslands. n Hann sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. guðlaugur hefur verið í borgarstjórn frá 1998. n Hann varð alþingismaður Sjálfstæðisflokksins árið 2003 en hafði tekið sæti varaþingmanns árin 1997 og 1998. Á þingi hefur hann setið í félagsmála- nefnd, sjávarútvegsnefnd, umhverfisnefnd og Íslandsdeild þingmannanefnd- ar efta. n guðlaugur var skipaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 24. maí 2007. Heimild: Vefur alþingiS „Við settum okkur það markmið að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við eigum alveg að geta náð því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra. Honum var hent út í djúpu laugina í vor þegar hann var skipað- ur ráðherra með skömmum fyrirvara. „Ég finn að það eru gerðar miklar væntingar til mín. Mér þykir auðvitað vænt um það en vil þó vekja athygli á því að þetta er stórt og mikið verk- efni sem er fram undan. Róm var ekki byggð á einum degi,“ segir hann. Guðlaugur er ekki gamall en á engu að síður mikla pólitíska reynslu að baki. „Ég hef komið að mörgu, hvort sem er í atvinnulífinu, í borgar- málum og á þingi. Einnig hef ég gegnt ýmsum trúnaðarembættum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gegnum tíðina. Ég vona að þessi reynsla nýtist mér í starfi og verði til þess að ég nái þeim árangri sem stefnt er að.“ Útrás í heilbrigðismálum Hann hefur háleit markmið fyr- ir heilbrigðisgeirann. „Það er ekkert sem mælti sérstaklega með útrás Ís- lendinga í efnahagsmálum en hér voru skapaðar aðstæður fyrir fólk til að njóta krafta sinna. Ég sé í raun það sama fyrir mér varðandi heilbrigð- ismál. Ég sé fram á mun fjölbreyttari þjónustu en þá sem er til staðar nú, þjónustu sem tekur mið af þörfum einstaklingsins.“ Að mati Guðlaugs felast mikil tækifæri í því að virkja þann mikla mannauð sem við eigum á sviði heilbrigðismála. „Ég er sann- færður um að ef fólkið sem hér starfar fær aukinn sveigjanleika í starfi getum við boðið upp á enn betri þjónustu en áður.“ Kristið siðferði Guðlaugur telur að hátt mennt- unarstig, veigamiklar rannsóknir og framsýn þróun veiti okkur forskot á aðrar þjóðir. „Við höfum náð afskap- lega góðum árangri á mörgum svið- um, svo sem í frjósemisaðgerðum og bæklunaraðgerðum. Hér er boðið upp á aðgerðir á heimsmælikvarða.“ Guð- laugur vonar að með auknum gæð- um og skilvirkni í heilbrigðisþjónustu verði það ekki aðeins Íslendingar sem geta nýtt sér hana heldur verði horft til okkar hvaðanæva úr heiminum. Guðlaugur mótmælir algjörlega þeim áhyggjuröddum sem láta í það skína að jafnrétti til heilbrigðisþjónustu verði fyrir bí með einstaklingsmið- uðum lausnum. „Ísland er tiltölulega stéttlítið þjóðfélag og þannig á það að vera áfram,“ segir hann. „Heilbrigðis- þjónustan er byggð upp á kristnu sið- ferði. Okkur er ekki sama um náung- ann og viljum að fólk hafi aðgengi að þjónustunni án tillits til efnahags. Ég held að Íslendingar myndu aldrei líða að fólk geti ekki leitað sér læknisað- stoðar þegar hennar er þörf.“ Biðst afsökunar Fjöldi fólks leitar eftir fundi með heilbrigðisráðherra til að fá lausn sinna mála. „Ég verð að vera ærleg- ur og játa að aldrei á mínum pólitíska ferli hef ég sinnt ver þeim einstakling- um sem til mín leita,“ segir Guðlaugur og finnst það greinilega miður. „Þetta er þó alls ekki stefnan. Ég hef hins vegar þurft að eyða miklum tíma í að setja mig inn í hlutina og hef því orð- ið af því að hitta allt það fólk sem mig langar gjarnan að heyra frá. Ég vil bara nota tækifærið og biðjast afsökunar á því. Vonandi hefur fólk skilning á því að fyrstu mánuðirnir í embætti sem þessu eru ansi annasamir.“ Húsnæðismál Landspítalans eru meðal þess sem finna má á verkefna- lista Guðlaugs. „Það er skylda mín sem ráðherra að fara vel yfir málefni hátæknisjúkrahúss. Ég held að það sé ekki rétt að líta á Landspítalann sem eyland. Mér finnst mikilvægt að skoða aðstöðumál heilbrigðiskerfis- ins í stærra samhengi.“ Hann sér ýmis sóknarfæri þegar kemur að húsakosti. „Spítalinn á ýmsar eignir sem væri hægt að nýta betur. En ég tel eðlilegt að sjúklingar og aðstandendur þeirra komi að slíku ferli.“ Eins og stendur er nefnd skipuð af Guðlaugi að skoða aðstöðumál Landspítalans heild- rænt. „Þetta þarf að skoða vel áður en lengra er haldið,“ segir hann. Nálgumst sænska kerfið Margir hafa uppi þær hugmyndir að íslenska heilbrigðiskerfið nálgist það bandaríska óðfluga. Guðlaug- ur þvertekur fyrir það. „Við erum að nálgast sænska kerfið. Það er ekk- ert leyndarmál að við höfum litið til Norðurlandanna og höfum tekið upp ýmislegt sem gengið hefur vel þar. Ef einhver heldur öðru fram, þá annað hvort talar viðkomandi gegn betri vit- und eða þá hann þekkir ekki málið,“ segir hann og er mikið niðri fyrir. Frítíminn er af skornum skammti þegar haldið er utan um heilbrigðis- mál heillar þjóðar. „Ég hef reynt að forgangsraða þannig að ég eigi tíma með fjölskyldunni,“ segir Guðlaugur. Meðal áhugamála hans eru útivist, fótbolti, skotveiðar og leikhúsferðir. „Áhugamál mín eiga það öll sameig- inlegt að ég get eiginlega ekkert sinnt þeim.“ Hann reynir þó að vera dug- legur í ræktinni. „Maður verður að hreyfa sig. Sérstaklega í starfi eins og þessu,“ segir hann. Staða REI miður Guðlaugur mælti fyrir frumvarpi um afnám einokunarsölu ríkisins á bjór og léttvíni áður en hann varð ráðherra. Sama frumvarp var lagt fram nýlega án hans aðkomu. „Þau mál sem ég mæli fyrir eru mál ríkis- stjórnarinnar allrar,“ segir hann til skýringar. „Eðlilegast er að þingmenn flytji mál sem þetta.“ Hann lýsir þó yfir fullum stuðningi sínum. „Ég held að margir þeir sem gagnrýna frumvarp- ið hafi hreinlega ekki lesið það. Þar er kveðið á um virkt eftirlit og skýran regluramma.“ Hann telur ekki sjálf- gefið að neysla muni aukast ef frum- varpið yrði samþykkt. „Þetta snýst fyrst og fremst um að verið er að veita fleirum en ríkinu heimild til að selja þetta. Ríkið hefur opnað fjölda áfeng- isverslana á undanförnum árum,“ segir hann og bendir á að enginn hafi þá haft áhyggjur af vaxandi áfengis- drykkju landans. Málefni Reykjavik Energy Invest hafa verið ein þau heit- ustu undanfarnar vikur. Guðlaugur var stjórnarformaður Orkuveitunnar þegar REI var stofnað. „Ég verð að játa að mér þykir það miður hvernig staða er í dag. Mín sýn var önnur,“ segir hann. „Hugmyndin var að áhættan væri hjá þeim einkaaðilum sem vildu koma að rekstrinum. Ég vona að út- rásin gangi vel en hlutirnir hafa breyst frá því ég kom að þeim. Mér finnst að þarna hefði átt að íhuga málin betur,“ segir hann. ERla hlyNSdóttIR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Guðlaugur Þór Þórðarson tók við heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu í vor. Hann mælir fyrir útrás í heilbrigðismálum og vill nýta mannauðinn betur. Guðlaugur vill ekki að litið sé á Land- spítalann sem eyland. Hann segist horfa til Norðurlandanna sem fyrirmynda í heilbrigðismálum. Guðlaugur kom að stofnun REI og þykir staðan í dag miður. VIÐ gEtUM gErt gott BEtrA Guðlaugur Þór ásamt nánasta samstarfsfólki sínu berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri, inga dóra Sigfúsdóttir ráðgjafi, ingiríður Hanna þorkelsdóttir, ritari ráðherra, Hanna katrín friðriksson, aðstoðar- maður ráðherra, og ráðherrann sjálfur, guðlaugur þór þórðarson. „Heilbrigðisþjónustan er byggð upp á kristnu siðferði. Okkur er ekki sama um náungann og viljum að fólk hafi aðgengi að þjónustunni án tillits til efnahags.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.