Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Síða 9
SVEITAKST.TÓIINARMÁL D Ólafsfjörður. réttindi. Þykir því rétt að greina nánar frá því atriði. Síðastliðin ár, einkum 1942 og 194;t, bar mikinn sand í væntanlegt hafnarsvæði Ól- afsfjarðar. Haustið 1943 var svo komið, að því var búin hætta úr tveimur áttum. Úr norðri bar grjót og möl inn með ströndinni allt inn i fjarðarbotn og fyllti upp í hafnarsvæðið. í fjarðarbotninum, vestast í hinni fyrirhuguðu hafnarkví, hlóð upp sandi, og var meðalstórum mót- orbát ekki færl að hinni einu bryggju kauptúnsins nema þegar hátt var í sjó. Hér var því um tvo kosti að velja. Annar að gera þegar höl'n, svo að hægt væri að halda þaðan áfram útgerð, eða að öðrum kosti vrði útgerð að leggjast alveg niður. Þá um haustið var borið fram á Alþingi frumvarp til hafnarlaga fyrir Ólafsfjörð, og náði það samþykki Alþingis sein lög nr. 81 7. des. 1943. Var jafnframt gerð á- ætlun um frpmkvæindir í hafnargerðinni sumarið 1944. Skyldu gerðir 150 metrar af vesturgarði hafnarinnar, til þess að stöðva aðhurð af sandi á hafnarsvæðið, en bætt skyldi dálítið við enda af norður- garði, sem byrjað var á sumarið 1943. Var l'engið samþykki stjórnarráðsins lil þeirra framkvæmda. { tilefni af þessu fór hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps þess á leit við sýslunefnd Evjafjarðarsýslu, að sýslusjóður Eyjafjarðarsýslu ábyrgðist gagnvart rikissjóði 400 þús. kr. lán vegna hafnargerðarinnar, er tekið væri með á- byrgð ríkissjóðs. Hinn 21. febrúar 1944 synjaði sýslunefnd með öllum atkvæðum gegn einu að verða við þessari ábyrgðar- beiðni. Ólafsfjarðarhreppur gat ekki feng- ið lán nema með ábyrgð ríkissjóðs, en ríkisábyrgð fékkst ekki nema sýslusjóður Eyjafjarðarsýslu ábyrgðist upphæðina gagnvart ríkissjóði. Það var því ekki sjá- anlegt annað en framkvæmd hafnarmáls- ins væri stöðvuð. Hreppsnefnd Ólafs- fjarðarhrepps settisl á rökstóla til þess að reyna að finna einhver úrræði. Einn hreppsnefndarmanna stakk þá upp á því, að reynt vrði að afla Ólafsfirði kaup-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.