Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Side 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Side 26
SVKITA HST.J ó R NAKM ÁI. 99 Útsvarsskyldir eru: A. Aðiljar lieimilisfaslir á íslanði: I. Allir einstakHngar, karlmenn sem konur, ungir sem gamlir, í hverri stöðu sem þeir eru, svo framarlega sem þeir verða taldir færir um að greiða að minnsta kosti 5 króna útsvar. Enginn verður útsvarsskyldur eftir þessum lið (I.), nema hann hafi á útsvarsárinu haft hcr á landi heimilisfang að minnsta kosti 3 mánuði. Undanþegnir eru úlsvari: a. Fyrirsvarsmenn annarra ríkja liingað scndir og þjónustufólk þeirra, sem er annarra ríkja þegnar. 1). Sendimenn íslenzka ríkisins, sem crlendis dveljast meira en 9 mánuði á útsvarsárinu, enda þólt þeir teljisl að lögum heimilisfastir á íslandi. c. Konur, sem giftar eru þegar niðúrjöfnun fer fram. Þó má leggja útsvar á gifta konu: 1. Ef hún hefur séreign eða hjúskapareign, er gefa arð svo að um numi. 2. Ef hún hefur atvinnu. 3. Ef hún hefur slitið samvistir við bónda sinn. II. Félög. Þar til teljast: 1. Félög með ótakmarkaðri ábyrgð og félög með lakmarkaðri ábyrgð, svo sem hlutafélög og gagnkvæm ábyrgðarfélög. Þegar útsvar hefur verið lagl á félag, má ekki leggja útsvar á félagsmann þcss vegna eignar hans í félaginu og tekna. 2. Samvinnufélög. Þau greiða útsvar af arði síðasta útsvarsárs, sem leiðir af skiptum við utanfélagsmenn, eftir sömu reglum óg kaupmenn sama staðar. Skattanefnd ákveður arð þennan, enda láti félagið nefndinni í té glögga skýrslu um skipti sín með utanfélagsmenn og ágóða af þeim. Annarskostar áætlar skattanefnd arð af skiptum þessiun, og liyggist útsvarið á því. Úrskurði skattanefndar má skjóta lil yfirskattanefndar og rikisskatta- nefndar, eftir sömu reglum og gilda uin áfrýjun útsvara, livort heldur er sérstökum eða ásamt kæru yfir aukaútsvari því, sem niðurjöínunarnefnd hefur lagt á arð af þessum viðskiptiim. Undanþegin útsvari eru: a. Félög, sem Icysl eru undan útsvarsskvldu með lögum. b. Félög, sem enga atyinnu reka, svo sem félög til eflingar listum og vis- indum, skemmtifélög, líknarfélög, stjórnmálafélög, trúbragðafélög o. s. frv. c. Félög, sem að vísu reka atvinnu, en verja öllum ágóða af starfsemi sinni beinlínis lil almcnningsheilla samkvæmt samþykktum sinuin. III. Sjóðir og stofnanir. Undanþegnir eru þó útsvarsskyldu: a. Rikissjóður og aðrir sjóðir, sem standa undir umsjón rikissljórnarinnar, svo sem ræktunarsjóður, söfnunarsjóður, Thorkilliisjóður, o. s. frv. Um útsvör annarra ríkisstofnana fer eftir lögum nr. 47 4. júní 1924. b. Sjóðir og stofnanir, sem enga atvinnu reka. c. Sjóðir og stofnanir, sem verja tekjum sínum samkvæmt skipulagsskrá sinni Jieinlínis til almenningsheilla, þar með taldar bústofnslánadeildir.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.