Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Qupperneq 29
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL
25
arstjórn sinni fyrir hver''áramót skrá yfir þá með þeim upplýsingum, er í 1. málsgr.
getur. Atvinnumálaráðherra getur lagt dagsektir við, ef á brestur.
Atvinnumálaráðherra setur reglur um eyðublöð undir skýrslur þessar og ann-
að, er að þessum atriðum lýtur, enda er honum heimilt að setja reglur um dag-
sektir, ef brestur verður á skýrslum.
12. gr.
Ef útsvör verða talin hlutfallslega hærri, svo að nemi 10% eða meira, í heim-
ilissveit gjaldþegns en atvinnusveit, og útsvörum á að skipta milli þeirra, skal draga
frá þeim hluta útsvara, er gjalda skal atvinnusveit, þá upphæð, sem ætla má, að
aðili mundi minna hafa goldið, ef hann hefði átt heinia í atvinnusveit, enda skal
heimilissveit hans endurgjalda honum ])á upphæð. Með samsvarandi hætti skal
bæta við þann hluta, er greiða skal atvinnusveit, ef útsvör þar verða talin hlut-
fallslega hærri, svo að 10% eða meira nemi, en i heimilissveit, enda greiði aðili þá
heimilissveit það, er á vantar. Sömu meðferð skal hafa, ef gjaldþegn flyzt búferl-
um milli sveita eða á lögheimili viðar en i einni sveit, þó svo, að ef iitsvör eru hærri
í þeirri sveit, sem í er flutt, getur niðurjöfnunarnefnd þar jafnað útsvarsaukanum
á gjaldþegn með aukaniðurjöfnun.
13. gr.
Útsvar, sem ekki nemur meiru en 20 krónum, fellur alltaf óskipt til heimilis-
sveitar gjaldþegns.
Ef upphæð sú, er greiða skyldi af einstöku útsvari, nemur ekki á krónum, þá
fellur útsvar þar óskipt til heimilissveitar gjaldþegns.
14. gr.
Sveitarsljórn gerir um hver áramót skrár yfir þá gjaldþegna, er liún hyggur
sig eiga að fá hluta af útsvörum þeirra l'rá annarri sveit, ásamt upplýsingum um
atvinnu livers, kaup, tekjur og eignir þar í sveit, vinnutíma og dvalartíma o. s. frv.
Sendir sveitarstjórn siðan skrárnar lil viðkomandi sveitarstjórna. Sveitarstjórnir
senda hver sina skrá að lokinni aðalniðurjöfnun lil viðkomandi yfirskattanefndar
með áthugasemdum sínum, og skiptir hún síðan útsvörum innan tveggja mánaða,
nema skipti verði að dragast lengur vegna nýrra upplýsinga.
Skjóta má málutn Jiessum til ríkisskatlanefndar.
15. gr.
Sveit, þar setn á aðilja er lagt, greiðir atvinnusveit þann liluta af útsvörum,
er henni ber, 2 mánuðum eflir að skipli á útsvörum hafa farið fram samkvæmt
14. gr. 1. málsgr., nema sannað sé með árangurslausu lögtaki eða með öðrum hætti,
er atvinnumálaráðherra melur, ef ágreiningur verður, að útsvar sé ófáanlegt. Ef
útsvar heimtist siðar, skal það ;tf þvi gjalda, er eftir stóð.
IV. KAFLI
Um niðurjöfnun útsvara.
16. gr.
Utan kaupstaða jafnar hreppsnefnd niður úlsvörum.
Heimilt er sýslunefnd að ákveða þóknun fyrir niðurjölnunarstörf í hreppum,
þó ekki yfir 5 k’r. á dag lil hvers nefndarmanns. Þóknun ])essi greiðisl úr hrepps-
sjóði.