Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 36
32
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Lög um fasteignaskatt til bæjar- og hrepps-
félaga og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
I. KAFLI
Um fasteignaskatt.
1. gr.
I kaupstöðum og hreppsfélögum er heimilt nð leggja árlega fasteignaskatt á
húseignir og önnur mannvirki, lóðir og lendur, og skal hann vera eins og hér
segir:
L Af byggingarlóðum, byggðum og óbyggðum, allt að 2%.
2. Af húseignum og öðrum mannvirkjum allt að 1%.
3. Af túnum, görðuni, reitum, erfðafestulöndum og öðrum lóðum og lendum
allt að 0,5%.
2. gr.
Skattur sá, sein i 1. gr. getur, skal Iagður á eflir fasteignamati, og annast
bæjarstjórnir og hreppsnefndir innheimlu hans.
Eigándi greiðir skattinn, nema um leigujarðir, leigulóðir eða önnur samn-
ingsbundin jarðarafnot sé að ræða. Þá greiðist skatturirtn af ábúanda eða
notandn.
3. gr.
Bæjarstjórnir og breppsnefndir ákveða með reglugerð upphæð skattsins til
5 ára i senn, innan þeirra takmarka, er í 1. gr. segir, og má skatturinn vera mis-
munandi á hinum ýmsu tegundum lóða. Heimilt er og að liafa skattinn mismun-
andi eftir þvi, lii hvers eignirnar eru notaðar, og af húseignum enn fremur mis-
munandi eftir verðmæti þeirra, miðað við fasteignamatsverð og ibúðafjölda, allt
eftir nánari ákvæðum i reglugerð. Þar skal og gjalddagi ákveðinn. Reglugerðir
kaupstaðanna skulu staðfestar af atvinnumálaráðherra og birtar i Stjórnartíð-
indunum, en reglugerðir hreppanna skulu staðfeStar af viðkomandi sýslunefnd
og færðar inn í sýslufundargerðina.
4. gr.
Undanþegnar skatli samkvæmt 1. gr. eru allar fasteignir bæjar- og sveitar-
sjóða, nema leigulóðir og jarðir i leiguábúð. Enn fremur eru undanþegnar kirkjur,
samkomuhús og iþróttahús, sem ekki eru leigð út lil skemmtana, skólahús, barna-
hæli, sjúkrahús, elliheimili, þinghús og hús annarra ríkja, að svo miklu leyti sem
þau eru noluð af sendimönnuin þeirra í millirikjaerindum. Hið sama er um lóðir,
sem fylgja slikum húsum, og lóðir, sem eru lil opinberra þarfa.
Á sama hátt eru undanþegnar skatti þessum jarðræktartilráunaslöðvar þær, sem
reknar cru með opinberum styrk og undir opinberu eftirliti.
Ef ágreiningur verður um skattskyldu fasteignar, sker ráðherra úr, en heimilt
er aðiljum að skjóta málinu til dómstólanna.
Skatt þann, er í 1. gr. getur, skal telja al' heilum hundruðum króna af virð-
ingarverði, en þvi, sem umfram er. skal sleppa, og nái virðing ekki 100 kr„ greið-
isl enginn skattur.